Síða 1 af 2
Re: Flugsýning Flugmálafélagsins - Hvar er módelflugið?
Póstað: 19. Maí. 2008 07:08:38
eftir Agust
Á vefsíðu Flugmálafélagsins
http://www.flugmal.is/ er fjallað um "flugviku" félagsins. Hér á árum áður voru flugmódelmenn mjög sýnilegir. Eitt sinn var Flugskýli 1 yfirfullt af módelum og þáverandi heimsmeistari í módelflugi, Hanno Prettner, sýndi listir sínar. Nú finnst mér lítið fyrir okkur fara. Við höfum oft átt mann í stjórn FMÍ, en hvernig er það núna?
Re: Flugsýning Flugmálafélagsins - Hvar er módelflugið?
Póstað: 19. Maí. 2008 07:18:52
eftir Þórir T
Ég var amk beðinn um að benda á þyrluflugmenn sem gætu flogið niðri í miðbæ í tilefni af þessu, sem og ég gerði.. veit ekki meir...
Re: Flugsýning Flugmálafélagsins - Hvar er módelflugið?
Póstað: 23. Maí. 2008 16:49:51
eftir ErlingJ
það stendur að það eigi að fljúga módeli á sýninguni á laugardaginn . veit einhver hver á að fljúga og hverju?
Re: Flugsýning Flugmálafélagsins - Hvar er módelflugið?
Póstað: 23. Maí. 2008 18:20:12
eftir Björn G Leifsson
Jón V. Pétursson hefur tekið að sér að fljúga eftir því sme ég best veit, og Benni og etv. einhverjir fleiri voru að athuga með þyrludæmið.
Re: Flugsýning Flugmálafélagsins - Hvar er módelflugið?
Póstað: 23. Maí. 2008 20:52:32
eftir einarak
[quote=Björn G Leifsson]Jón V. Pétursson hefur tekið að sér að fljúga eftir því sme ég best veit, og Benni og etv. einhverjir fleiri voru að athuga með þyrludæmið.[/quote]
Afhverju er ekki Hjörtur fenginn til að sýna listir? hmmm
Re: Flugsýning Flugmálafélagsins - Hvar er módelflugið?
Póstað: 23. Maí. 2008 23:08:44
eftir gudniv
Tek undir með dellukarlinum.......
Re: Flugsýning Flugmálafélagsins - Hvar er módelflugið?
Póstað: 23. Maí. 2008 23:10:41
eftir Björn G Leifsson
Hjörtur var að standa upp úr fullt af stúdentsprófum og ekki búinn að koma Yak-inum í lag (reyndar var hann að finna prop á hann áðan) og ekkert búinn að fljúga honum undanfarið og .... svo hann baðst undan.
Re: Flugsýning Flugmálafélagsins - Hvar er módelflugið?
Póstað: 23. Maí. 2008 23:32:47
eftir Þórir T
Skynsamur drengur greinilega.... sýnir okkur enn og aftur að ef menn eru ekki "í stuði" þá er betra að sleppa því að fljúga...
Re: Flugsýning Flugmálafélagsins - Hvar er módelflugið?
Póstað: 24. Maí. 2008 10:22:33
eftir Agust
Í sambandi við svona flugsýningar vaknar alltaf spurningin um tryggingar. Ég man ekki hvernig skilmálarnir eru. Veit það einhver?
Re: Flugsýning Flugmálafélagsins - Hvar er módelflugið?
Póstað: 24. Maí. 2008 10:30:41
eftir Sverrir
Þú færð ekki leyfi til að halda flugsýningu nema vera með tryggingarnar í lagi, þær dekka módelmenn eins og aðra þátttakendur