Iceland Open F3F 2023 var á dagskrá dagana 29. apríl til og með 1. maí en að þessu sinni mættu 18 keppendur til leiks, 5 frá Bretlandi, 3 frá Danmörku, 3 frá Íslandi, 3 frá Þýskalandi, 2 frá Taívan, 1 frá Japan og 1 frá Sviss. Ansi alþjóðlegt mót það og margir sem nýttu tækifærið til að ferðast um Ísland, bæði fyrir og eftir mótið, með og án maka.
Laugardagurinn byrjaði bjartur og fagur með bláum skýjum en hitastiginu ansi nálægt frostmarki, þátttakendur voru boðaðir á bílastæði upp á Dvergshöfða þar sem ekki var útséð með hvaða brekka yrði fyrir valinu kvöldinu áður. Þangað mættu menn stundvíslega kl. 8:30 og þar var mótið formlega sett og keppendur fengu afhenta poka með keppnisnúmeri, yfirliti yfir 20 umferðir, merki mótsins og smá íslensku góðgæti. Línur höfðu einnig skýrst með vindinn og blés hann beint á brekkuna í Helgafelli svo þangað var skundað í langri halarófu.
Eftir að hafa labbað upp Helgafellið og sett upp keppnisbrautina, sem samanstendur af miðju þaðan sem þátttakendur fljúga milli tveggja hliða sem staðsett eru 50 metra frá á hvora hönd, samtals 100 metra braut sem flogin er 10 leggi á sem styðstum tíma í hverri umferð, þá hófst fyrsta umferð um hálf ellefu. Við lentum í smá vandræðum í byrjun þar sem tengið fyrir hljóðnemasnúruna í keppnistölvunni var orðið slappt en eftir að hafa fundið vandamálið þá var hægt að vinna framhjá því þannig að það olli ekki alltof miklum vandamálum það sem eftir lifði dags.
Vegna þess tók smá tíma að klára fyrstu umferðina með endurflugum en seinni umferðir gengu mun hraðar fyrir sig. Á milli umferða var tekið 5 mínútna hlé og eftir fjórar umferðir, en þar með varð mótið löglegt, þá var tekið hálftíma hlé en að því loknu var aftur tekið til við flug og náðust þrjár umferðir til viðbótar en samkvæmt dagskrá mótsins voru engar nýjar umferðir flognar eftir kl. 17. Tvö flug voru undir 40 sekúndum en besta tíma dagsins 38.41s, og mótsins eins og síðar kom í ljós, átti Andy Burgoyne í þriðju umferð. Kvöldið var svo notað í viðgerðir á tenginu fyrir hljóðnemann.
Dagur 1 | Dagur 2 | Dagur 3
Helgafell - 29.apríl 2023 - Iceland Open F3F 2023 - Dagur 1
Helgafell - 29.apríl 2023 - Iceland Open F3F 2023 - Dagur 1
- Viðhengi
-
- IMG_4522.JPG (90.17 KiB) Skoðað 254 sinnum
-
- IMG_4526.JPG (320.32 KiB) Skoðað 254 sinnum
-
- IMG_4528.JPG (377.26 KiB) Skoðað 254 sinnum
-
- IMG_4529.JPG (300.24 KiB) Skoðað 254 sinnum
-
- IMG_4530.JPG (266.97 KiB) Skoðað 254 sinnum
-
- IMG_4531.JPG (306.32 KiB) Skoðað 254 sinnum
-
- IMG_4533.JPG (261.36 KiB) Skoðað 254 sinnum
-
- IMG_4534.JPG (246.05 KiB) Skoðað 254 sinnum
-
- IMG_4537.JPG (306.22 KiB) Skoðað 254 sinnum
-
- IMG_4539.JPG (293.42 KiB) Skoðað 254 sinnum
-
- IMG_4540.JPG (241.43 KiB) Skoðað 254 sinnum
-
- IMG_4541.JPG (320.97 KiB) Skoðað 254 sinnum
-
- IMG_4542.JPG (413.16 KiB) Skoðað 254 sinnum
-
- IMG_4543.JPG (333.43 KiB) Skoðað 254 sinnum
-
- IMG_4544.JPG (250.44 KiB) Skoðað 254 sinnum
-
- IMG_4545.JPG (259.64 KiB) Skoðað 254 sinnum
-
- IMG_4547.JPG (253.15 KiB) Skoðað 254 sinnum
-
- IMG_4548.JPG (238.22 KiB) Skoðað 254 sinnum
-
- IMG_4549.JPG (471.9 KiB) Skoðað 254 sinnum
-
- IMG_4551.JPG (245.01 KiB) Skoðað 254 sinnum
-
- IMG_4553.JPG (257.75 KiB) Skoðað 254 sinnum
-
- IMG_4556.JPG (279.05 KiB) Skoðað 254 sinnum
-
- IMG_4560.JPG (421.3 KiB) Skoðað 254 sinnum
-
- IMG_4563.JPG (248.21 KiB) Skoðað 254 sinnum
-
- IMG_4564.JPG (249.61 KiB) Skoðað 254 sinnum
-
- Staðan eftir 7 umferðir
- stadan_eftir_7umferdir.jpg (166.54 KiB) Skoðað 254 sinnum
Icelandic Volcano Yeti