Íslandsmót í módelsvifflugi

Hvort sem það er hástart eða hang, sjálfknúið eða vindknúið, þá er þetta ágætis staðsetning fyrir það.
Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Íslandsmót í módelsvifflugi

Póstur eftir Böðvar »

Um svifflugmót hástart F3B og hangflu F3F og helstu keppnisstaðir

Í hástarti F3B eru svifflugurnar teknar á loft með spili.
Mynd

Spilbúnaður
Mynd

Hástart keppnin skiptist í þrjár þrautir.

Tímaflug max 10 mín. flug og lenda sem næst á merktum stað.
Mynd

Langflug. Fljúga sem flesta leggi á fjórum mínútum. Hver leggur er 150 m.
Mynd

Hraðaflug: Fljúga sem hraðast 4 x 150 m. leggi.
Mynd

Helstu Hástarts keppnisstaðir eru Höskuldarvellir og flugvöllurinn við Gunnarsholt

Höskuldarvellir
Mynd

Gunnarsholt
Mynd


Hangflug F3F
Mynd

Í hangflugi er flogið í uppstreymi á brekkubrún. Keppnin felst í því að fljúga sem hraðast 10 x 100 m. leggi.

Hangflug á Hvolsfjalli
Mynd

Íslandsmetið í hangflugi 37.73 sek. setti Rafn Thorarensen á heimsmeistaramótinu Viking Race Bwlch Englandi VR98 10/07/98
á Tragi 603V . Hér er Rafn með Tragi svifflugu.
Mynd

Helstu hangflugsstaðir

Hvolsfjall í SV og N áttum
Mynd

Kambar í SA áttum
Mynd

Stefánshöfði í S átt
Mynd

Stefánshöfði í NA átt
Mynd

Hlíðarendi í suðlægum áttum
Mynd

Draugahlíðar í Norðan átt
Mynd

Draugahlíðar lendingarstaður
Mynd

Draugahliðar vestur hangið
Mynd

Enda mark stangir
Mynd

Menn afslappaðir á svifflugmóti
Mynd

________________________________
Bestu kveðjur
Böðvar
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11465
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Íslandsmót í módelsvifflugi

Póstur eftir Sverrir »

Áhugasamir geta skoðað myndir frá Íslandsmeistaramótinu í fyrra hér > http://myndir.frettavefur.net/thumbnails.php?album=97
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Íslandsmót í módelsvifflugi

Póstur eftir Böðvar »

Varðandi Íslandsmótið þá ætla menn að hittast við Litlu Kaffistofuna við Draugahlíðar um níuleitið og ákveða framhaldið.
Nú í morgunsárið er nokkuð hvasst fyrir hástartið. Samkvæmt upplýsingum frá sjálfvirkum veðurstöðvum Vegagerðarinnar
kl. 08:00 er NNA 9 m/s við Hellu en það á að lægja er líður á daginn segir veðurspáin.

Vindur er NNA 10 m/s við Sandskeið spurning hvernig vindur stendur á Draugahlíðar fyrir hangflugið.
Passamynd
gudjonh
Póstar: 853
Skráður: 27. Feb. 2008 09:07:06

Re: Íslandsmót í módelsvifflugi

Póstur eftir gudjonh »

Jæja,

Ekki viðraði að Gunnarsholti fyrir hástartmót (F3F), vindur um og yfir 10 m/sek.
Mættum í Littlu Kaffistofuna kl 9:00 og eftir smá bollaleggingar var ákveðið að halda hangmót (F3F) í Draugahlíðum. Það var nokkuð hvasst fyrst í morgun. 15 sek meðalvindur 14 m/sek og kviður upp í 20 m/sek. Heldur hafði lægt þegar við byrjuðum og var hangið mjög misjafnt, frá því að vera mög gott niður í að vera bara lélegt. Það voru samtals sex keppendur sem tóku þátt og flugum við 4 umferðir.

Ekki verður reynt við F3F mót á morgun.

Guðjón og Frímann.
Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Íslandsmót í módelsvifflugi

Póstur eftir Böðvar »

Hér eru nokkrar myndir frá hangflugskeppnini sem haldin var í gær.

Norður hangið í Draugahlíðum
Mynd

Ánægja og eftirvænting skein úr hverju andliti.
Mynd

Mótstjórinn Frímann hafði allt á hreinu
Mynd

Gaman að sjá gamla meistara mætta aftur í hangflugið
Mynd

Jón V. að fljúga, Frímann á klukkunni, Guðjón í A hliði og Einar fylgist spenntur með.
Mynd

Stefán í B hliði
Mynd

Guðjón A hliði.
Mynd

Frímann fylgist spenntur með tímanum.
Mynd

Flautað út eftir 10 leggi.
Mynd

Guðjón gerir sig klárann
Mynd

Guðjón af stað og svo koll af kolli allir keppendurnir.
Mynd

Nú er Stefán kominn í A hlið. Keppendur þurftu að skiptast á að vera í hliði, taka tíma og keppa.
Mynd

Tragi svifflugan í góðum gír við B hliðið.
Mynd

Draugahliðar norður hang.
Mynd

Stefán aðstoðar Guðjón við aðflug að lendingarsvæði.
Mynd

Varasamt að fljúga í aðfluginu að lendingarsvæði út í niðurstreymið í vesturhanginu.
Mynd

Menn ræða viðburði dagsins
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Passamynd
maggikri
Póstar: 5653
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Íslandsmót í módelsvifflugi

Póstur eftir maggikri »

Flottar myndir. Gaman líka að sjá að menn eru vel gallaðir á klakanum.

kv
MK
Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Íslandsmót í módelsvifflugi

Póstur eftir Böðvar »

Sælir félagar,
já það er alveg ótrúlegt hvað það er mikil kæling að standa fram á brekkubrún í NNA 15 til 20 m/s og hitinn er ekki nema 5-6 stig.
[quote=maggikri]Gaman líka að sjá að menn eru vel gallaðir á klakanum.[/quote]
Passamynd
Böðvar
Póstar: 475
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Íslandsmót í módelsvifflugi

Póstur eftir Böðvar »

Þakka ykkur félugum fyrir góða mótsstjórn og frábæran dag.

[quote=gudjonh]Það var nokkuð hvasst fyrst í morgun. 15 sek meðalvindur 14 m/sek og kviður upp í 20 m/sek. Heldur hafði lægt þegar við byrjuðum og var hangið mjög misjafnt, frá því að vera mög gott niður í að vera bara lélegt.
Guðjón og Frímann.[/quote]
Landslagið er þannig í N hanginu á Draugahlíðum að ef vindur fer aðeins yfir í austrið þá koma sviptivindar og hangið verður misjafnt. Vindur var það A stæður að hætta var á í mótvindi að missa B hlið og í meðvindi að fara allt of langt út fyrir A hlið.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11465
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Íslandsmót í módelsvifflugi

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Böðvar]Sælir félagar,
já það er alveg ótrúlegt hvað það er mikil kæling að standa fram á brekkubrún í NNA 15 til 20 m/s og hitinn er ekki nema 5-6 stig.
[quote=maggikri]Gaman líka að sjá að menn eru vel gallaðir á klakanum.[/quote]
[/quote]
Við 5°C og 15-20m/s þá er það eins og að standa úti í ca. -11°C. Kaldir karlar þar á ferð.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
gudjonh
Póstar: 853
Skráður: 27. Feb. 2008 09:07:06

Re: Íslandsmót í módelsvifflugi

Póstur eftir gudjonh »

Hér eru úrslitin:

F3F-2008 haldið í Draugahlíðum 28/6/2008

Umferð #1 Umferð #2 Umferð #3 Umferð #4 Samtals
Tími stig Tími stig Tími stig Tími stig stig
Guðjón 57,32 1000 60,15 995 54,50 979 58,44 916 3891
Böðvar 66,92 857 59,86 1000 53,36 1000 53,55 1000 3857
Jón 68,27 840 64,98 921 60,75 878 64,49 830 3470
Stefán 70,80 810 67,06 893 70,45 757 67,74 791 3250
Einar páll 82,27 697 82,81 723 74,20 719 71,47 749 2888
Frímann 82,00 699 85,30 702 0 0 1401
Guðjón
Svara