Nokkrar myndir af 28% Katana frá Krill
Re: Nokkrar myndir af 28% Katana frá Krill
Nokkrar myndir af samsetningunni á 28% Katana frá Krill.
Datt í hug að menn hefðu gaman af að sjá þær þar sem að við höfum ekki séð mikið af composite kittum hér á vefnum.
Beint úr kassanum.
Hjólabúnaðurinn og fylgihlutir.
Eftir smá sandpappírsleikfimi þá var borað fyrir gírnum og gaddaskinnur límdar í.
Snyrta þurfti skinnurnar.
Stélhjólið þurfti ekki mikla vinnu við.
Ekkert sem kom á óvart hér.
Og á löppunum í fyrsta skipti eða næstum því, það vantar jú skóna.
Og hérna sést í stóru systir, 33% Katana.
Datt í hug að menn hefðu gaman af að sjá þær þar sem að við höfum ekki séð mikið af composite kittum hér á vefnum.
Beint úr kassanum.
Hjólabúnaðurinn og fylgihlutir.
Eftir smá sandpappírsleikfimi þá var borað fyrir gírnum og gaddaskinnur límdar í.
Snyrta þurfti skinnurnar.
Stélhjólið þurfti ekki mikla vinnu við.
Ekkert sem kom á óvart hér.
Og á löppunum í fyrsta skipti eða næstum því, það vantar jú skóna.
Og hérna sést í stóru systir, 33% Katana.
Icelandic Volcano Yeti
Re: Nokkrar myndir af 28% Katana frá Krill
JR 8611a og 8711 fóru í 28% og 33% Katana + álhorn frá JR.
Hæðarstýriflöturinn var greinilega ekki hannaður með 8611a servóið í huga, það er aðeins meira um sig en sambærileg servó.
Upprunalega gatið.
Og eftir smá pússun með dremel.
Límband var notað þegar merkja þurfti fyrir götum á fletina.
Og hér sést servóið komið í, ég eyddi þó nokkrum tíma í að koma vírunum fram fyrir servóbakkann en það var vel þess virði.
Hér var brugðið frá því sem lagt var upp með í kittinu en ég setti tvöföld horn á hæðar- og hallastýri með ball link á milli þeirra en gert var ráð fyrir einföldu horni á hverjum fleti.
Einnig var gaddaskinnum bætt við innan í skrokkinn til að festa hæðarstýrin. Ekki spurning þar sem ég mun ekki geyma vélina með þeim á.
Frágangur í kringum hallastýrið.
Hæðarstýriflöturinn var greinilega ekki hannaður með 8611a servóið í huga, það er aðeins meira um sig en sambærileg servó.
Upprunalega gatið.
Og eftir smá pússun með dremel.
Límband var notað þegar merkja þurfti fyrir götum á fletina.
Og hér sést servóið komið í, ég eyddi þó nokkrum tíma í að koma vírunum fram fyrir servóbakkann en það var vel þess virði.
Hér var brugðið frá því sem lagt var upp með í kittinu en ég setti tvöföld horn á hæðar- og hallastýri með ball link á milli þeirra en gert var ráð fyrir einföldu horni á hverjum fleti.
Einnig var gaddaskinnum bætt við innan í skrokkinn til að festa hæðarstýrin. Ekki spurning þar sem ég mun ekki geyma vélina með þeim á.
Frágangur í kringum hallastýrið.
Icelandic Volcano Yeti
Re: Nokkrar myndir af 28% Katana frá Krill
Hér sést mótorboxið með götum fyrir mótorfestingar, inngjöf, innsog og bensínslöngu.
Framendinn var opnaður til að taka inn kæliloft.
Fjarlægja þurfti smá hluta af skrokknum til að kveikjuhettan kæmist fyrir en með þessum halla á mótornum þurfti minnsta útskurðinn úr skrokknum.
Smíðaður var bakki fyrir inngjafar- og innsogsservó.
Slétt og fellt.
MTW kútur tekur við útblæstrinum. Góð þjónusta þar á bæ.
Bakki með siliconslöngu til að halda við kútinn, stytta þurfti miðjuboltann svo hann nuddaðist ekki í kútinn.
Auðvitað þurfti að gera smá holu fyrir pústið en svo þurfti smá lagni til að pússla öllu saman, fjórar hendur voru eiginlega lágmark.
Hér sést gormurinn sem liggur yfir kútnum og heldur honum föstum.
Framendinn var opnaður til að taka inn kæliloft.
Fjarlægja þurfti smá hluta af skrokknum til að kveikjuhettan kæmist fyrir en með þessum halla á mótornum þurfti minnsta útskurðinn úr skrokknum.
Smíðaður var bakki fyrir inngjafar- og innsogsservó.
Slétt og fellt.
MTW kútur tekur við útblæstrinum. Góð þjónusta þar á bæ.
Bakki með siliconslöngu til að halda við kútinn, stytta þurfti miðjuboltann svo hann nuddaðist ekki í kútinn.
Auðvitað þurfti að gera smá holu fyrir pústið en svo þurfti smá lagni til að pússla öllu saman, fjórar hendur voru eiginlega lágmark.
Hér sést gormurinn sem liggur yfir kútnum og heldur honum föstum.
Icelandic Volcano Yeti
Re: Nokkrar myndir af 28% Katana frá Krill
Eftir að hafa límt kubbana fyrir lamirnar á hliðarstýrisrifið og skorið út göt í hliðarstýrið þá var nokkru magni af límbandi bætt við jöfnuna til að undirbúa líminguna við skrokkinn.
Nýjasti bestasti vinur minn Hysol er um 24 tíma að fullharðna svo reynt var að bíða með allar meiri háttar límaðgerðir þangað til í lok vinnudags.
Daginn eftir leit þetta svona út þegar búið var að fjarlægja rudderinn. Meira Hysol var svo sett meðfram öllum límfletinum að innanverðu ásamt smá lakki til að fella viðinn inn í litaskemað á vélinni.
Bakki fyrir hliðarstýrisservóið var smíðaður úr flugvélakrossvið, auka skrokkrif var smíðað úr Herex(eða hvað sem Krill kallar það) og límt með Hysol.
Þar sem fittings vantaði til að ganga frá vírunum fyrir hliðarstýrið þá notaði ég snæri til að prófa götin og hornin.
Hmmm, lítur bara ansi vel út, ætli það sé hægt að fá blingaðan vír í rauðu.
Bakki var smíðaður fyrir bensíntankinn ofan á vængrörinu(CG). Þar var hægt að koma 750 ml tanki fyrir. Það væri hægt að koma stærri tanki en ég hef grun um að þessi dugi alveg ágætlega.
Nýjasti bestasti vinur minn Hysol er um 24 tíma að fullharðna svo reynt var að bíða með allar meiri háttar límaðgerðir þangað til í lok vinnudags.
Daginn eftir leit þetta svona út þegar búið var að fjarlægja rudderinn. Meira Hysol var svo sett meðfram öllum límfletinum að innanverðu ásamt smá lakki til að fella viðinn inn í litaskemað á vélinni.
Bakki fyrir hliðarstýrisservóið var smíðaður úr flugvélakrossvið, auka skrokkrif var smíðað úr Herex(eða hvað sem Krill kallar það) og límt með Hysol.
Þar sem fittings vantaði til að ganga frá vírunum fyrir hliðarstýrið þá notaði ég snæri til að prófa götin og hornin.
Hmmm, lítur bara ansi vel út, ætli það sé hægt að fá blingaðan vír í rauðu.
Bakki var smíðaður fyrir bensíntankinn ofan á vængrörinu(CG). Þar var hægt að koma 750 ml tanki fyrir. Það væri hægt að koma stærri tanki en ég hef grun um að þessi dugi alveg ágætlega.
Icelandic Volcano Yeti
Re: Nokkrar myndir af 28% Katana frá Krill
Fliparnir sem halda gróðurhúsinu voru límdir með Hysol, einnig voru gaddaskinnur setta fram í nef.
Miðjan á gatinu í vængnum þar sem servóvírinn kemur út var mæld og staðsetningin færð yfir á skrokkinn og gúmmískinna sett í gatið sem borað var.
Kæliraufar voru settar neðan á skrokkinn.
Það kemur svo í ljós hvort þær dugi eða bæta þurfi við þær.
Séð innanfrá.
Milliveggur var settur aftan við kútinn til að auðvelda loftinu að fara rétta leið.
Gróðurhúsið var klætt að utanverðu.
Og sprautað svart, gægjugat var skilið eftir svo hægt væri að sjá stöðuna á eldsneytinu án þess að fjarlægja toppinn.
Og hér er búið að líma gróðurhúsið á rammann.
Miðjan á gatinu í vængnum þar sem servóvírinn kemur út var mæld og staðsetningin færð yfir á skrokkinn og gúmmískinna sett í gatið sem borað var.
Kæliraufar voru settar neðan á skrokkinn.
Það kemur svo í ljós hvort þær dugi eða bæta þurfi við þær.
Séð innanfrá.
Milliveggur var settur aftan við kútinn til að auðvelda loftinu að fara rétta leið.
Gróðurhúsið var klætt að utanverðu.
Og sprautað svart, gægjugat var skilið eftir svo hægt væri að sjá stöðuna á eldsneytinu án þess að fjarlægja toppinn.
Og hér er búið að líma gróðurhúsið á rammann.
Icelandic Volcano Yeti
Re: Nokkrar myndir af 28% Katana frá Krill
Að lokum var hvít rönd máluð meðfram brúnum gróðurhúsins.
Skapalón til að bora götin fyrir spaðann auðveldar verkið.
Nafarhlífinn var dremeluð þangað til hún komst á.
Bak var smíðað fyrir áfyllinguna.
Og hún var sett framan og ofan við vænginn.
Hjólaskálarnar voru skornar til svo þær falli þétt að öxlunum.
Bensínslanga var klofin og sett yfir brúnina á legghlífinni, svo var hvítt FixAll notað til að líma legghlífina.
Hér er hliðarstýrisvírinn kominn á sinn stað og áfram sést rauða garnið en nú í stélhjólinu.
Skapalón til að bora götin fyrir spaðann auðveldar verkið.
Nafarhlífinn var dremeluð þangað til hún komst á.
Bak var smíðað fyrir áfyllinguna.
Og hún var sett framan og ofan við vænginn.
Hjólaskálarnar voru skornar til svo þær falli þétt að öxlunum.
Bensínslanga var klofin og sett yfir brúnina á legghlífinni, svo var hvítt FixAll notað til að líma legghlífina.
Hér er hliðarstýrisvírinn kominn á sinn stað og áfram sést rauða garnið en nú í stélhjólinu.
Icelandic Volcano Yeti
Re: Nokkrar myndir af 28% Katana frá Krill
Eru ekki allir sitjandi Ég fékk Adi hjá CoverMeWingbags.com til að búa til poka handa mér fyrir Katana. Fer í póst í vikunni sem er fínasta tímasetning þar sem Weatronic var pantað í gær og það virðist vera farið að styttast í flugtak, vonandi í þessum mánuði.
Ég ætla svo sem ekki að hafa mörg orð um þetta, ég held að myndirnar tali sínu máli. Það er óhætt að mæla með því að skipta við Adi, hann er fullkomnunarsinni og kom með fullt af sniðugum hugmyndum á meðan við vorum í samskiptum um verkefnið. Ótrúlegt hvað hægt er að gera með nál og tvinna. Adi lífgaði líka örlítið upp á botnin á vængjunum og hæðarstýrinu fyrir mig.
Þar sem ég veit að það eru til nokkrar svona vélar hér heima þá læt ég þessa mynd líka fljóta með. Hægt er að sjá fleiri myndir á heimasíðunni hjá CoverMeWingbags og á myndasíðunni. Einnig eru seldar ábreiður fyrir þyrlur ásamt fullt af sniðugum hlutum. Svona til gamans þá má geta þess að Adi sá um að framleiða taumerkin fyrir Flugmódelfélag Suðurnesja.
Ég ætla svo sem ekki að hafa mörg orð um þetta, ég held að myndirnar tali sínu máli. Það er óhætt að mæla með því að skipta við Adi, hann er fullkomnunarsinni og kom með fullt af sniðugum hugmyndum á meðan við vorum í samskiptum um verkefnið. Ótrúlegt hvað hægt er að gera með nál og tvinna. Adi lífgaði líka örlítið upp á botnin á vængjunum og hæðarstýrinu fyrir mig.
Þar sem ég veit að það eru til nokkrar svona vélar hér heima þá læt ég þessa mynd líka fljóta með. Hægt er að sjá fleiri myndir á heimasíðunni hjá CoverMeWingbags og á myndasíðunni. Einnig eru seldar ábreiður fyrir þyrlur ásamt fullt af sniðugum hlutum. Svona til gamans þá má geta þess að Adi sá um að framleiða taumerkin fyrir Flugmódelfélag Suðurnesja.
Icelandic Volcano Yeti
Re: Nokkrar myndir af 28% Katana frá Krill
Vaaaááá þetta er svo flott Sverrir
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Re: Nokkrar myndir af 28% Katana frá Krill
Þetta er alveg sjóðandi flott! Hvernig er þetta að innan? (áttu mynd?)
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Re: Nokkrar myndir af 28% Katana frá Krill
Icelandic Volcano Yeti