D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Árni H
Póstar: 1585
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstur eftir Árni H »

Þessi er að verða ansi flott hjá þér!
Passamynd
Gaui
Póstar: 3645
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstur eftir Gaui »

Takk Árni. Þú þarft að koma til Dalvíks og máta vélarhlífina!

Dagur 98

Rafhlöðurnar komnar á sinn stað. Tankurinn skorðar þær fastar og ég skrúfaði lok ofan á þær. Ef módelið er of nefþungt, þá get ég fært þær til.
20231012_111458.jpg
20231012_111458.jpg (143.33 KiB) Skoðað 356 sinnum
Soggreinin úr gerfimótornum að verða til. Þetta er venjulegt islenskt rafmagnsrör og smá díll sem fylgdi með í kittinu.
20231013_100447.jpg
20231013_100447.jpg (160.99 KiB) Skoðað 356 sinnum
Og hérna er þetta komið á, lím (vonandi) fast og búið að loka greininni að framan. Svo kemur framlenging á þetta aftur fyrir stjórnklefann.
20231013_105957.jpg
20231013_105957.jpg (134.05 KiB) Skoðað 356 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Árni H
Póstar: 1585
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstur eftir Árni H »

Díll! Það er orðið langt síðan ég hef komist í almennilega vélarhlíf! :D
Passamynd
Gaui
Póstar: 3645
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstur eftir Gaui »

Dagur 99

Ég festi vélarhlífina niður með tveim festingum fremst og einum harðviðardíl aftast. Tvær skrúfur halda svo hlífinni á.
20231016_102126.jpg
20231016_102126.jpg (149.78 KiB) Skoðað 323 sinnum
Útblástursrör liggja meðfram hliðum flugvélarinnar og göt á þeim til að hleypa útblæstrinum út. Ég gerði þetta úr rafmagnsröri og balsa.
20231016_105502.jpg
20231016_105502.jpg (154.9 KiB) Skoðað 323 sinnum
Ég á svo eftir að búa til festingar fyrir rörið. Vélarhlífin húkkast úr rörunum þegar maður tekur hana af.
20231016_111335.jpg
20231016_111335.jpg (150.78 KiB) Skoðað 323 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3645
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstur eftir Gaui »

Dagur 100

Fóðringin við flugmannsklefann er úr leðri, en ég fékk ekkert leður sem mér líkaði, svo ég náði mér í bút af gerfi leðri. Ég byrjaði á því að leggja eldsneytisslöngu á brúnina. Svo klippti ég nógu breiða ræmu og setti á hana göt og kósa.
20231017_093523.jpg
20231017_093523.jpg (149.37 KiB) Skoðað 305 sinnum
Hér er ég byrjaður að sauma fóðringuna á. Það er gert með svokölluðum söðulsaum, þar sem maður notar tvær nálar á sama þræðinum og dregur hann í gegnum sömu götin og herðir að.
20231017_102646.jpg
20231017_102646.jpg (137.67 KiB) Skoðað 305 sinnum
Þetta er heilmikið verk og mér tókst ekki að klára í dag. Þetta tekur sig samt vel út og setur heilmikinn svip á módelið.
20231017_115713.jpg
20231017_115713.jpg (134.64 KiB) Skoðað 305 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3645
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstur eftir Gaui »

Dagur 101

Ég lauk við að sauma niður fóðringuna í kringum flugmannsklefann. Þá bjó ég til festingar fyrir útblástursrörin út 0,6mm álplötu sem ég skar í 6mm ræmur. Ég vafði þeim um rörin, klippti leggina í tvennt og krækti þeim saman utan um rörið. Svo boraði ég í hina leggina og skrúfaði þá fasta á skrokkinn. Þetta hljómar flókið, en er sáraeinfalt.
20231018_110320.jpg
20231018_110320.jpg (141.57 KiB) Skoðað 289 sinnum
Ég panslaði svörtum lit á mótorhausana og útblástursrörin. Ekki slæmt og verður betra þegar ég fjarlægi límbandið.
20231018_120337.jpg
20231018_120337.jpg (127.65 KiB) Skoðað 289 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3645
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstur eftir Gaui »

Dagur 102

Framrúðan má fara í núna og ég límdi hana með þykku CA lími.
20231019_101453.jpg
20231019_101453.jpg (144.28 KiB) Skoðað 277 sinnum
Og, fyrst allt annað var komið, þá er hægt að líma flugmanninn í.
20231019_101648.jpg
20231019_101648.jpg (115.06 KiB) Skoðað 277 sinnum
Ég gerði mér ferð inn á Akureyri og fékk Jón Þór Sigurðsson á FabLab á Akureyri til að aðstoða mig við að búa til trissurnar í vængjunum og stélinu. Þær voru laser skornar úr svörtu plasti.
20231019_142021.jpg
20231019_142021.jpg (145.2 KiB) Skoðað 277 sinnum
Hér eru stykkin í trissurnar: fjórar fyrir vængina og tvær fyrir stélið.
20231019_161315.jpg
20231019_161315.jpg (127.28 KiB) Skoðað 277 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11440
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstur eftir Sverrir »

Glæsilegt!
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3645
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstur eftir Gaui »

Dagur 103

Dagurinn í dag fór í það að mála hlutana í trissurnar og skera út álramma og gler í götin á vængjum og stéli.
20231020_112604.jpg
20231020_112604.jpg (113.58 KiB) Skoðað 255 sinnum
20231020_115402.jpg
20231020_115402.jpg (145.03 KiB) Skoðað 255 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3645
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstur eftir Gaui »

Dagur 104

Ég límdi trissurnar saman svo ég gæti límt þær í hólfin fyrir þær.
20231021_110842.jpg
20231021_110842.jpg (142.03 KiB) Skoðað 245 sinnum
Ég málaði með dökkum grænum lit í trissuhólfin, svo þau væru ekki eins áberandi.
20231021_110852.jpg
20231021_110852.jpg (127.91 KiB) Skoðað 245 sinnum
Glerið var límt innan á álrammana. Ég athugaði að glerin pössuðu í trissuhólfin áður en ég límdi þau í. Þetta gler á, til dæmis, að fara í vinstri efri væng.
20231021_110906.jpg
20231021_110906.jpg (121.74 KiB) Skoðað 245 sinnum
Og þá er hægt að skrúfa rammana og glerin föst með agnarsmáum skrúfum.
20231021_112735.jpg
20231021_112735.jpg (114.49 KiB) Skoðað 245 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara