Síða 1 af 1

Bleikisteinsháls - 1.september 2024 - Íslandsmótið í hangi F3F

Póstað: 1. Sep. 2024 20:25:16
eftir Sverrir
Eftir mikla yfirlegu yfir veðurspánum síðustu daga þá var ákveðið að kýla á að halda Íslandsmótið í dag þar sem dagurinn átti að verða þurr, það reyndist ekki svo! Við Elli mættum rétt fyrir hádegi og fórum að stilla upp hliðum, fljótlega bættist Hannes í hópinn og svo Böðvar og Jón.

Fínustu aðstæður voru, 11-13 m/s og góður blástur í Kára, eftir uppsetningu á hliðum og frekari undirbúning þá fór að hrúgast ískyggilega mikið af skýjum upp við Reykjanesfjallgarðinn og viti menn rétt fyrir kl. 13 byrjaði að rigna. Sjaldséðir hvítir hrafnar sáust líka á svæðinu en Eysteinn leit við og stytti okkur stundir í rigningunni ásamt Bibbu býflugu. Það gekk svo á með smá hléum alveg til að verða klukkan 16 en þá var loksins farið að glitta í bláan himinn.

Rásröðin var sem hér segir:
  1. Sverrir
  2. Erlingur
  3. Böðvar
  4. Jón
Við drifum okkur því út á brún og fórum að gera okkur tilbúna í loftið þegar nokkrir dropar birtust til að stríða okkur en þeir fóru þó eftir nokkrar mínútur og hófst þá þurrkakafli mikill sem nýttur var til að keyra á Íslandsmótið. Þar sem við vorum frekar fáir á staðnum, flugmenn + einn aðstoðarmaður, þá ákváðum við að fljúga 3 umferðir í einu svo mótið gengi hraðar fyrir sig.

Gekk mótið að mestu áfallalaust fyrir sig þó Böðvar hafi lent í brekkunni í fimmtu umferð og Jón missti allt samband við sína í 4 umferð þó lúpínan hafi bjargað henni frá skemmdum þá þurfti að tengja allt rafkerfið upp á nýtt og kom Jón svo aftur til leiks í 7 umferð. Níundu umferðinni lauk svo rétt rúmlega sex og var ákveðið að láta það gott heita.

Allt í allt voru flognar 9 umferðir og þeirri lökustu hent út þannig að 8 umferðir töldu til stiga. Hraðasta fyrsta legg átti Böðvar en hann var 2,12 sekúndur í sjöundu umferð en besta tímann átti Sverrir á 46,02 sekúndum í áttundu umferð. Þessa og aðra tölfræði er hægt að skoða í flipunum [Preliminary Rounds | Pilots | Posistion Chart | Rankings | Stats | Graphs] inn á F3XVault.

Aðstoðarmaðurinn Hannes fær kærar þakkir fyrir aðstoðina frá keppendum og mótsstjórn en hann mannaði A hliðið fyrir okkur allt mótið.

Úrslit urðu sem hér segir, takið eftir meðalvindhraða hverrar umferðar, áhugasamir geta skoðað nánari greiningu á vef F3XVault:

IslandsmotidF3F2024urslit.png
IslandsmotidF3F2024urslit.png (39.98 KiB) Skoðað 779 sinnum



Re: Bleikisteinsháls - 1.september 2024 - Íslandsmótið í hangi F3F

Póstað: 2. Sep. 2024 07:37:54
eftir Ágúst Borgþórsson
þið eruð ótrúlega flottir

Re: Bleikisteinsháls - 1.september 2024 - Íslandsmótið í hangi F3F

Póstað: 3. Sep. 2024 01:45:51
eftir Böðvar
Góður dagur með frábærum félugum og vinum. Það leit ekki vel út að hægt væri að halda mótið þegar fór að rigna, en með smá þolinmæði og dágóða bið í bílunum upp á Bleiksteinshálsi, þá stytti upp að lokum. þetta var fyrsta hangflugið mitt á nýju sviffluguni minni og hún var aðeins vanstillt og villt fyrir hangflugið, en snillingarnir Sverrir og Erlingur hjálpuðu mér að fínstilla sendinn, takk takk félagar. Eftir nokkra leit á Fordinum sínum náði Jón V. Pétursson að fynna okkur upp á Bleiksteinshálsi. En sjón er sögu ríkari, góða skemmtun.


Re: Bleikisteinsháls - 1.september 2024 - Íslandsmótið í hangi F3F

Póstað: 3. Sep. 2024 08:03:49
eftir Sverrir
Gaman að þessu, takk Böðvar!

Re: Bleikisteinsháls - 1.september 2024 - Íslandsmótið í hangi F3F

Póstað: 3. Sep. 2024 23:14:54
eftir Elli Auto
Já gaman að þessu en þetta var ekki þrautalaust en hafðist að lokum.
Til hamingju með sigurinn Sverrir.
Takk fyrir myndböndin og myndir.
Takk fyrir góða skemmtun.

Re: Bleikisteinsháls - 1.september 2024 - Íslandsmótið í hangi F3F

Póstað: 4. Sep. 2024 11:31:50
eftir lulli
Alveg magnaðir.
Hangið er sko ekki fyrir neinar væludúkkur, það er klárt.
Bara það að hafa trú á að og mæta á staðinn er strax prik í þessar veðuraðstæður
Til hamingju með mótið drengir og sigurinn Sverrir.

Re: Bleikisteinsháls - 1.september 2024 - Íslandsmótið í hangi F3F

Póstað: 5. Sep. 2024 17:06:11
eftir Sverrir
Takk, takk! 🇮🇸