Síða 1 af 12
Smíðað í kjallara stórfyrirtækis á Dalvík
Póstað: 5. Nóv. 2022 13:15:31
eftir Gaui
Við Elfar höfum fengið inni hjá stórfyrirtæki á Dalvík. Við byrjuðum í dag að koma okkur fyrir.

- smíakjallari.jpg (296.52 KiB) Skoðað 17481 sinni
Það verður smíðað þarna.
Re: Í kjallaranum
Póstað: 5. Nóv. 2022 13:37:56
eftir maggikri
Flott!
kv
MK
Re: Í kjallaranum
Póstað: 8. Nóv. 2022 16:35:58
eftir Árni H
Þetta er glæsilegt!
Re: Í kjallaranum
Póstað: 9. Nóv. 2022 09:22:22
eftir Sverrir
Schnilld, til lukku!
Re: Í kjallaranum
Póstað: 10. Nóv. 2022 23:27:33
eftir Gaui
Fleiri myndir úr kjallaranum. Í kvöld var fyrsta opinbera smíðakvöldið okkar og við erum að koma okkur vel fyrir.
Ég er byrjaður að hreinsa klæðninguna af SKY 120. Ég þarf að laga ýmsar skemmdir og klæða hann upp á nýtt.

- 20221110_193324.jpg (155.29 KiB) Skoðað 17393 sinnum
Elvar er að smíða skrokk fyrir CAP 21 upp úr teikningu frá Practical Scale í Þýskalandi.

- 20221110_193343.jpg (158.57 KiB) Skoðað 17393 sinnum
Það er bjart og hlýtt hjá okkur og nóg pláss ef einhverjir aðrir vilja vera með.

- 20221110_193352.jpg (134.39 KiB) Skoðað 17393 sinnum
Við tókum "eldhúskrókinn" í gegn og settum upp kaffikönnu. Þaður smíðar ekki án þess að fá kaffi!

- 20221110_193359.jpg (127.83 KiB) Skoðað 17393 sinnum
Skrokkrifin verða til hjá Elvari.

- 20221110_213638.jpg (129.33 KiB) Skoðað 17393 sinnum
Steve Holland setti út á öryggisbúnaðinn, svo ég notaði allt og sendi honum. Honum fannst ég hefði þurft að setja upp hanska.

- 20221110_213654.jpg (153.36 KiB) Skoðað 17393 sinnum
gaui
Re: Í kjallaranum
Póstað: 12. Nóv. 2022 18:57:57
eftir Gaui
Ég tók meiri filmu af SKÆjaranum í morgun. Ég vissi að mýsnar á Grísará höfðu nagað hægri vængin sæmilega vel, en á sínum tíma bara plastaði ég yfir skemmdirnar og hélt áfram að fljúga. Nú kom í ljós hvað þetta var mikið ver og hellingur sem þarf að laga. Það tekur margar heimsóknir í kjallarann að laga.
Mýsnar höfðu m.a. reynt að naga sig út úr vængnum, gerðu gat á balsaklæðninguna og skófu plastfilmuna að innan. Þetta leit svona út:

- 20221112_112140.jpg (125.97 KiB) Skoðað 17372 sinnum
Ég tók plastfilmuna af í morgun og þá kom þetta í ljós:

- 20221112_112437.jpg (133.54 KiB) Skoðað 17372 sinnum
Greinilegt að ég þarf að endurnýja balsaklæðninguna eitthvað. Ég reyni að sýna margt af því sem ég þarf að gera við.
Það má alveg nefna að ég þurfti að skipta um allar leiðslur í báðum vængjum: einangrun er greinileg mesta namm í heimi.
gaui
Re: Í kjallaranum
Póstað: 17. Nóv. 2022 23:04:57
eftir Gaui
Skemmtilegt smíðakvöld í kjallara stórfyrirtækis á Dalvík. Mér tókst að fylla í holuna á vængnum. Nú líður mér eins og tannlækninum í Karíus og Baktus.

- 20221117_202258.jpg (139.02 KiB) Skoðað 17302 sinnum
Þessi (heimasmíðaða?) slípivél var hér i kjallaranum þegar við komum okkur fyrir. Elvar notaði hana vel í kvöld.

- 20221117_205401.jpg (151.2 KiB) Skoðað 17302 sinnum
Hellingur af fylliefni til að gera hægri vænginn sléttan. Hinn er jafnvel verri.

- 20221117_212120.jpg (140.93 KiB) Skoðað 17302 sinnum
Elvar er byrjaður að raða saman CAP 21 skrokknum á svona alvöru smíðabretti.

- 20221117_214703.jpg (133.75 KiB) Skoðað 17302 sinnum
Fleiri myndir á laugardag.
gaui
Re: Í kjallaranum
Póstað: 19. Nóv. 2022 20:50:09
eftir Árni H
Stórglæsileg slípivél!

Og ekki er verra að það sé Cap á borðinu!
Re: Í kjallaranum
Póstað: 26. Nóv. 2022 17:52:23
eftir Gaui
Það er enn smíðað í kjallara stórfyrirtækis á Dalvík:
Það skotgengur með CAPpann hjá Elvari:

- 20221124_191918.jpg (123.75 KiB) Skoðað 17213 sinnum

- 20221124_201829.jpg (119.12 KiB) Skoðað 17213 sinnum

- 20221124_210716.jpg (150.04 KiB) Skoðað 17213 sinnum

- 20221124_210806.jpg (140.19 KiB) Skoðað 17213 sinnum
Og SKY fölnar upp. Það er erfiðara en sýnist að rífa gamla klæðningu af og tekur sæmilega langan tíma. Það koma líka í ljós skemmdir sem ég haf bara gert við til bráðbyrgða og þarf núna að laga vel.

- 20221124_204804.jpg (125.38 KiB) Skoðað 17213 sinnum

- 20221124_211917.jpg (147.18 KiB) Skoðað 17213 sinnum
Meira í næstu viku?
gaui
Re: Í kjallaranum
Póstað: 3. Des. 2022 12:20:12
eftir Gaui
Þessi vika í kjallara stórfyrirtækis á Dalvík:
Elvar er farinn að setja stélið á CAPpann:

- 20221201_201547.jpg (120.55 KiB) Skoðað 17136 sinnum
SKY 120 er eiginlega tilbúinn fyrir plastklæðningu.

- 20221201_201556.jpg (156.83 KiB) Skoðað 17136 sinnum
Hér er ég að pússa niður litinn á vélarhlífinni.

- 20221201_202717.jpg (159.81 KiB) Skoðað 17136 sinnum
Haukur Guðjónsson kom sér fyrir í kjallaranum með pínulítið smíðaverk: árabát.

- 20221203_100451.jpg (149.57 KiB) Skoðað 17136 sinnum
Ingimundur kom með tifsög sem hann á og vill að við geymum fyrir hann. Hún var sett upp og prófuð og virkar fínt.

- 20221203_104927.jpg (124.08 KiB) Skoðað 17136 sinnum
Hér er ég búinn að grunna vélarhlífina á SKY 120. Nú má þessi grunnur harðna í nokkra daga og svo renni ég yfir hann með fínum blautpappír áður en ég renni litnum á hana.

- 20221203_114611.jpg (124.09 KiB) Skoðað 17136 sinnum