Tungubakkar - 19.ágúst 2023 - Stórskalaflugkoma
Póstað: 19. Ágú. 2023 21:35:21
Þá var komið að hinni árlegu Stórskalaflugkomu en þetta var í 38. skiptið sem hún er haldin en sú fyrsta var haldin á Sandskeiði árið 1985. Veðrið var fínt í dag og bætti í sólina eftir því sem leið á daginn og var blíðan nýtt í alls konar flug og skemmtilegheit.
Sú vél sem vakti án efa mesta athygli, að öðrum ólöstuðum, var Loftleiða Stinson-in, TF-RVB, sem Bjarni er búinn að vera að vinna í síðustu árin og styttist óðum í frumflugið á henni. Fær hún sér myndapóst hér neðar á síðunni.
Sú vél sem vakti án efa mesta athygli, að öðrum ólöstuðum, var Loftleiða Stinson-in, TF-RVB, sem Bjarni er búinn að vera að vinna í síðustu árin og styttist óðum í frumflugið á henni. Fær hún sér myndapóst hér neðar á síðunni.