D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3645
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstur eftir Gaui »

Þegar ég kom í heimsókn til Akureyrar árið 1982 og sá Kristján Víkingsson fljúga S.E. 5a módeli hefur þessi fligvél verið mér í hjarta. Mig hefur alltaf langað til að smíða hana og nýverið fann ég 1/4 skala kit sem ég gat náð í frá B.B. Sport & Scale. Með smíðakittinu sjálfu pantaði ég alla þá aukahluti sem þeir bjóða upp á.

Fyrir nokkrum dögum kom tilkynning frá Póstinum og ég fór og sótti þennan kassa:
20230405_115157.jpg
20230405_115157.jpg (155.58 KiB) Skoðað 679 sinnum
Hann var alveg smekkfullur af fallega leysiskornum við og stórum pokum af aukahlutum. Það eina sem ég gat fundið að þessu öllu var að Vickers byssan var ekki alveg eins og hún á að vera: Það voru tvær hægri hliðar. Ég hafði samband við Richard Bristow hjá D.B. Sport & Scale og vinstri hliðin er í póstinum.
20230405_120329.jpg
20230405_120329.jpg (159.44 KiB) Skoðað 679 sinnum
Ég fór með kassann niður á verkstæði og byrjaði að skoða leiðbeiningarnar. Það fyrsta sem maður gerir er að búa til fjóra vængenda, sem hver er gerður úr þrem bútum:
20230406_193605.jpg
20230406_193605.jpg (131.71 KiB) Skoðað 679 sinnum
Næst er að búa til hallastýrin. Ég fann flesta bútana sem þarf til að setja þau saman og reyndi að raða einu þeirra saman án þess að líma. Flest passar eins og flís í rass, en stöku stykki þarf aðeins að sverfa til svo allt komi saman. Eitt kom í ljós: þetta módell er ekki fyrir byrjendur.
20230406_205303.jpg
20230406_205303.jpg (151.75 KiB) Skoðað 679 sinnum
Þá var mér ekkert að landbúnaði og límbrúsinn var notaður. Eftir góða stund var meiri hluði vinstra hallastýris saman límt. Nú er um að gera að hafa hugann við verkið og gera tvö hægri og tvö vinstri hallastýri. Það er auðvelt að ruglast
20230406_211018.jpg
20230406_211018.jpg (160.03 KiB) Skoðað 679 sinnum
Þegar ég byrja á flugmódeli þá er ég venjuleg búinn að velja mér fyrirmynd til að smíða. Það á einnig við núna: Vélin sem ég ætla að gera er B'4863, sem fllogið var af Major James T.B. McCudden í 56 Squadron Royal Flying Corps. Ekki skemmir að McCudden hafði merkinguna G á skrokkhlið og efri væng.
Se5McCudden.jpg
Se5McCudden.jpg (130.43 KiB) Skoðað 679 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3645
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstur eftir Gaui »

Ég bjó til fjögur hallastýri í morgun. Var búin með tvö vinstri og byrjaður á því þriðja þegar ég bakkaði og gerði hægra stýri. Þeð er allt of auðvelt að gera villur. Nú þarf ég bara að pússa þessi stýri og líma stýrishornin á þau. Það ákveður hvort stýrið verður uppi og hvort verður niðri.
20230407_121252.jpg
20230407_121252.jpg (155.81 KiB) Skoðað 658 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3645
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstur eftir Gaui »

Dagur 3

Ég byrjaði morguninn á að pússa eitt hallastýrið, bara til að sjá hversu lengi ég væri að því. Þgar allt er tekið saman, þá tók það mig um 20 mínútur að gera þetta eina hallastýri. Hin fylgja seinna. Ég verð að taka það fram að mér finnst ekkert leiðinlegt að pússa, sérstaklega þegar maður er með grófan hlut í höndunum og sandpappírinn gerir hann að fallegum hlut sem yndi er að horfa á og skoða. Það er líka flott að hafa leiserskorna hluti til að pússa, því þegar sótið er farið, þá er hluturinn sléttur og fínn.
20230408_125053.jpg
20230408_125053.jpg (154.41 KiB) Skoðað 645 sinnum
Næst segja leiðbeiningar að maður skuli setja saman vængina, hvern á fætur öðrum. En fyrst þarf að finna til alla hluti sem saman gera vængi. Ég tók eftir því að númerakerfið á hlutum í þessu módeli er úthugsað: allt sem hefur með skrokkinn að gera er númer hundrað og eitthvað. Vængirnir byrja á tvöhundruð og stélið er þrjúhundruð og eitthvað. Það var þá verkið að finna allt sem byrjar á 2XX. Frambrúnin, t.d. er númer 200 of flest rifin eru 211. Myndin hér fyrir neðan er það sem náði að losa í morgun. Þetta er um þriggja tím djobb og ég er ekki búinn!
20230408_125109.jpg
20230408_125109.jpg (161.75 KiB) Skoðað 645 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3645
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstur eftir Gaui »

Dagur 4

Ég hélt áfram í morgun að sortera allt sem þarf í vængina. Þar á meðal eru vængfestingarnar. Þær eru alveg einstakar: maður rennir vængnum upp á stál stöng og fjöður í vængnum heldur honum á þangað til maður ýtir á fjöðrina og vængurinn losnar. Til að þetta virki þarf að líma saman fimm krossviðarstykki, tvö sett fyrir hvern væng. Því miður passa þessi fimm stykki ekki alveg saman og maður þarf að sverfa innan úr öllum götum. Eftir langan tíma var ég búinn að koma einu setti saman:
20230410_112449.jpg
20230410_112449.jpg (119.25 KiB) Skoðað 608 sinnum
Ég nennti þessu ekki og ákvað að byrja á vængmiðjunum (það þarf hvort eð er til að gera skrokkinn). Hér er efri vængmiðjan að mestu komin saman.
20230410_121104.jpg
20230410_121104.jpg (153.24 KiB) Skoðað 608 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3645
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstur eftir Gaui »

Dagur 5

Vængfestipinnarnir eru límdir á miðjuna, en til að límið haldi eins og til er ætlast, þá er sett málaralímband þar sem það kemur.
20230412_114730.jpg
20230412_114730.jpg (119.53 KiB) Skoðað 579 sinnum
Ég límdi 0,4mm krossvið á neðra borðið á miðjunni og setti svo fullt af fargi ofaná svo hún færi ekkert á meðan límið harðnar.
20230412_123333.jpg
20230412_123333.jpg (134.95 KiB) Skoðað 579 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3645
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstur eftir Gaui »

Dagur 6

Ég byrjaði morguninn á því að tálga til vængfestingarnar og setja saman festingu númer 2. Það er mikil vinna að sverfa allt til þangað til allt passar og hægt er að líma. Bara sem dæmi, fjaðrirnar eru 13mm breiðar en bilið sem þær eiga að koma í er 12mm breitt. Svo er gat fyrir stálteininn 4mm, en teinarnir eru samkvæmt bresku málkerfi og mælast 4,1mm.
20230413_102524.jpg
20230413_102524.jpg (154.29 KiB) Skoðað 553 sinnum
Svo setti ég saman byrjunina á neðri vængmiðjunni. Það er heilmikið púsl.
20230413_122048.jpg
20230413_122048.jpg (150.24 KiB) Skoðað 553 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3645
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstur eftir Gaui »

Dagur 7

Ég er enn að dútla við vængmiðjurnar. Hér er sú neðri að skríða saman. Það er ýmislegt komið á hana: festivírarnir, sæti fyrir aftari hjólastellsvírinn og hornin sem snúa aftur og verða við hliðina á skrokkhliðinni.
20230414_104251.jpg
20230414_104251.jpg (160.82 KiB) Skoðað 535 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3645
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstur eftir Gaui »

Dagur 8

Festingin fyrir flugvírana er skrúfuð í vængmiðjuna og beygð uppávið svo hún standi upp úr klæðningunni.
20230415_092049.jpg
20230415_092049.jpg (58.19 KiB) Skoðað 518 sinnum
Hér er krossviðarklæðningin komin á að neðan. Þetta stendur út undan skrokknum, svo það þarf að vera nokkuð sæmilegt í útliti.
20230415_093203.jpg
20230415_093203.jpg (122.25 KiB) Skoðað 518 sinnum
Nú ákvað ég að setja saman stélið, fyrst það var við hliðina á vængmiðjunni á teikningunni. Ég tók langan tíma í að finna alla hluti sem eru merktir þrjú hundruð og eitthvað - og það var hellingur af þeim.
20230415_134306.jpg
20230415_134306.jpg (142.65 KiB) Skoðað 518 sinnum
Hér er stélflöturinn kominn saman (að mestu). Þetta var mikið púsluspil. Hæðarstýrin bíða næsta dags.
20230415_150648.jpg
20230415_150648.jpg (156.6 KiB) Skoðað 518 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3645
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstur eftir Gaui »

Dagur 9

Áður en ég byrjaði á hæðarstýrunum setti ég stífufestingar á stélflötinn. Þetta eru fjögur rör fyrir M3 bolta sem halda stífuvírum.
20230417_100435.jpg
20230417_100435.jpg (152.52 KiB) Skoðað 490 sinnum
Ég setti líka fyrsta skrefið í þríhyrndum glugga í stélfletinum þar sem hægt var að skoða hvort trissurnar fyrir vírana í hæðarstýrið væru í lagi. Þetta er mjög áberandi í stélinu og í rauninni ekki hægt að sleppa því.
20230417_124043.jpg
20230417_124043.jpg (138.23 KiB) Skoðað 490 sinnum
Áður en hæðarstýrin eru sett saman er gott að taka úr frambrúninni fyrir stjórntækin. Það er ekki hægt að hafa stýringuna í skala vegna þess að hornin eru úti fyrir miðju stýrinu. Þess vegna ákvað ég að setja kerfið sem fylgir og (kanski) setja óvirk horn á stélið.
20230417_101637.jpg
20230417_101637.jpg (156.15 KiB) Skoðað 490 sinnum
Og þá er loks hægt að líma stýrin saman.
20230417_103826.jpg
20230417_103826.jpg (125.17 KiB) Skoðað 490 sinnum
Hér er allt stélið saman límt og pússað. Ég settti fylliefni þar sem það þurfti og pússa það niður á morgun. Eftir það er stélið tilbúið.
20230417_124023.jpg
20230417_124023.jpg (141.19 KiB) Skoðað 490 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3645
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstur eftir Gaui »

Dagur 10

Þá er stélflöturinn tilbúinn og ég er búinn að pússa hann fínan. Nú vantar bara dúk á hann. Þá er að skoða stélflötinn og hliðarstýrið. Þau eru alveg tvöföld, þ.e. það þarf að samlíma 5mm balsa fyrir hvert stykki. Dálítið þykkt, en sterkt.
20230418_104149.jpg
20230418_104149.jpg (127.29 KiB) Skoðað 470 sinnum
Hér eru stélkambur, hliðarstýri og kviðuggar allir tibúnir. Þetta þarf að fá að harðna almennilega og svo pússa ég það á morgun.
20230418_110810.jpg
20230418_110810.jpg (140.72 KiB) Skoðað 470 sinnum
Þá eru það vængirnir. Ég byrjaði á efri hægri væng. Ég negldi frambrúnina á sinn stað og notaði eitt rif til að staðsetja bita og afturbrún. Það eru ýmsar samsetningar sem maður þarf að passa að eru fyrir hægri og vinstri væng,
20230418_121221.jpg
20230418_121221.jpg (154.84 KiB) Skoðað 470 sinnum
Og svo límdi ég niður fyrstu rifin. Þetta eru rifin þar sem vængstífurnar koma, svo það er heilmikið system til að halda þeim á sínum stað.
20230418_121228.jpg
20230418_121228.jpg (134.73 KiB) Skoðað 470 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara