Fyrir valinu varð teikning sem fylgdi með ágúst eintakinu af RCMW.
Skaust í Tómstundahúsið í dag og verslaði mér nokkrar spýtur sem skorti
upp á að geta hafið smíðina. Vélin er frekar einföld í sniðum.
Vængurinn er gerður úr sex og hálfri 6mm balsaplötum og ofan á það kemur
kassalaga skrokkur sem er notaður til að fela radíóbúnaðinn og festa mótorinn við.
Á eitt stykki OS .40 LA upp í hillu svo hann verður notaður til að knýja vélina áfram.
Fyrr í kvöld skaust ég svo yfir til Magga og við söguðum út krossviðspartana
sem fara í vélina og má sjá þá á myndinni hér fyrir neðan.
Þetta ætti að vera frekar fljótlegt að pússla vélinni saman þannig að við sjáum fljótlega
hvernig þetta fer allt saman.
Á myndinni eru: 2 hliðar í skrokkinn, eldveggur, servóbakki og festingar fyrir gróðurhúsið.
