JU 87-D Smíði og fleira.

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
artic
Póstar: 5
Skráður: 1. Apr. 2015 14:32:11

JU 87-D Smíði og fleira.

Póstur eftir artic »

MyndHeilir og sælir félagar.

Þetta er í fyrsta sinn sem ég set inn á vefinn, ég er búinn að vera hér og fylgjast með af og til frá 2015. Eftir rúmlega 40 ára hlé byrjaði ég aftur í ellinni að smíða módel úr balsa. Það hefur lengi verið draumur minn að smíða stóra útgáfu af JU 87-D Stuka byggða á teikningum frá módelframleiðandanum Guilliow sem ég setti saman fyrir nokkru.

Er skemmst frá því að segja að ég hófst handa núna í haust og hefur smíðin gengið vonum framar. (sjá meðfylgjandi myndir). Módelið er 100% stærra en upprunarlegar teikningar, (vænghaf 165cm og skrokk lengd 110cm) öll frame, rif og aðrir hlutir handskornir. Nú er svo komið að hinni eiginlegu smíði er að ljúka og bara eftir að forma nokkra hluti sem eru úr plasti og þar er mér vandi á höndum, vona ég að þið hafið hugmyndir eða upplýsingar sem gætu nýst mér til þess að leysa þá þraut.
Datt mér helst í hug að "skanna" upprunalegu plast hlutina, stækka þá 100% og "3D" prenta þá, nú veit ég bara ekki hvort það er hægt þar sem tölvu og tæknikunnáttan á þessu sviði er takmörkuð. Ég væri mjög þakklátur ef þið hafið einhverjar upplýsingar um þetta, eða aðra færa leið, annað hvort pósta þeim hérna við þráðinn eða senda í pm.

Kveðja Arctic.

[im
Engine cowling, þarf að stækka um 100%
Engine cowling, þarf að stækka um 100%
20221119_151545.jpg (164.17 KiB) Skoðað 230 sinnum
g][/img]
JU 87-D
JU 87-D
20221119_151514.jpg (475.28 KiB) Skoðað 230 sinnum
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11420
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: JU 87-D Smíði og fleira.

Póstur eftir Sverrir »

Glæsilegt!

Það er hægt að gera ótrúlegustu hluti með 3D skönnun og prentun í dag.
Sjá t.d. > viewtopic.php?t=12058

Önnur leið væri að ná sér í þétt frauðplast (XPS) eins og er notað á húsgrunna, tálga það til og slípa og steypa svo glertrefjakápu utan á.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
artic
Póstar: 5
Skráður: 1. Apr. 2015 14:32:11

Re: JU 87-D Smíði og fleira.

Póstur eftir artic »

Takk fyrir upplýsingarnar og linkinn, skoðaði þetta og er sammála, hreint ótrúlegt hvað hægt er að gera með því að skanna og síðan 3D prenta....spurning hvort einhver viti um svona þjónustu hér á landi.
Passamynd
Árni H
Póstar: 1585
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: JU 87-D Smíði og fleira.

Póstur eftir Árni H »

Þetta er áhugavert verkefni og það verður gaman að fylgjast með þessu. Þú gætir prófað að kíkja í Fablab Reykjavík og athuga hvort þeir geti hjálpað þér: https://fablab.is/starfsstodvar/reykjavik/
Passamynd
artic
Póstar: 5
Skráður: 1. Apr. 2015 14:32:11

Re: JU 87-D Smíði og fleira.

Póstur eftir artic »

Takk fyrir linkinn. Sé að þeir eru með opið hús hérna í Reykjavík á þriðjudögum, ætla að kíkja á þá og athuga hvort þetta er möguleiki, læt ykkur fylgjast með hérna.
Svara