Kambar - 21.ágúst 2021 - Íslandsmótið í hangi F3F

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11588
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Kambar - 21.ágúst 2021 - Íslandsmótið í hangi F3F

Póstur eftir Sverrir »

Eftir að hafa tekið stöðuna upp á Sandskeiði rétt fyrir klukkan 10 í morgun var ákveðið að nota daginn í hangflug þar sem hátt í 12 m/s voru í Kömbunum og á Sandskeiði voru um 8 m/s. Eftir uppsetningu á keppnisbrautinni þá var vindurinn dottinn niður í nánast ekki neitt í Kömbunum svo við ákváðum að taka hádegishléð snemma og viti menn upp úr hádegi fór vind að hreyfa á ný og fljótlega var hægt að henda fyrstu vélinni fram af brúninni.

Það verður seint hægt að segja að kjöraðstæður hafi verið, vindurinn var að jafnaði í kringum 5-6 m/s en fór alveg niður fyrir 4 m/s á tímabili og allt að 45°gráður frá brekkubrún, stundum fór þetta tvennt saman og þá var ekki mikil ferð á mönnum. Jón notaði tækifærið og frumflaug Pike Precision sem hann eignaðist í sumar og var ekki annað að sjá, og heyra, en að hann væri nokkuð sáttur með nýju vélina. Það fuku ófáar sekúndur af flugunum hjá honum eftir því sem leið á.

Rásröðin var sem hér segir:
  1. Böðvar
  2. Erlingur
  3. Sverrir
  4. Jón
Allt í allt voru flognar 15 umferðir og tveim lökustu hent út þannig að 13 umferðir töldu til stiga. Ekki var það svo að allir hafi verið á svona jöfnum tíma í fyrstu umferð heldur vildi svo illa til að keppniskerfið át stigin úr fyrstu umferð í stað þess að færa þau yfir á netið og afritarinn gleymdi sér aðeins svo ekki þýddi að gá í hirslur hans. Það kom þó ekki að sök í þetta sinn en minnir okkur þó á að gæta vel að allri stigaskráningu í næstu mótum!

Hraðasta fyrsta legg átti Böðvar en hann var 3,32 sekúndur í fimmtu umferð en besta tímann átti Sverrir á 52,82 sekúndum í fimmtándu umferð. Þessa og aðra tölfræði er hægt að skoða í flipunum [Preliminary Rounds | Pilots | Posistion Chart | Rankings | Stats | Graphs] inn á F3XVault.

Aðstoðarmennirnir Frímann og Hannes fá kærar þakkir fyrir aðstoðina frá keppendum og mótsstjórn.

Úrslit urðu sem hér segir, takið eftir meðalvindhraða hverrar umferðar, áhugasamir geta skoðað nánari greiningu á vef F3XVault:
F3Furslit2021.png
F3Furslit2021.png (62.31 KiB) Skoðað 1163 sinnum

Viðhengi
IMG_5284.jpg
IMG_5284.jpg (234.53 KiB) Skoðað 1163 sinnum
IMG_5285.jpg
IMG_5285.jpg (213.03 KiB) Skoðað 1163 sinnum
IMG_5286.jpg
IMG_5286.jpg (208.31 KiB) Skoðað 1163 sinnum
IMG_5290.jpg
IMG_5290.jpg (241.25 KiB) Skoðað 1163 sinnum
IMG_5291.jpg
IMG_5291.jpg (230.28 KiB) Skoðað 1163 sinnum
IMG_5296.jpg
IMG_5296.jpg (229.16 KiB) Skoðað 1163 sinnum
IMG_5298.jpg
IMG_5298.jpg (210.06 KiB) Skoðað 1163 sinnum
IMG_5299.jpg
IMG_5299.jpg (166.56 KiB) Skoðað 1163 sinnum
IMG_5300.jpg
IMG_5300.jpg (96.25 KiB) Skoðað 1163 sinnum
IMG_5302.jpg
IMG_5302.jpg (274.3 KiB) Skoðað 1163 sinnum
IMG_5305.jpg
IMG_5305.jpg (130.54 KiB) Skoðað 1163 sinnum
IMG_5306.jpg
IMG_5306.jpg (145.41 KiB) Skoðað 1163 sinnum
IMG_5307.jpg
IMG_5307.jpg (110.32 KiB) Skoðað 1163 sinnum
IMG_5308.jpg
IMG_5308.jpg (109.82 KiB) Skoðað 1163 sinnum
IMG_5309.jpg
IMG_5309.jpg (152.34 KiB) Skoðað 1163 sinnum
IMG_5311.jpg
IMG_5311.jpg (200.69 KiB) Skoðað 1163 sinnum
Icelandic Volcano Yeti
Svara