Síða 1 af 1

Re: Bylgjuplast, hvar fæ ég það?

Póstað: 6. Ágú. 2005 09:06:23
eftir Agust
Sælir

Ég er enn að nota pappakassann sem fylgdi Fun-Time svifflugunni sem ég eignaðist fyrir æði mörgum árum til að geyma módelið og flytja milli staða. Kassinn er orðinn nokkuð lúinn.

Einhvern tíman hef ég séð heimasmíðaðan kassa úr bylgjuplasti, sem líkist bylgjupappa, en er miklu sterkara.
Nú er það spurningin: Hvar fæ ég svona bylgjuplast? Hefur einhver notað svona plast til að smíða utan um módel?

Ágúst

Re: Bylgjuplast, hvar fæ ég það?

Póstað: 7. Ágú. 2005 23:32:11
eftir Björn G Leifsson
Ég er búinn að gera all-ítarlega leit að ýmsum plast og frauðplötutegundum, þar á meðal þessu plasti sem þú ert að tala um. Ég held það sé yfirleitt kallað Coroplast eftir þekktasta framleiðandanumsem er með vefsíðu hér

SPAD (Simple Plastic Airplane Design) virðist talsvert vinsæl flugmódelsmíðagrein og þeir nota einmitt coroplast mikið. Hér er umræðusvæði rcuniverse um SPAD/Coroplast

US Aircore (rétt nafn?) er mörgum þekktur trainer búinn til úr svona plasti.
Að lokum tók ég eftir því að IKEA er með ýmis húsgögn núna þar sem svona "bylgjuplast" er notað.

Ég hef ekki enn fundið neina almennilega uppsprettu fyrir svona plast (ekki heldur frauðplastplötur) hér á landi, nema þá að ýmsar málmplötur koma með svona plasti sem verndandi umbúðir en þá oftast beyglað og skemmt.

Ein vanaleg notkun á þessu plasti er í skiltagerð og ég á eftir að kanna hvort eitthvert fyrirtæki í þeim bransa er með svona coroplast "á lager"

Ef einhver finnur uppsprettu fyrir svona plast og líka Depron eða svipaðar frauðplast-plötur þá er ég æstur að komast að þeirri jötu.

Kveðja
Björn

Re: Bylgjuplast, hvar fæ ég það?

Póstað: 8. Ágú. 2005 00:45:51
eftir Sverrir
U.S. AirCore, „skemmtilegasti“ trainerinn ;)