Síða 1 af 1

Sandskeið - 22.maí 2022 - Spilæfing

Póstað: 22. Maí. 2022 16:09:31
eftir Sverrir
Það var múgur og margmenni samankomin á Sandskeiðinu í morgun að æfa sig á spilið eftir langan vetur en sjö flugmenn mættu galvaskir til leiks ásamt alla vega fimm áhorfendum. Dagurinn gekk að mestu áfallalaust fyrir sig en þó skemmdist vélin hjá Böðvari talsvert þegar skorts á rafmagni varð vart á uppleið í einu startinu.

Ýmsar kyndugar kúnstir sáust á uppleið og náðust sumar þeirra á filmu. Það var einnig nóg að gera hjá sviffluginu og mörg flugtog í blíðunni. Félagar okkar í Svifflugfélagi Íslands fá kærar þakkir fyrir afnotin af Sandskeiði, það er svo sannarlega gott að eiga góða að.


Re: Sandskeið - 22.maí 2022 - Spilæfing

Póstað: 22. Maí. 2022 16:37:04
eftir stebbisam
Takk fyrir flottan flugdag, hitinn náði 13° í bíðunni

Re: Sandskeið - 22.maí 2022 - Spilæfing

Póstað: 22. Maí. 2022 21:58:27
eftir gudjonh
Já það var kominn tími á spilæfingu. Langt síðan síðast hjá mér og trúlega sumum hinna.