Flotflugkoma FMS var haldin fyrr í kvöld á Seltjörn við Arnarvöll. Eysteinn og Maggi létu smá yfirferð á logninu ekki stoppa sig og skelltu sér út á vatnið og sýndu skemmtilega takta í kvöldsólinni. Ég var á vídeóvélinni svo engar kyrrmyndir eru til af fluginu en Maggi mun örugglega koma hreyfimyndunum inn við fyrsta tækifæri.
Við ætlum líka að nota tækifærið og blása til reglulegra flotflugkvölda í sumar, kíkið á atburðaskrána til að sjá þau kvöld sem um ræðir.
Svo er fólki að sjálfsögðu frjálst að koma með flotvélar hvenær ársins sem er.
Takk sömuleiðis. Snilldarflugkoma í hressandi veðri!
Á myndum og myndbandi má sjá hversu mikill öldugangurinn var og vindurinn líka. Núna kom vatn í hitt flotið sem ekki kom vatn í síðast. Þetta flot var með waterrudder servóinu og það lekur inn með því í svona öldugangi.
Stærri gerðin af "Tundra" 1700mm er bara nokkuð falleg og skemmtileg á flotholtum!
kv
MK