Læt nokkrar myndir fylgja en svo er aldrei að vita nema það komi smá vídeó síðar frá deginum. Venju samkvæmt treysti ég á Guðna varðandi flugmyndir af mér, er nefnilega enn að reyna að fullkomna hina týndu list að taka myndir og fljúga á sama tíma...

Það verður síðan mikið um dýrðir og fjör á næsta ári þegar Stórskalaflugkoman fagnar sínu fertugasta afmæli en allt hófst þetta á Sandskeiði árið 1985.
Takið því 16. ágúst 2025 frá í dagatalinu strax í dag því þið munið ekki vilja missa af þessu!!!