Síða 1 af 2

Tímaritið Flugmódelárið 2022

Póstað: 11. Nóv. 2022 20:37:53
eftir Sverrir
Jæja árið er farið að styttast verulega í annan endann og þið vitið hvað það þýðir! Samantekt á því helsta sem var að gerast á árinu á innbundnu formi í máli og myndum. Þetta verður áttunda árið sem tímaritið kemur út!

Mynd

Sem fyrr er stefnt á að hafa verðið 2.500 kr, og eru menn beðnir um að millifæra fyrir kaupunum.

Þeir sem áhuga hafa á að næla sér í eintak eru vinsamlegast beðnir um að senda mér línu, sverrirg hjá gmail.com, nú eða staðfesta það hér að neðan. Áskrifendur geta setið rólegir heima og beðið. 8-)

Vinsamlegast gangið frá pöntun sem allra fyrst eða í síðasta lagi fyrir miðnætti að kvöldi 20. nóvember nk. og vinsamlegast látið félaga og vini vita sem þið haldið að hafi áhuga á að fá glóðvolgt eintak í hendurnar á aðventunni.

Áhugasamir geta stytt sér stundir við lestur eldri eintaka hér á vefnum.

Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd

Re: Tímaritið Flugmódelárið 2022

Póstað: 12. Nóv. 2022 14:29:48
eftir maggikri
Ég er áskrifandi þannig að ég þarf ekkert að panta! :lol:

kv
MK

Re: Tímaritið Flugmódelárið 2022

Póstað: 13. Nóv. 2022 14:23:10
eftir arni
Eitt eintak fyrir mig og annað fyrir Steina.

Re: Tímaritið Flugmódelárið 2022

Póstað: 13. Nóv. 2022 21:28:59
eftir gudjonh
Og eitt fyrir mig.
Guðjón

Re: Tímaritið Flugmódelárið 2022

Póstað: 14. Nóv. 2022 08:22:41
eftir Sverrir
Staðfest!

Re: Tímaritið Flugmódelárið 2022

Póstað: 19. Nóv. 2022 15:38:43
eftir Sverrir
Von er á tímaritinu úr prentun um miðja næstu viku. :)

Reikningsupplýsingar vegna millifærslu
2500 kr
542-26-4749
220979-4749

Re: Tímaritið Flugmódelárið 2022

Póstað: 19. Nóv. 2022 16:17:04
eftir Guðni
Sæll Sverrir..eins og við töluðuð um ..eitt stykki og greiðslan lögð af stað...:)

Re: Tímaritið Flugmódelárið 2022

Póstað: 25. Nóv. 2022 11:13:23
eftir Sverrir
Tímaritið var að detta í hús og verð ég út á Hamranesi milli kl. 11:00 og 12:00 á morgun, laugardaginn 26. nóvember, fyrir þá sem vilja nálgast eintak hjá mér. Annars verður dreifingin með svipuðu móti og fyrri ár og Tommi verður kominn með eintökin sem fara norður eftir helgina.

Reikningsupplýsingar vegna millifærslu
2500 kr
542-26-4749
220979-4749

timaritid2022.jpg
timaritid2022.jpg (51.73 KiB) Skoðað 672 sinnum

Re: Tímaritið Flugmódelárið 2022

Póstað: 26. Nóv. 2022 15:58:44
eftir arni
Til hamingju með þetta Glæsilega blað hjá þér Sverrir.Magnaðar myndir😀

Re: Tímaritið Flugmódelárið 2022

Póstað: 27. Nóv. 2022 16:55:06
eftir Eysteinn
Takk kærlega.
Virkilega vel gert tímarit í máli og myndum.