Smástund - 12. júní 2023
Póstað: 13. Jún. 2023 23:19:34
Fyrsti flughittingur sumarsins í Fugmódelklúbbnum Smástund á Eyrarbakkaflugvelli var s.l. mánudagskvöld. Völlurinn var góður, sólin skein en hafáttin var nokkuð hvöss. Þrátt fyrir 7 – 8 m/s var skellt í nokkur flug.