Síða 1 af 2

Re: Videovél um borð

Póstað: 6. Jún. 2008 22:31:54
eftir maggikri
Góða kvöldið. Æddi út á völl í kvöld til að prófa nýja onboard "Aircore""videobúnaðinn. Virkar mjög vel. Góð gæði en videovélin varð rafmagnslaus. Flugvélin var nokkuð þung og mikill vindur ofg sviptingar hentu vélinni til og frá. Hérna er video af þessu tilraunaflugi http://www.youtube.com/watch?v=Q2PuQHw4jM4

kv
MK
Mynd
Mynd

Re: Videovél um borð

Póstað: 6. Jún. 2008 22:36:16
eftir Guðjón
HA HA HA svoldið sniðugt en hvað hefðiru til dæmis gert ef þú hefðir krassað vélinni.
Nei nei þetta er ógeðslega töff

Re: Videovél um borð

Póstað: 7. Jún. 2008 00:54:35
eftir Ingþór
þetta er aircore, þær krassast ekki... ;)

Re: Videovél um borð

Póstað: 7. Jún. 2008 05:35:23
eftir maggikri
[quote=fluggaur]HA HA HA svoldið sniðugt en hvað hefðiru til dæmis gert ef þú hefðir brotlent vélinni.
Nei nei þetta er ógeðslega töff[/quote]
Ég hefði þá bara krassað henni, en eins og Ingþór segir þá krassa Aircorevélar ekki. Nei Aircorevélar krassa líka. Þær þola betur krass en aðrarvélar t.d vélar sem eru úr balsa.

Re: Videovél um borð

Póstað: 7. Jún. 2008 08:15:12
eftir Ólafur
Þetta er magnað hjá þér Maggi.
Hefði viljað sjá einn góðan lowpass þarna.

Kv
Lalli

Re: Videovél um borð

Póstað: 7. Jún. 2008 09:36:47
eftir maggikri
[quote=Ólafur]Þetta er magnað hjá þér Maggi.
Hefði viljað sjá einn góðan lowpass þarna.

Kv
Lalli[/quote]
Já Lalli minn, takk fyrir það. Seinna flugið var stillt inn á lowpass yfir brautunum og yfirlitsmyndum af flugvellinum en þá varð videovélin rafmagnslaus. Ég var búinn að vanda mig mikið við að reyna að ná góðum myndum, í þessum vindi og sviptingum og vélin lætur ekki eins vel af stjórn með videovél á bakinu. Öll svörun á hallastýrum verða mikið þyngri og þá verðum við að nota rudderinn mikið. Svo er maður hræddur við að vera með dýra videovél sem er dýrari en flugvélin. Ég ætla nú samt að prófa þetta aftur og reyna að ná góðum myndum af flugvellinum og næsta nágreni og nota Aircore i það verkefni. Það þarf að fljúga hratt til að missa ekki hæð. Gæðin á þessu eru mjög góð hjá mér úr videovélinni, en mér finnst þau ekki skila sér eins vel út á Youtube. Spurning um að biðja Sverri um að vista videoin inn á fréttavefnum.
kv
MK

Re: Videovél um borð

Póstað: 7. Jún. 2008 10:14:43
eftir Guðjón
Ætlaru svo að setja myndirnar inná spjallið=D

Re: Videovél um borð

Póstað: 7. Jún. 2008 10:15:11
eftir Sverrir
reddum thvi

Re: Videovél um borð

Póstað: 7. Jún. 2008 10:16:22
eftir Guðjón
það er flott maður

Re: Videovél um borð

Póstað: 9. Jún. 2008 17:16:52
eftir Sverrir
Já það var tekin smá vídeórispa í gærkvöldi og nú má nálgast vídeó frá hamaganginum.

Mynd