Síða 10 af 12

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstað: 23. Sep. 2023 13:27:38
eftir Gaui
Dagur 89

Ég velti mikið og lengi fyrir mér hvar ég gæti staðsett rofana tvo sem þurfa að vera á þessu módeli. Að endingu setti ég smá brú inn í skrokkinn innan við úrskurðinn á milli neðri vængjanna. Þannig verður hægt að kommast að rofunum á milli hjólanna, en þeir munu aldrei sjást.
20230923_103007.jpg
20230923_103007.jpg (149.77 KiB) Skoðað 460 sinnum
Ég setti stöng úr servóinu í hallastýrið. Því miður er festingin rauð, en þar sem þessi aðferð er mjög styrk og góð, þá ætla ég að sætta mig við það. Hugsanlega mála ég þetta svart.
20230923_121015.jpg
20230923_121015.jpg (142.09 KiB) Skoðað 460 sinnum
8-)

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstað: 25. Sep. 2023 12:56:25
eftir Gaui
Dagur 90

Ég setti alla vængi á í fyrsta sinn. Það var auðveldara en ég bjóst við. Módelið er líka ekkert ofsalega stórt. Mér datt í hug að setja hreyfilinn þar sem hann á að vera og svo athugaði ég hvar vélin ballanseraði. Það er nánast á réttum stað. :D
20230925_095556.jpg
20230925_095556.jpg (146.9 KiB) Skoðað 437 sinnum
Byrjaði að setja vængvírana á. Það er heilmikið verk og ég er rétt hálfnaður.
20230925_120034.jpg
20230925_120034.jpg (152.14 KiB) Skoðað 437 sinnum
8-)

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstað: 26. Sep. 2023 14:07:28
eftir Gaui
Dagur 91

Þá eru vængirnir víraðir, nema nokkrir spottar í skrokkstífurnar. Ég er að velta fyrir mér að setja herpihólka upp á þessi samskeyti til að gera þau minna áberandi.
20230926_101932.jpg
20230926_101932.jpg (143.74 KiB) Skoðað 423 sinnum
Og fyrst vængirnir eru núna fastir, þá er hægt að tengja hallastýrin saman með stöngunum sem fylgja.
20230926_110502.jpg
20230926_110502.jpg (147.03 KiB) Skoðað 423 sinnum
Í kittinu fylgja festingar fyrir vírana í stélið, en þeir ganga ekki upp, svo ég er í miðju verki að búa til nýjar úr kopar. Ég þarf að búa til 16 stykki.
20230926_120637.jpg
20230926_120637.jpg (145.89 KiB) Skoðað 423 sinnum
8-)

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstað: 26. Sep. 2023 15:32:45
eftir Sverrir
Flott!

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstað: 27. Sep. 2023 12:49:19
eftir Gaui
Dagur 92

Sat við og bjó til festingar fyrir vírana sem halda stélinu saman. Þetta verður verulega flott þegar allt er komið.
20230927_104326.jpg
20230927_104326.jpg (114.95 KiB) Skoðað 409 sinnum
Mér datt í hug að setja herpihólka upp á vírana til að gera þetta aðeins sléttara. Virðist virka vel.
20230927_105832.jpg
20230927_105832.jpg (127.24 KiB) Skoðað 409 sinnum
8-)

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstað: 28. Sep. 2023 12:51:25
eftir Gaui
Dagur 93

Frekar lítið gert í dag. Vírarnir úr skrokkstífunum niður í skrokkinn tóku all langan tíma, en líta vel út.
20230928_111344.jpg
20230928_111344.jpg (150.21 KiB) Skoðað 389 sinnum
Neðan í vængstífunum eru krókar sem ég var ekki búinn að festa almennilega, en þar sem öll stög eru komin, þá er tækifæri til að ganga frá þeim. Ég límdi krókana upp í stífurnar með epoxý lími. Límbandið er þarna til að varna því að límið leki niður á vænginn.
20230928_111358.jpg
20230928_111358.jpg (139.97 KiB) Skoðað 389 sinnum
8-)

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstað: 29. Sep. 2023 13:23:24
eftir Gaui
Dagur 94

Ég setti tankinn í endanlega í og festi slöngur á eldvegginn til að fylla og yfirfall. Þær ná niður fyrir botn vélarinnar.
20230929_102313.jpg
20230929_102313.jpg (150.52 KiB) Skoðað 374 sinnum
Kveikjuboxið og tvær rafhlöður.
20230929_122730.jpg
20230929_122730.jpg (159.95 KiB) Skoðað 374 sinnum
8-)

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstað: 3. Okt. 2023 13:22:14
eftir Gaui
Dagur 95

Festingar vængvíranna voru smá óáasjálegar, svo mér datt í hug að renna herpihólkum upp á þær og blása þá svo með hitablásara. Þetta er mun skárra.
20231002_092418.jpg
20231002_092418.jpg (132.77 KiB) Skoðað 337 sinnum
Ég treysti ekki alveg vængfestingum á neðri vængmiðju, svo ég útbjó koparplötur sem fara undir festiskrúfurnar, yfir hjólastellið í vængmiðjunni og skrúfast svo niður hinum megin við það. Mun traustara, sérstaklega að aftan, þar sem það eina sem hélt stellinu var 0,6 mm krossviður.
20231003_091854.jpg
20231003_091854.jpg (138.92 KiB) Skoðað 337 sinnum
Föndraði saman glugga fyrir flugmanninn.
20231003_105450.jpg
20231003_105450.jpg (125.21 KiB) Skoðað 337 sinnum
8-)

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstað: 5. Okt. 2023 12:32:46
eftir Gaui
Dagur 96

Ég setti Vickers byssuna á sinn stað, setti nokkra balsakubba í kringum hana og límdi allt niður með silikon lími.
20231005_090000.jpg
20231005_090000.jpg (152.83 KiB) Skoðað 314 sinnum
Og hér er svo virki hlutinn á byssunni.
20231005_091314.jpg
20231005_091314.jpg (141.73 KiB) Skoðað 314 sinnum
Flugmaðurinn var aðeins of stuttur í annan endann, svo ég límdi balsakubb undir hann til að hann nái nógu hátt upp.
20231005_095227.jpg
20231005_095227.jpg (137.71 KiB) Skoðað 314 sinnum
Og hér er mælaborðið komið í og flugmaðurinn mátaður á sinn stað (ég er ekki búinn að líma hann).
20231005_111652.jpg
20231005_111652.jpg (150.97 KiB) Skoðað 314 sinnum
Hann virðist geta nýtt sér vopnið.
20231005_111728.jpg
20231005_111728.jpg (141.01 KiB) Skoðað 314 sinnum
8-)

Re: D.B. Sport & Scale S.E. 5a

Póstað: 10. Okt. 2023 11:46:47
eftir Gaui
Dagur 97

Ég keypti nokkur flísteppi fyrir slikk í Rúmf...JYSK. Silla tók að sér að sauma poka fyrir vængina.
20231009_144452.jpg
20231009_144452.jpg (161.4 KiB) Skoðað 272 sinnum
Ég lauk við að binda upp stélið. Ég fékk loksins fittings frá Modelfixings í Englandi og kláraði með því stögin sem halda stélinu. Það verður ekki langt þangað til þetta módel verður flughæft.
20231010_101505.jpg
20231010_101505.jpg (131.8 KiB) Skoðað 272 sinnum
8-)