Iceland Open F3F 2023

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Iceland Open F3F 2023

Póstur eftir Sverrir »

Eftir reynsluna við halda Iceland Open F3F 2022 þá höfum við sett stefnuna á að hafa þetta reglulegan viðburð annað hvert ár, til skiptis við heimsmeistaramótið, á meðan áhugi er til staðar hjá erlendu gestunum og við höfum mannskapinn í að halda mótið.

Skráningin fyrir næsta ár opnar núna í lok nóvembermánaðar á F3XVault en hún er eingöngu fyrir útlendingana sem ætla að taka þátt. Íslenskir flugmenn þurfa ekki að skrá sig þar heldur hafa samband beint við mig og tilkynna þátttöku sína þannig. Nú eða með því að svara þessum þræði sem er best, það er líka alltof þörf á góðum aðstoðarmönnum! 2023 verður mótið haldið laugardaginn 29. apríl til mánudagsins 1. maí.

Sem fyrr verður mótið hluti af Evrópumótaröðinni og Heimsbikarmótaröð FAI og miðað við þá flugmenn sem ræddu við okkur á heimsmeistaramótinu þá er von á ansi sterku Iceland Open F3F 2023 ef allt gengur upp.

Spennandi tímar framundan!


Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Árni H
Póstar: 1585
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Iceland Open F3F 2023

Póstur eftir Árni H »

Ég hef alveg áhuga á að vera aðstoðarmaður ef ég á heimangengt þessa daga - ég hálföfunda ykkur af þessu sviff3fflugubrölti út um allar koppagrundir :)
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11419
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Iceland Open F3F 2023

Póstur eftir Sverrir »

Ekki væri það nú verra, ávallt velkominn!
Icelandic Volcano Yeti
Svara