Það verður seint hægt að segja að kjöraðstæður hafi verið, vindurinn var að jafnaði í kringum 5-6 m/s en fór alveg niður fyrir 4 m/s á tímabili og allt að 45°gráður frá brekkubrún, stundum fór þetta tvennt saman og þá var ekki mikil ferð á mönnum. Jón notaði tækifærið og frumflaug Pike Precision sem hann eignaðist í sumar og var ekki annað að sjá, og heyra, en að hann væri nokkuð sáttur með nýju vélina. Það fuku ófáar sekúndur af flugunum hjá honum eftir því sem leið á.
Rásröðin var sem hér segir:
- Böðvar
- Erlingur
- Sverrir
- Jón
Hraðasta fyrsta legg átti Böðvar en hann var 3,32 sekúndur í fimmtu umferð en besta tímann átti Sverrir á 52,82 sekúndum í fimmtándu umferð. Þessa og aðra tölfræði er hægt að skoða í flipunum [Preliminary Rounds | Pilots | Posistion Chart | Rankings | Stats | Graphs] inn á F3XVault.
Aðstoðarmennirnir Frímann og Hannes fá kærar þakkir fyrir aðstoðina frá keppendum og mótsstjórn.
Úrslit urðu sem hér segir, takið eftir meðalvindhraða hverrar umferðar, áhugasamir geta skoðað nánari greiningu á vef F3XVault: