Flugmódelfélagið Þytur . . .

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Flugmódelfélagið Þytur . . .

Póstur eftir Agust »

Sælir flugmódelmenn.

Þann 1. júlí síðastliðinn greiddi ég árgjald Þyts. Ég fékk ekki kvittun, og ekki aðgangslykil að Hamranesflugvelli. Ekki hef ég fengið fréttir af mótum eða uppákomum aðrar en þær sem ég hef rekist á með því að heimsækja Fréttavefinn, en það er nokkuð tilviljanakennt. Flugmódelsumarið hefur því alveg farið fram hjá mér.

Ég hef stundum heimsótt vefsíðu Þyts https://thytur.is/, en hún virðist ekki hafa verið uppfærð lengi.

Nú þegar sumarið er nánast liðið finnst mér ég hafa farið á mis við eitthvað. Var það kannski ekki neitt sem ég missti af?

Með góðri kveðju,
Ágúst
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Flugmódelfélagið Þytur . . .

Póstur eftir Böðvar »

Sæll minn kræri sakna að hafa ekki séð þig lengi sama staðan hjá mér félagi.

Á aðalfundi Þyts í fyrra var samþykkt að rukka aldraða Æfifélaga þyts um félagsgjald og allt í lagi með það,

Og það stóð ekki á því að rukka mig fyrrum æfifélaga um félagsgjaldið, nokkrum vikum eftir aðalfundinn fékk ég rukkun á heimabankann minn um félagsgjaldið sem ég greiddi með gleði strax.

En enga fékk ég kvittun eða lykla frekar en þú Ágúst minn. Nema hvaðað ég fékk rukkun um félagsgjald sent í pósti um haustið sem ég greiddi ekki. Staðan núna 2023 að ég er að bíða eftir seinni rukkun í póstkassan minn.
lulli
Póstar: 1251
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Flugmódelfélagið Þytur . . .

Póstur eftir lulli »

Kæru mikilmætu félagar Ágúst og Böðvar. Þið hafið báðir lagt dágóð lóð í þágu flugmódelfélagsins og ég ímynda mér að það sé hálf tómlegt fyrir ykkur að bera saman tíman nú og þá.
Nú þegar fjöldi félagsmanna slefar í 30 og 3 - 7 sjást virkir að fljúga. Eða fyrir 17 árum þegar hópurinn var 85 og 30-40 virkir flugmenn. Ég sakna þessa tíma líka reyndar

Frá því ég byrjað áriði 2006 í klúbbnum hefur fréttavefurinn verið AÐAL Ég hef sótt allan þann fróðleik um okkar málefni, mótaskrár, niðurstöður móta frásagnir myndir og í rauninni allt sem þarf til að fylgjast með.
Það er möo enginn að ,,senda mér neitt" en af einskærum áhuga hefur það tekist bærilega að fylgjast með og satt aö segja skiftir þyt-vefsíðan engu máli í stóru myndinni hvað það varðar en mun frekar þá sem samatekt og gagnagrunnur.
ALMENNT; Að draga eða vera dreginn : Verður svona klúbbur til eftir 10ár ef enginn vill draga en allir vera dregnir , það er spurningin.
Mig langar að þakka ykkur (og þið vitið hverjir þið eruð) fyrir dugnaðinn við að pósta peppa og hreinlega halda lífi í þesum litla félagsskap því lífleysið er þreytandi til lengdar ef enginn kommentar ,spáir og spegúlerar ,flýgur og póstar myndum eða frásögn af vallarferðum.

MESSENGER;
Viti menn.....fleiri verkfæri í kistuna.
Það er enn smá líf, og gleðifréttirnar eru þær að þeir virkustu hafa nú komið sér upp kallkerfi á messenger sem virkar
frábærlega í að espa virka félaga til vallaferða.

Að lokum;
Það er glatað og beinlínis letjandi til að fljúga og ég skil það mæta vel að þið séuð spældir að fá ekki skírteinin sín send eftir greiðslu félagsgjalds Ágúst og Böðvar og fleiri sem haft hafa samband við mig ,ritaran
En ATH. þessi þáttur hefur ekkert með ritara félagsins að gera enda hef ég ekki aðgang að gögnum um greidda félaga.

Hver svo sem ástæðan er ,þá vonandi verður það fært í fyrra horf því þetta er ekki að virka svona.
..Sá þáttur málsins á forræði gjaldkera og ákvörðun/samþykkt aðalfundar.

Með góðri kveðju og von um góða þáttöku á næsta aðalfundi , því þar og hvergi annarsstaða getur lýðræði félagsins virkjast.
Kveðja ritari
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Svara