Jerry Bates 1/4 scale Cessna 172 Skyhawk
Póstað: 27. Nóv. 2023 14:14:17
-- Úr grein eftir Kristján Má Unnarsson --
Flugvélar af gerðinni Cessna 172 Skyhawk skipa einstakan sess í flugsögunni. Tegundin er mest framleidda flugvél heims og því telja margir að hún geti með réttu borið titilinn vinsælasta flugvél sögunnar.
Allt frá því hún flaug fyrst árið 1955 hafa yfir 44 þúsund eintök verið smíðuð. 68 árum síðar er flugvélin enn í framleiðslu, en hlé var þó gert á smíði hennar um tíma.
Sú Cessna 172, sem telja má þekktasta hérlendis er án efa Frúin hans Ómars Ragnarssonar, TF-FRU. Ómar nýtti hana um áratugaskeið til að færa áhorfendum ógleymanlegt sjónvarpsefni heim í stofu.
Cessna 172 er einnig algengasta flugvél íslenska flugflotans og hefur svo verið í áratugi. Um fjörutíu eintök eru núna á íslensku loftfaraskránni.
Vinsældir hennar má einkum rekja til þess hversu einfalt er að fljúga henni og auðvelt að læra á hana. Hún þykir jafnframt áreiðanleg og traust og slysatíðni hennar er sú lægsta í einkaflugi.
„Það er svo auðvelt að fljúga henni. Svo er hún svo hrekklaus,“ segir Ómar. „Eftir að hafa flogið henni þúsundir tíma finnst þér að vængirnir á henni hafi vaxið út úr þér. Flugmaður og flugvél verða eitt.“
Ómar segir flugvélina þó ekki skara fram úr á neinu sviði. Hún klifri ekki mest og sé ekki hraðfleyg. En þegar allir eiginleikar hennar leggist saman verði útkoman ein besta einkaflugvél sögunnar.
(Kristján Már Unnarsson, visir.is 7. febrúar 2022)
Eins undarlegt og það virðist vera, þá eru ekki mörg módel til af þessari flugvél. Aðrar kennslu- og einkaflugvélar eru mun algengari, til að mynda Piper Cub, en Cessnan hefur fengið að sitja á hakanum.
Ég var að leita að módeli til að smíða og fann þá að Jerry Bates hafði nýlega hannað og teiknað Cessna 172 Skyhawk. Ég náði mér í eintak af þessari teikningu frá Fighteraces í Englandi og, eftir að hafa skoðað hana vandlega í nokkra daga, þá hafði ég samband við SLEC í Englandi (þeir höfðu nýlega eignast Belair Kits) og pantaði eitt short-kit og auka balsapakka.
Það tók um mánuð að skera út kittið og taka til auka balsann, og í dag fékk ég tilkynningu um að nú væri pakkinn kominn til Dalvíkur.
Ég losaði allt úr pakkningunni og sorteraði útskornu partana frá aukabalsanum.
Svo byrjaði ég að losa útskurðinn úr brettunum og safna saman þeim hlutum sem eiga saman. Þetta er sérlega vel út skorið, lítið sót á viðnum og allt skorið í gegn, meira að segja 6mm krossviðurinn.
Meira síðar
Flugvélar af gerðinni Cessna 172 Skyhawk skipa einstakan sess í flugsögunni. Tegundin er mest framleidda flugvél heims og því telja margir að hún geti með réttu borið titilinn vinsælasta flugvél sögunnar.
Allt frá því hún flaug fyrst árið 1955 hafa yfir 44 þúsund eintök verið smíðuð. 68 árum síðar er flugvélin enn í framleiðslu, en hlé var þó gert á smíði hennar um tíma.
Sú Cessna 172, sem telja má þekktasta hérlendis er án efa Frúin hans Ómars Ragnarssonar, TF-FRU. Ómar nýtti hana um áratugaskeið til að færa áhorfendum ógleymanlegt sjónvarpsefni heim í stofu.
Cessna 172 er einnig algengasta flugvél íslenska flugflotans og hefur svo verið í áratugi. Um fjörutíu eintök eru núna á íslensku loftfaraskránni.
Vinsældir hennar má einkum rekja til þess hversu einfalt er að fljúga henni og auðvelt að læra á hana. Hún þykir jafnframt áreiðanleg og traust og slysatíðni hennar er sú lægsta í einkaflugi.
„Það er svo auðvelt að fljúga henni. Svo er hún svo hrekklaus,“ segir Ómar. „Eftir að hafa flogið henni þúsundir tíma finnst þér að vængirnir á henni hafi vaxið út úr þér. Flugmaður og flugvél verða eitt.“
Ómar segir flugvélina þó ekki skara fram úr á neinu sviði. Hún klifri ekki mest og sé ekki hraðfleyg. En þegar allir eiginleikar hennar leggist saman verði útkoman ein besta einkaflugvél sögunnar.
(Kristján Már Unnarsson, visir.is 7. febrúar 2022)
Eins undarlegt og það virðist vera, þá eru ekki mörg módel til af þessari flugvél. Aðrar kennslu- og einkaflugvélar eru mun algengari, til að mynda Piper Cub, en Cessnan hefur fengið að sitja á hakanum.
Ég var að leita að módeli til að smíða og fann þá að Jerry Bates hafði nýlega hannað og teiknað Cessna 172 Skyhawk. Ég náði mér í eintak af þessari teikningu frá Fighteraces í Englandi og, eftir að hafa skoðað hana vandlega í nokkra daga, þá hafði ég samband við SLEC í Englandi (þeir höfðu nýlega eignast Belair Kits) og pantaði eitt short-kit og auka balsapakka.
Það tók um mánuð að skera út kittið og taka til auka balsann, og í dag fékk ég tilkynningu um að nú væri pakkinn kominn til Dalvíkur.
Ég losaði allt úr pakkningunni og sorteraði útskornu partana frá aukabalsanum.
Svo byrjaði ég að losa útskurðinn úr brettunum og safna saman þeim hlutum sem eiga saman. Þetta er sérlega vel út skorið, lítið sót á viðnum og allt skorið í gegn, meira að segja 6mm krossviðurinn.
Meira síðar