Íslandsmeistaramótin í hangi og hástarti um helgina

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11503
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Íslandsmeistaramótin í hangi og hástarti um helgina

Póstur eftir Sverrir »

Eins og veðurspáin er í augnablikinu þá ætti að vera hangfært á laugardaginn og svo hástartveður á sunnudaginn.
Ef spáin gengur eftir þá eru það Draugahlíðar norður laugardaginn 20. ágúst og Sandskeið sunnudaginn 21. ágúst.
Vonum að það rætist úr þessu en annars eigum við næstu tvær helgar til góða ef þörf krefur.

Til að undirbúningur gangi sem best fyrir mótið þá væri fínt að þeir sem áhuga hafa á að keppa í hanginu hafi samband við mig fyrir kl. 18 föstudaginn 19. ágúst nk. eða skrái sig hér að neðan, skráninga er ekki bindandi. Nóg er að mæta á hástartsmótið til að taka þátt. Svo er auðvitað alltaf leitun að góðum aðstoðarmönnum á bjöllurnar. 8-)

Skráning í Íslandsmótið í hangi F3F | Skráning í Íslandsmótið í hástarti F3B

mótaskrá.png
mótaskrá.png (13.05 KiB) Skoðað 568 sinnum
IMG_0348.jpg
IMG_0348.jpg (114.8 KiB) Skoðað 564 sinnum
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11503
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Íslandsmeistaramótin í hangi og hástarti um helgina

Póstur eftir Sverrir »

Lítur bara mjög vel út með veðrið á morgun en það virðist ætla að blotna aðeins á sunnudaginn.
Ef sú verður raunin þá stefnum við á að halda hástartmótið nk. laugardag 27. ágúst en þá spáir NV 3-5 m/s, ræðum þau mál betur út í brekku á morgun.

vedur_lau_sun.jpg
vedur_lau_sun.jpg (175.31 KiB) Skoðað 518 sinnum
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11503
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Íslandsmeistaramótin í hangi og hástarti um helgina

Póstur eftir Sverrir »

Íslandsmótið í hangi lokið, 5 keppendur, 6 umferðir og 30 flug, meiri upplýsingar síðar.

Spáin er fín fyrir morgundaginn þannig að það er mæting klukkan 10 upp á Sandskeiði.

EA4F1915-B018-4037-98D8-2523E1BAC4EF.jpeg
EA4F1915-B018-4037-98D8-2523E1BAC4EF.jpeg (347.51 KiB) Skoðað 466 sinnum
Icelandic Volcano Yeti
Svara