Hamborg og Mors - 25.september 2022

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11269
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Hamborg og Mors - 25.september 2022

Póstur eftir Sverrir »

Nú er farið að styttast í heimsmeistaramótið í F3F og landsliðshópurinn er farinn til Danmerkur til æfinga. Eftir að hafa skriðið heim í hús seint aðfaranótt laugardags þá var laugardagurinn nýttur í samsetningu á flotanum og annan undirbúning ásamt því að gönguferð var tekin í bænum Vorupör þar sem við dveljum að þessu sinni.

Eftir að hafa farið snemma að sofa á laugardagskvöldinu rann sunnudagurinn upp bjartur og fagur, skv. spánni var ekkert alltof mikill vindur að norðan en um miðjan dag átti hann að snúa sér í vestan og fara að blása um 6 m/s. Við byrjuðum því daginn á að halda út í Hamborg sem er norðanbrekka rétt austan við Hanstholm og þar tókum við nokkur flug í rólegu loft, alveg niður í 2,8 m/s.

Eftir að hafa náð úr okkur mesta hrollinum héldum við suður eftir til Mors en þar er fín vestanbrekka, á leiðinni niður eftir stoppuðum við og fengum okkur smá í gogginn, tókum í leiðinni eftir enskumælandi mönnum sem kom svo í ljós að var ástralska landsliðið sem mætt var til leiks.
IMG_0890.jpg
IMG_0890.jpg (231.39 KiB) Skoðað 239 sinnum

IMG_0891.jpg
IMG_0891.jpg (274.37 KiB) Skoðað 239 sinnum

IMG_0892.jpg
IMG_0892.jpg (251.52 KiB) Skoðað 239 sinnum

IMG_0892_elli_IMG20220925105717.jpg
IMG_0892_elli_IMG20220925105717.jpg (275.71 KiB) Skoðað 239 sinnum

IMG_0893.jpg
IMG_0893.jpg (174.54 KiB) Skoðað 239 sinnum

IMG_0896.jpg
IMG_0896.jpg (166.76 KiB) Skoðað 239 sinnum

IMG_0900.jpg
IMG_0900.jpg (92.88 KiB) Skoðað 239 sinnum

IMG_0904.jpg
IMG_0904.jpg (97.73 KiB) Skoðað 239 sinnum

IMG_0911.jpg
IMG_0911.jpg (396.81 KiB) Skoðað 239 sinnum

IMG_0913.jpg
IMG_0913.jpg (172.34 KiB) Skoðað 239 sinnum

IMG_0915.jpg
IMG_0915.jpg (214.89 KiB) Skoðað 239 sinnum

IMG_0915_gudjon_20220925_111948.jpg
IMG_0915_gudjon_20220925_111948.jpg (276.31 KiB) Skoðað 239 sinnum

IMG_0919.jpg
IMG_0919.jpg (149.75 KiB) Skoðað 239 sinnum

IMG_0922.jpg
IMG_0922.jpg (148.06 KiB) Skoðað 239 sinnum

IMG_0923.jpg
IMG_0923.jpg (160.91 KiB) Skoðað 239 sinnum

IMG_0926.jpg
IMG_0926.jpg (174.05 KiB) Skoðað 239 sinnum

IMG_0932.jpg
IMG_0932.jpg (116.64 KiB) Skoðað 239 sinnum

IMG_0939.jpg
IMG_0939.jpg (374.07 KiB) Skoðað 239 sinnum
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11269
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hamborg og Mors - 25.september 2022

Póstur eftir Sverrir »

Þegar niður til Mors var komið hittum við Frank og Katja úr þýska landsliðinu en Katja er fyrsti keppandinn sem mætir til leiks í kvennaflokki á heimsmeistaramótið í F3F. Þarna hittum við einnig ástralska landsliðið sem var nýmætt á svæðið en því miður þá týndist allur farangur þeirra á leiðinni, flugmódel sem ferðatöskur, svo þeir eru bara í fötunum sem þeir komu í og engin svör að fá frá SAS þar sem álagið er svo mikið út af týndum farangri að þeir svara ekki fyrirspurnum. Það ætti eitthvað af vélum að vera lausar í lán ef flugmódelin verða ekki enn búin að skila sér eftir viku þegar mótið hefst. Síðar bættist svo Christian stórvinur okkar úr danska landsliðinu í hópinn og þá var orðið vel skipað á brekkubrúninni.

Frank var einnig með vélina sina sem heitir Vængur en hún er hliðarverkefni við Gräne (Gráni) sem Erik í þýska landsliðinu er að hanna og smíða en eins og nöfnin gefa kannski til kynna þá er innblástur í þau sótt úr norrænni goðafræði og mögulega kemur Niflungarhringurinn hans Wagner eitthvað við sögu.

Vindur var frekar rólegur til að byrja með og í fyrsta startinu fór Respect Evo bara niður eftir sleppingu og rak annan vænginn í brekkuna og rann svo niður í fjöru en fyrir utan eina rispu á væng þá slapp hún nokkuð vel. Flug númer tvö var svo ekki til að bæta það þegar hún stallaði í pumpinu eftir ræsingu en sem betur fer flaug hún beint inn í brekkuna og stakkst á bólakaf í mjúkan jarðveginn. Það var hins vegar smá svaðilför að heimta hana aftur en allt hafðist það nú með smá þolinmæði og smá klifri. Slapp vélin ósködduð úr þessu ævintýri.

Eftir það segir ekki meira af óhöppum en nú fór vind að herða aðeins og var hann á bilinu 6-10 m/s það sem eftir lifði dags og var vel tekið á því og mikið flogið. Ég prófaði nýja GPS módúl ásamt hugbúnaði í fjarstýringunni sem líkir eftir keppnisbrautinni í F3F og pípar á mig 50 metra út frá miðju og mælir tímann og gefur upp starthraðann (mest 94 km/klst í gær) og lofar þetta góðu fyrir áframhaldadi æfingar.

Um hálfsjö var svo haldið heim á leið með smá stoppi í búð til að kaupa í matinn og svo var kvöldið notað í rólegheit og afslöppun þar sem það verður úrhelli á morgun og ekkert stress að halda út úr húsi í fyrramálið.

IMG_0944_gudjon_20220925_141356.jpg
IMG_0944_gudjon_20220925_141356.jpg (210.11 KiB) Skoðað 234 sinnum

IMG_0945.jpg
IMG_0945.jpg (189.94 KiB) Skoðað 234 sinnum

IMG_0947.jpg
IMG_0947.jpg (132.19 KiB) Skoðað 234 sinnum

IMG_0948.jpg
IMG_0948.jpg (247.23 KiB) Skoðað 234 sinnum

IMG_0951.jpg
IMG_0951.jpg (265.38 KiB) Skoðað 234 sinnum

IMG_0955.jpg
IMG_0955.jpg (272.58 KiB) Skoðað 234 sinnum

IMG_0955_agudjon_20220925_143234.jpg
IMG_0955_agudjon_20220925_143234.jpg (189.56 KiB) Skoðað 234 sinnum

IMG_0955_agudjon_20220925_164646.jpg
IMG_0955_agudjon_20220925_164646.jpg (308.84 KiB) Skoðað 234 sinnum

IMG_0956_0975.jpg
IMG_0956_0975.jpg (198.12 KiB) Skoðað 234 sinnum

IMG_0956_elli_IMG20220925164650.jpg
IMG_0956_elli_IMG20220925164650.jpg (470.15 KiB) Skoðað 234 sinnum

IMG_0956_gudjon_20220925_164809.jpg
IMG_0956_gudjon_20220925_164809.jpg (398.3 KiB) Skoðað 234 sinnum

IMG_0956_gudjon_20220925_164833.jpg
IMG_0956_gudjon_20220925_164833.jpg (386.36 KiB) Skoðað 234 sinnum

IMG_0957.jpg
IMG_0957.jpg (257.83 KiB) Skoðað 234 sinnum

IMG_0960.jpg
IMG_0960.jpg (161.27 KiB) Skoðað 234 sinnum

IMG_0962.jpg
IMG_0962.jpg (225.23 KiB) Skoðað 234 sinnum

IMG_0963.jpg
IMG_0963.jpg (125.48 KiB) Skoðað 234 sinnum

IMG_0968.jpg
IMG_0968.jpg (107.81 KiB) Skoðað 234 sinnum

IMG_0973.jpg
IMG_0973.jpg (266.26 KiB) Skoðað 234 sinnum

IMG_0981.jpg
IMG_0981.jpg (171.83 KiB) Skoðað 234 sinnum

IMG_0985.jpg
IMG_0985.jpg (223.71 KiB) Skoðað 234 sinnum

IMG_0988.jpg
IMG_0988.jpg (96.25 KiB) Skoðað 234 sinnum

IMG_0989.jpg
IMG_0989.jpg (456.18 KiB) Skoðað 234 sinnum
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11269
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hamborg og Mors - 25.september 2022

Póstur eftir Sverrir »

Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11269
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hamborg og Mors - 25.september 2022

Póstur eftir Sverrir »

Icelandic Volcano Yeti
Svara