Arnarvöllur - 9.júní 2024 - Þotuflugkoma hin fyrsta
Póstað: 9. Jún. 2024 17:40:41
Líf og fjör, múgur og margmenni og allt morandi í þotum af öllum stærðum og gerðum! Steinolíubrennarar, hárblásarar, krullujárn og allt þar á milli! Allt gekk áfallalaust fyrir sig, nema nefgírinn í Warthog var eitthvað illa límdur frá verksmiðjunni.
Morguninn byrjaði með hægviðri og sól, sem var okkur til samlætis í dag, en svo kom Kári líka í heimsókn og var Vatnsendi braut dagsins þó í blálokin hafi aðeins þurft að kíkja yfir á Heimsendann. Í hádeginu skelltum við svo nokkrum pylsum á grillið undir öruggri stjórn Lúlla og svo var þeim skolað niður með gosi og Prins Póló í eftirrétt. Eftir mat var svo haldið áfram að þjóta um loftin blá og taka á móti gestum sem komu jafnt og þétt yfir allan daginn.
Skelli nokkrum ljósmyndum í safnið, treysti á Guðna fyrir myndir af mínum flugum og svo kemur eitthvað meira af myndum og vídeó síðar.
Morguninn byrjaði með hægviðri og sól, sem var okkur til samlætis í dag, en svo kom Kári líka í heimsókn og var Vatnsendi braut dagsins þó í blálokin hafi aðeins þurft að kíkja yfir á Heimsendann. Í hádeginu skelltum við svo nokkrum pylsum á grillið undir öruggri stjórn Lúlla og svo var þeim skolað niður með gosi og Prins Póló í eftirrétt. Eftir mat var svo haldið áfram að þjóta um loftin blá og taka á móti gestum sem komu jafnt og þétt yfir allan daginn.
Skelli nokkrum ljósmyndum í safnið, treysti á Guðna fyrir myndir af mínum flugum og svo kemur eitthvað meira af myndum og vídeó síðar.