Síða 1 af 1

Arnarvöllur - 15.júní 2024 - Stórskalafjör

Póstað: 15. Jún. 2024 16:19:29
eftir Sverrir
Þvílíka bongóblíðan svo ekki sé meira sagt, 18°C og smá gola, draumaðstæður og voru þær vel nýttar í flug í dag. Stóri Cub flaug undir styrkri stjórn nýs eigendahóps og Gunni Mx tók í hann og sýndi gamla takta. Stebbi flengdi MxS, Lúlli tók Corsair í nefið og Örn sýndi að það er hægt að fljúga 3D vél skalalega. Svo mætti hersing módelmanna með flugmódel í næst stærstu gerð, Berti, Gústi, Gunni Mx, Jón, Lalli og Sigþór svo einhverjir séu nefndir. Gestir létu sjá sig og var rennerí yfir daginn ef ekki væri fyrir aðrar skyldur þá væri sko flogið langt inn í nóttina!!!

Læt nokkrar myndir fylgja en meira efni kemur síðar.

Re: Arnarvöllur - 15.júní 2024 - Stórskalafjör

Póstað: 15. Jún. 2024 19:45:00
eftir lulli
Já veðrið, módelin og mannlífið frábært, það vantaði reyndar nokkra lykil-flugmódelmenn en það náðist í góða mætingu samt.
Eldgosið á sínum stað mallar bara.....
Engin tjón - bara innlögn í gleðibankan
Takk fyrir frábæran dag 👌
Video frá deginum: (uppfært 16./6.)

Re: Arnarvöllur - 15.júní 2024 - Stórskalafjör

Póstað: 16. Jún. 2024 18:27:27
eftir Sverrir