SKYLARK

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Gaui
Póstar: 3645
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

SKYLARK

Póstur eftir Gaui »

DAGUR 1

Það bar til um þessar mundir að boð kom frá módelmanni á Suðurlandi að skrásetja skyldi smíði á flugmódeli. Hann sendi mér módelið sem ég átti að smíða og var það SKYLARK frá West Wings.
20230103_152939.jpg
20230103_152939.jpg (141.95 KiB) Skoðað 669 sinnum
Þegar ég opnaði kassann kom þetta í ljós:
20230103_153414.jpg
20230103_153414.jpg (136.27 KiB) Skoðað 669 sinnum
Ég hrissti af mér flensuna sem hefur böggað mig í allt of marga daga og kom mér fyrir á verkstæðinu í kjallar stórfyrirtækis á Dalvík. Til að byrja með tók ég saman alla elektrónik sem þarf í þetta módel og kom því fyrir í safnkassa. Smáhlutir í módelið geta einnig farið í þennan kassa.
IMG_8176.JPG
IMG_8176.JPG (147.53 KiB) Skoðað 669 sinnum
Allir hlutir eru út skornir, en enginn er merktur á plöturnar, svo ég þurfti að bera saman teikningu í leiðbeiningunum og brettin úr kassanum. Því miður höfðu öll vængrifin losnað úr brettinu, þannig að til að merkja þau þurfti ég að raða þeim í brettið á ný.
IMG_8175.JPG
IMG_8175.JPG (139.17 KiB) Skoðað 669 sinnum
þá var hægt að merkja.
IMG_8177.JPG
IMG_8177.JPG (149.46 KiB) Skoðað 669 sinnum
Hér eru svo öll vængrifin sem þar í báða vænghelminga. Þetta tók alveg þokkalegan tíma.
IMG_8178.JPG
IMG_8178.JPG (140.99 KiB) Skoðað 669 sinnum
Ég ákvað að byrja á stélinu. Stélkamburinn var lítill og léttur og ég raðaði honum saman með stöngum úr kassanum. Ég notaði mest gula trélímið frá Jóni V. og Tomma, en líka smá sekúndulím.
IMG_8180.JPG
IMG_8180.JPG (163.13 KiB) Skoðað 669 sinnum
Stélflöturinn var álíka auðveldur, bara smá stærri.
IMG_8182.JPG
IMG_8182.JPG (158.96 KiB) Skoðað 669 sinnum
Þetta fær að harðna til morguns og þá pússa ég þetta til og raða skrokknum saman.

gaui
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3645
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: SKYLARK

Póstur eftir Gaui »

DAGUR 2

Flensan hefur sett smá strik í smíðina og ég hef ekki haft heilsu til að fara á verkstæðið fyrr en nú. En nú skal haldið áfram.
Stélið var losað upp og pússað slétt. Nú vantar bara að forma það smávegis. Ég geri það áður en ég klæði það.
IMG_8184.JPG
IMG_8184.JPG (159.3 KiB) Skoðað 625 sinnum
Hægri skrokkhliðin er smíðuð á teikningunni, sett saman úr framstykki og 3 x 4,5mm balsa prikum. Hér er ég að setja glært límband á öll samskeyti (gleymdi auðvitað einu) svo ég geti gert vinstri hliðina alveg eins.
IMG_8189.JPG
IMG_8189.JPG (165.01 KiB) Skoðað 625 sinnum
Hér er vinstri hliðin buin til ofan á þeirri hægri.
IMG_8190.JPG
IMG_8190.JPG (159.7 KiB) Skoðað 625 sinnum
Og hérna eru hliðarnar báðar límdar, alveg eins, sem er frekar mikilvægt.
IMG_8192.JPG
IMG_8192.JPG (162.43 KiB) Skoðað 625 sinnum
Fyrstu skrokkrifin eru hér límd í hægri hliðina. Það er mikilvægt að þau séu lóðrétt á hliðina. Þegar þetta er þurrt verður vinstri hliðin límd á líka,
IMG_8193.JPG
IMG_8193.JPG (169.35 KiB) Skoðað 625 sinnum
Meira um það næst (ef ég held heilsu).
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3645
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: SKYLARK

Póstur eftir Gaui »

DAGUR 3

Skrokkurinn heldur áfram:

Vinstri hliðin er límd ofan á rammana. Vinkillinn sýnir hvort hliðarnar eru réttar eða ekki.
IMG_8197.JPG
IMG_8197.JPG (149.75 KiB) Skoðað 590 sinnum
Næst eru framrifin límd í og skrokkurinn tekinn saman að framan. Vængsætið er líka límt á sinn stað.
IMG_8198.JPG
IMG_8198.JPG (166.1 KiB) Skoðað 590 sinnum
Afturhluti skrokksins er límdur saman ofan á teikningunni til að öruggt sé að hann taki ekki á sig form banana. Þverböndin eru límd í ofan og neðan til að skrokkurinn fái rétt lag.
IMG_8199.JPG
IMG_8199.JPG (167.57 KiB) Skoðað 590 sinnum
Næst eru það hálfrifin ofan á hrygginn.
IMG_8200.JPG
IMG_8200.JPG (164.43 KiB) Skoðað 590 sinnum
Og svo langböndin á bakið.
IMG_8201.JPG
IMG_8201.JPG (165.41 KiB) Skoðað 590 sinnum
Botninn að framan er sýndur á teikningunni og skorinn út. Þá passar hann alveg sæmilega.
IMG_8204.JPG
IMG_8204.JPG (135.87 KiB) Skoðað 590 sinnum
Og hér er hann kominn báðum megin og skrokkurinn orðinn nokkuð stífur og réttur.
IMG_8206.JPG
IMG_8206.JPG (158.18 KiB) Skoðað 590 sinnum
Meira á morgun. g
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3645
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: SKYLARK

Póstur eftir Gaui »

DAGUR 4

Ýmis smá verk á skrokknum geta tekið mjög langan tíma.

Hér er ég búinn að fella 1,5mm balsa inn í afturhlutann þar sem stýriskaplarnir eiga að koma. Ég er líka búinn að merkja fyrir þeim.
IMG_8208.JPG
IMG_8208.JPG (148.86 KiB) Skoðað 567 sinnum
Og hér eru stýriskaplarnir komnir á sinn stað í skrokknum. Ég lét þá enda ofar en sýnt er á teikningunni því það getur verið afar erfitt að komast að servóum sem eru mjög djúpt ofan í skrokknum.
IMG_8210.JPG
IMG_8210.JPG (169.48 KiB) Skoðað 567 sinnum
Ég bætti við smá bút fram í nefið, sem ekki er sýndur á teikningunni. Það er vegna þess að mig langar til að prófa flugtog og til þess verður smá kapalbútur að liggja fram í nefið. Lykkja á bandi kemur í gegnum gat á hliðinni og kapallinn heldur í hana á meðan togið á sér stað.
IMG_8212.JPG
IMG_8212.JPG (142.59 KiB) Skoðað 567 sinnum
Ég athugaði líka hvort rafhlaðan kæmist fram í nefið og stækkaði gatið í rifinu fyrir hana.
IMG_8213.JPG
IMG_8213.JPG (127.84 KiB) Skoðað 567 sinnum
Það verður togkrókur neðan á skrokknum og hann skrúfast í krossviðarbút sem ég límdi í botninn. Hann verður við hliðina á skíðinu sem kemur undir botninn.
IMG_8215.JPG
IMG_8215.JPG (142.3 KiB) Skoðað 567 sinnum
Hér eru komnir bitar fyrir servóin. Það verða þrjú servó í skrokknum: hæðarstýri, hliðarstýri og sleppikrókur.
IMG_8217.JPG
IMG_8217.JPG (141.7 KiB) Skoðað 567 sinnum
Hér er ég búinn að setja balsa ofan á nefið og forma hann til.
IMG_8218.JPG
IMG_8218.JPG (129.87 KiB) Skoðað 567 sinnum
Það síðasta sem ég gerði áður en ég fór hem var að líma krossviðarform og balsakubba fyrir blá nefbroddinn á skrokknum.
IMG_8219.JPG
IMG_8219.JPG (149.56 KiB) Skoðað 567 sinnum
Meira næst.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3645
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: SKYLARK

Póstur eftir Gaui »

DAGUR 5

Í dag klárum við skrokkinn og byrjum á vængnum.

Hér er ég búinn að pússa nefið til svo það er fallega rúnnað.
IMG_8221.JPG
IMG_8221.JPG (138.57 KiB) Skoðað 547 sinnum
Flugmannsklefanum er raðað saman á skrokknum.
IMG_8223.JPG
IMG_8223.JPG (163.96 KiB) Skoðað 547 sinnum
Nú vantar bara kúpuna, sem er úr glæru plasti. Ég þarf líklega að finna einhvern flugmann til að sitja þarna.
IMG_8224.JPG
IMG_8224.JPG (136.04 KiB) Skoðað 547 sinnum
Hér er ég að byrja að raða saman hægri vængnum. Maður byrjar á því að búa til afturbrúnina. Svo leggur maður niður vængbitann og raðar rifjunum á.
IMG_8225.JPG
IMG_8225.JPG (151.58 KiB) Skoðað 547 sinnum
Rifin eru öll fræst út úr krossviði. Gallinn við það er að öll inn-horn eru rúnnuð af því fræsitönnin er rúnnuð. Þá þarf maður að nota trekanntþjöl til að laga hornin. Hér sést að ég er búinn að laga raufina fyrir neðri bitann, en sú efri er enn rúnnuð. Þetta þarf að gera við öll rifin (hellingur af þeim) og það tekur langan tíma.
IMG_8226.JPG
IMG_8226.JPG (159.33 KiB) Skoðað 547 sinnum
Hér eru hlutarnir í vænginn tilbúnir og bíða bara eftir að ég raði þeim saman.
IMG_8227.JPG
IMG_8227.JPG (133.99 KiB) Skoðað 547 sinnum
Meira seinna.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3645
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: SKYLARK

Póstur eftir Gaui »

Dagur 6

Annar vængurinn langt kominn.

Ekki mikið um að vera í dag: Ég limdi niður rifin á neðri bitann og lyfti endarifinu upp um 3mm áður en ég setti efri bitann í.
IMG_8228.JPG
IMG_8228.JPG (164.99 KiB) Skoðað 530 sinnum
Svo setti ég efri balsaklæðninguna á frambrúnina.
IMG_8232.JPG
IMG_8232.JPG (117.3 KiB) Skoðað 530 sinnum
Þetta þarf að þorna til morguns. Ég formaði líka stélið og pússaði, en mundi ekki eftir að taka myndir af því.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3645
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: SKYLARK

Póstur eftir Gaui »

Dagur 7

Hægri vængurinn nánast kláraður.

Nú gat ég límt neðra skinnið á farmbrúnina og svo pússað bæði efra og neðra skinn að rifjunum undir.
IMG_8239.JPG
IMG_8239.JPG (126.96 KiB) Skoðað 525 sinnum
Svo límdi ég listann fyrir frambrúnina framan á vænginn. Þetta þarf að fá að þorna almennileg, svo ég pússa það ekki til fyrr en á morgun.
IMG_8241.JPG
IMG_8241.JPG (162.63 KiB) Skoðað 525 sinnum
Ég límdi mjúkan 12x12mm kubb á endann og forma hann líka til á morgun.
IMG_8244.JPG
IMG_8244.JPG (146.68 KiB) Skoðað 525 sinnum
Og svo sat ég góða stund í þægilegum stól og undirbjó rifin fyrir vinstri vænginn.
IMG_8245.JPG
IMG_8245.JPG (161.97 KiB) Skoðað 525 sinnum
Meira seinna.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3645
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: SKYLARK

Póstur eftir Gaui »

DAGUR 8

Hægri vængurinn kláraður og byrjað á þeim vinstri.

Hér er ég búinn að pússa til og forma hægri vænginn. Nú á ég bara eftir að setja servó í vænginn, en við komum að því síðar.
IMG_8247.JPG
IMG_8247.JPG (120.74 KiB) Skoðað 513 sinnum
Hér er ég byrjaður á vinstri vængnum. Þetta er að öllu leiti eins og sá hægri, þannig að ég set bara inn "öðruvísi" myndir.
IMG_8249.JPG
IMG_8249.JPG (165.09 KiB) Skoðað 513 sinnum
Vængrótin með aðhallamátann og kaffibollann á sínum stöðum: tvent sem er algerlega nauðsynlegt þegar vængir eru smíðaðir.
IMG_8251.JPG
IMG_8251.JPG (166.5 KiB) Skoðað 513 sinnum
Ég veit ekki hvort það þarf svona mikið farg, en það er ekkert verra að halda vængnum niðri.
IMG_8252.JPG
IMG_8252.JPG (158.7 KiB) Skoðað 513 sinnum
Og hér er vængendinn.
IMG_8255.JPG
IMG_8255.JPG (116.79 KiB) Skoðað 513 sinnum
Meira næst.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3645
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: SKYLARK

Póstur eftir Gaui »

DAGUR 9

Þetta var fyrsta vers, nú kemur annað vers og það er alveg eins.

Þegar maður er búinn að smíða einn væng, þá verður hinn alveg eins, nema að það er á hina höndina.

Hérna er klæðningin tilbúin á vinstri vænginn.
IMG_8258.JPG
IMG_8258.JPG (150.03 KiB) Skoðað 481 sinni
Klæðningin límd á vængrótina.
IMG_8259.JPG
IMG_8259.JPG (167.25 KiB) Skoðað 481 sinni
Afturbrún á vængendanum lyft upp um 3 mm til að fá vængsnúning (washout).
IMG_8262.JPG
IMG_8262.JPG (121.5 KiB) Skoðað 481 sinni
Og frambrúnarklæðningin komin á.
IMG_8264.JPG
IMG_8264.JPG (163.27 KiB) Skoðað 481 sinni
Meira næst.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3645
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: SKYLARK

Póstur eftir Gaui »

DAGUR 10

Vængirnir límdir saman.

Síðustu skrefin á vinstri vængnum til að hann verði kominn jafnt hinum hægri: Hér er ég að snyrta til efra skinnið svo ég geti límt það neðra á sinn stað.
IMG_8266.JPG
IMG_8266.JPG (153.46 KiB) Skoðað 464 sinnum
Og svo er frambrúnin límd á.
IMG_8268.JPG
IMG_8268.JPG (129.83 KiB) Skoðað 464 sinnum
Vængendinn settur á sinn stað.
IMG_8269.JPG
IMG_8269.JPG (133.64 KiB) Skoðað 464 sinnum
Nú eru vængirnir komnir á sama ról og hér er ég að fitta aðhallabitann í vængræturnar:
IMG_8270.JPG
IMG_8270.JPG (134.3 KiB) Skoðað 464 sinnum
Og þá er ekkert annað en að lyfta öðrum vængendanum upp um 95mm eins og tilgreint er á teikningunni og sulla nóg af epoxí lími þar sem þeir snertast. Taktu eftir að ég hafði rænu á að setja plast undir svo vængirnir límdust ekki fastir við brettið.
IMG_8274.JPG
IMG_8274.JPG (165.71 KiB) Skoðað 464 sinnum
Meira síðar.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara