Síða 1 af 8

Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstað: 3. Des. 2024 14:18:29
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 1

Þá er komið að næsta verkefni á smíðaborðinu mínu, en það er Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP. Grunnurinn að þessu módeli er teikning í 1/4 skala frá Jerry Bates. Þessi teikning er, hins vegar, önnur týpa af flugvélinni, Auster Autocrat, með lengri og mjórri hreyfil og minni hliðarglugga. Þess vegna þarf ég að gera ýmsar breytingar, aðallega að stytta nefið aðeins, gera hliðargluggann mun lengri og bæta við flöpsum undir vænginn.
TF-LBP.jpg
TF-LBP.jpg (143.81 KiB) Skoðað 57118 sinnum
Á vef Flugsafns Íslands eru eftirfarandi upplýsingar:
Árgerð: 1945
Raðnúmer: 1577
Vænghaf: 10,97 m
Lengd: 6,83 m
Hámarksþungi: 861 kg.
Hreyfill: 130 ha. Lycoming O-290-3
Hámarkshraði: 170 km./klst
Sætafjöld/: 3
Fyrri skrásetningar: TJ592 (Royal Air Force)

TF-LBP er fyrsta flugvélin sem keypt var til landsins sérstaklega til sjúkraflutninga. Björn Pálsson og Lárus Óskarsson keyptu flugvélina frá Bretlandi árið 1951. Ári síðar var Slysavarnafélag Íslands orðið meðeigandi Björns í vélinni. Árið 1954 var TF-LBP komin til Akureyrar og þá skráð á vegum Slysavarnadeilda norðanlands og Rauða kross Akureyrar. Bræðurnir Jóhann og Tryggvi Helgasynir eignuðust TF-LBP árið 1955 og var það upphafið að flugrekstri þeirra bræðra. Núverandi eigendur vélarinnar eignuðust hana árið 1967. Vélin er nú máluð í litum breska flughersins, Royal Air Force, þar sem hún þjónaði áður en hún var keypt hingað.
Ég pantaði teikninguna frá Fighteraces í Englandi, umboðsmönnum Jerry Bates í Evrópu, og útskorið efni (short kit) frá SLEC í Englandi, sem eiga núna Belair Kits, sem efna niður í mikinn fjölda módela.

Það tók nokkrar vikur að fá kittið frá SLEC, aðallega vegna þess að það hafði enginn annar pantað þessa hluti áður, en þeir komu vel inn pakkaðir og fallega skornir. (það er altaf svo góður ilmur af ný-útskornum balsa!)
20241203_101032.jpg
20241203_101032.jpg (144.65 KiB) Skoðað 57118 sinnum
Ég sorteraði flesta hluti og byrjaði svo að skoða stélið. Ég þarf að gera smá breytingar á því, vegna þess að það er ekki sambyggt skrokknum, heldur er smá bil (mjög lítið) á milli skrokks og stéls. Ég ætla að setja 10mm koparrör fremst og aftast með 9,5mm röri innaní. Ég bætti breytingunum á teikninguna með rauðum penna.
20241203_112629.jpg
20241203_112629.jpg (131.24 KiB) Skoðað 57118 sinnum
8-)

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstað: 3. Des. 2024 19:42:56
eftir Árni H
Holy Gaui - þetta verður fróðlegt að sjá! Djö... líst mér vel á þetta :)

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstað: 3. Des. 2024 22:43:10
eftir Gaui
Nema hvað?

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstað: 4. Des. 2024 13:29:18
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 2

Ég dundaði við það í morgun að setja saman stélflöt og -kamb. Þetta er gert úr 10mm þykkum balsa og frekar einfalt. Ég límdi samsetningar rörin með epoxý lími sem ég þykkti með örperlum (microballoons). Þannig situr límið þar sem ég set það og lekur ekki í burtu. Það eru þarna tvær lengjur úr balsa sem eiga ekki að vera þarna og eru bara að halda við rörin svo þau séu samsíða. Ef þau eru ekki samsíða, þá er ekki hægt að setja stélið saman eftir að ég saga það í sundur.
20241204_111017.jpg
20241204_111017.jpg (141.32 KiB) Skoðað 57024 sinnum
Stélkamburinn er líka gerður úr 10mm balsa.
20241204_114052.jpg
20241204_114052.jpg (141.58 KiB) Skoðað 57024 sinnum
8-)

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstað: 5. Des. 2024 13:06:33
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 3

Ég fékk mér spónaplötu og sagaði út úr henni form fyrir afturbrúnir hæðarstýra og hliðarstýris. Ég skar niður 10mm breiðar ræmur úr 1,5mm balsa og bleytti þær vel og vandlega í vaskinum á verkstæðinu. Svo setti ég nóg af lími, lagði ræmurnar saman og sveipaði þeim í kringum formin. Þetta þarf nú að fá að þorna til morguns. Þá geri ég hitt hæðarstýrið. Á meðan límið tók sig, losaði ég úr brettunum alla þá krossviðarhluta sem ég var ekki búinn að taka.
20241205_100852.jpg
20241205_100852.jpg (133.14 KiB) Skoðað 56977 sinnum
8-)

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstað: 5. Des. 2024 19:29:41
eftir Sverrir
Ekki að spyrja að því!

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstað: 6. Des. 2024 14:40:39
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 4

Afturbrúnir hliðarstýris og annars hæðarstýris eru tilbúnar og ég setti saman þessi stýri. Þau eru hvorki flókin eða erfið. Þriðja stýrið verður tilbúið á morgun. Þá saga ég stélflötinn í sundur.
20241206_140538.jpg
20241206_140538.jpg (139.8 KiB) Skoðað 56922 sinnum

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstað: 7. Des. 2024 12:25:16
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 5

Ég dundaði mér í morgun við að setja saman vinstra hæðarstýrið. Svo pússaði ég og tálgaði til bæði stélkamb og hliðarstýri. Ég setti lamirnar í og stillti þetta saman eins og best verður á kosið. Athugið að hliðarstýrið nær þó nokkuð upp fyrir stélkambinn. Það er vegna þess að fram úr hliðarstýrinu er stöng með blýklumpi, sem ballanserar stýrið.
20241207_102501.jpg
20241207_102501.jpg (136.95 KiB) Skoðað 56834 sinnum
Svo notaði ég Proxxon fræsara og tifsög til að skera í gegnum rörin í stélfletinum. Hann datt í sundur og ég skar innri rörin í réttar lengdir. Nú er hægt að taka stélflötinn í sundur. Honum er haldið á með vírum, en á fyrirmyndinni ganga boltar í gegn bæði framan og aftan eins og sést á myndinni.
20241207_114733.jpg
20241207_114733.jpg (145.46 KiB) Skoðað 56834 sinnum
20240629_132900.jpg
20240629_132900.jpg (132.05 KiB) Skoðað 56834 sinnum
8-)

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstað: 10. Des. 2024 12:42:37
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 6

Góður dagur í dag eftir rafmagnsleysi í gær vegna hláku. Ég setti stýrishorn á hliðarstýri og hæðarstýri. Á hliðarstýrinu þurfti ég að skera úr stýrinu til að horninn sem mælt er með gætu passað á.
20241210_094329.jpg
20241210_094329.jpg (139.39 KiB) Skoðað 56726 sinnum
Ég skar úr hæðarstýrunum fyrir krossviðar plötum og skrúfaði svo horn á bæði stýrin. Ég ætla að hafa tvö servó á stýrin, sem verða ekki samtengd eins og sýnt er á teikningunni.
20241210_102946.jpg
20241210_102946.jpg (134.67 KiB) Skoðað 56726 sinnum
Ég notaði ljósmyndir og 3-hliða teikningar til að breyta skrokk grindinni og setja inn gluggann sem er á fyrirmyndnni. Þetta þurfti mikið hux og eins gott að ég á sterkt strokleður.
20241210_112013.jpg
20241210_112013.jpg (133.8 KiB) Skoðað 56726 sinnum
Svo, að lokum, notaði ég sterkt epoxý lím til að setja saman byrjunina á tankboxinu. Hér er það eldveggurinn sem er efstur og botn og bak á kassanum fyrir tankinn.
20241210_120152.jpg
20241210_120152.jpg (143.01 KiB) Skoðað 56726 sinnum
8-)

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP

Póstað: 11. Des. 2024 12:13:24
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 7

Það fór góður tími í að setja saman aðra skrokkhliðina ofan á teikningunni af henni. Ég breytti hlíðinni með kolfíber stöngum til að fá það útlit sem fyrirmyndin hefur.
20241211_105703.jpg
20241211_105703.jpg (138.9 KiB) Skoðað 56616 sinnum
Hér er mótorfestingin og fyrsta skrokkrifið, F-1, og framgólfið úr flugklefanum tilbúin.
20241211_113318.jpg
20241211_113318.jpg (137.43 KiB) Skoðað 56616 sinnum
Hér er þetta allt límt saman með epoxý lími og þarf að vera í þvingum til morguns.
20241211_114735.jpg
20241211_114735.jpg (136.79 KiB) Skoðað 56616 sinnum
8-)