Sjaldan hefur Kríumótið dregist svona langt inn í sumarið en þetta eru engir venjulegir tíma sem við lifum á. Hannes, Lalli, Elli, Jón, Böðvar og ég nutum okkar vel og ófá hástörtin sem framkvæmd voru í dag. Ekki náðu allir að mæta sökum anna á öðrum sviðum en þeir verða þá bara með næst. Eins og svo oft áður þá festast ekki allir á filmu en Jón tók alla vega eina hópmynd í dag sem við fáum vonandi að sjá við tækifæri.
Það rættist heldur betur úr veðrinu en samkvæmt spánni átti að vera skýjað í dag en í staðinn fengum við að njóta sólarinnar.
Þökkum félögum okkar í sviffluginu kærlega fyrir afnot af svæðinu. Þeir voru líka duglegir að fljúga í dag og fóru þó nokkrar vélar í loftið á spilinu þeirra.
Sandskeið - 20.júlí 2024 - Kríumót
Sandskeið - 20.júlí 2024 - Kríumót
Icelandic Volcano Yeti
Re: Sandskeið - 20.júlí 2024 - Kríumót
Icelandic Volcano Yeti