Tungubakkar - 24.júlí 2021 - Stríðsfuglaflugkoma EPE
Póstað: 24. Júl. 2021 23:31:16
Hin árlega stríðsfuglaflugkoma Einars Páls var á sínum stað í dag en óvenju góðmennt var á svæðinu þar sem Jón og Steini voru einu flugmennirnir sem voru mættir til leiks. Um morgunin gekk á með dropum en svo fór að létta til þegar nær dróg hádegi og náði flug tvíþekjanna úr fyrra stríði hámarki í kringum hádegið. Eftir hádegið snérist vindurinn yfir í 70-90° hliðarvind og þá var sjálfhætt fyrir tvíþekjurnar og engir aðrir flugmenn á svæðinu svo ákveðið var að láta þetta gott heita.