Við litum á völlinn á Árskógum eftir kvöldmat í dag og áttum góða stund í frábæru veðri. Í þetta sinn fórum við á suð-vestur hornið á fótboltavellinum, bakvið leikskólann, og flugum mörg flug.
Stinger og SKY 120 komnir á staðinn. Útsýnið skemmir ekki fyrir.
Og svo kom Heiðar með Ugly Stik.
Stinger flýgur eins og draumur. Elvar er ekki óánægður með þetta módel.
Heiðar flaug Stik eins og hann fengi borgað fyrir það.
SKY er með nýjan módor, DLE 35. Hann hrökk í gang í fyrsta sinn og eftir að við Elvar fiktuðum smá í blöndungsnálunum gekk hann eins og klukka. Hann er miklu kraftmeiri en Zenoah 38 mótorinn sem var í og rúmlega kílói léttari.
Elvar með Stinger í góðri sveiflu.
Það var alveg nauðsynlegt að taka sjálfsmynd með þessum höfðingjum.
Árskógur - 21. mai 2024
Árskógur - 21. mai 2024
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði