30% Tiger Moth

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui »

Sælir félagar

Ég hef haft áhuga á Tiger Moth flugvélinni í fjölda ára og lengi langað til að smíða eina slíka. Hinrik Einarsson vinur minn í Hafnarfirði setti saman eina frá Tony Clark fyrir fjölda ára og ég var alltaf hrifinn af því hvernig hún flaug. Mér fannst hún samt ekki alveg nógu rétt, enda gerir Tony svokölluð „Practical Scale“ módel. Þegar ég svo fann teikningu af 30% Tiger Moth hjá Model Airplane News, þá keypti ég eintak og ætla nú að setja hana saman.

Ég byrja alltaf á því að finna frumgerð til að fara eftir og til þess kaupi ég helling af bókum. Ég vildi byggja H.D 82A týpuna í breskum litum, helst þar sem hliðarnar eru gular og felulitirnir ná ekki niður af bakinu. ´einni bókinni sem ég keypti, The Tiger Moth - A Tribute eftir Stuart McKay fann ég mynd af réttu vélinni.

Mynd

Hér er búið að kroppa vélina út úr myndinni:

Mynd

Þessi mynd var tekin á Elmond við Birmingham snemma árs 1940 og sýnir hóp flugnema í sjóhernum hlaupa út í flugvélar sínar. Það er ýmislegt athyglisvert við Tiger Moth vélina: ofan á bakinu á henni er ljósgrænn ferningur sem er svokölluð gasmálning, sem skipti litum ef það var gas í loftinu og það er ekki fánarönd á stélkambinum. Það eru sjálfvirkir raufungar (slats) á vængjunum og það eru engin spinnræmur fyrir framan stélflötinn. Svo er tjald fyrir aftan aftari flugmannssætið sem hægt var að draga yfir nemann svo hann sá ekkert út og varð að blindfljúga vélinni.

Talan á flugvélinni hefur líka merkingu fyrir mig. Ég vonast til að ljúka smíði á þessu módeli á næsta ári, en þá verð ég 54 ára gamall!
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui »

Hér eru nokkrar góðar staðtölur um módelið:

Hönnuður: Gary Allen
Vænghaf: 105.6 in. = 2,682 mm
Vængflötur: 2,822 sq. in. = 182 dm2
Skrokklengd: 86.1 in. = 2,186 mm
Þyngd: 24 lb. = 10.9 kg
Vænghleðsla: = 19.6 oz./sq.ft. = 59.8 gr/dm2

Gary Allen notaði Zenoah G-45 með Bisson Pitts style hljóðkút og Moki 22x10 prop. Ég ætla að nota DA 50 mótor. Ég er ekki enn búinn að ákveða hvað ég geri í sambandi við hjóðkút.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Þórir T »

Þetta verður skemttilegt að sjá, eins og reyndar annað frá þér hér á smíðaþræðinum. Guðmundur Geirmundsson Smástundarfélagi lauk nýlega við smíði á Tigermouth, frá Flair. Falleg vél hjá honum, ekki var framleiðandinn amk til að hjálpa til.
Hlakka til....
Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui »

Jæja, þá er það efnið til að smíða úr..

Ég reyndi að reikna út hvað ég þyrfti af viði í Tigerinn og ákvað að það væri hagkvæmast að láta skera út svokallað „short kit“ hjá niðurskurðarþjónustu. Þar að auki þarf allt efnið að vera með enskum málum, svo það fækkar þeim stöðum þar sem ég get náð í efnið. Einn af stærstu skurðarþjónustum Evrópu er í Englandi, Belair Kit Cutting (http://www.belairkits.com/). Þeir eru með þetta módel á skrá hjá sér svo ég hafði samband við þá og pantaði eitt stykki á meðan pundið var enn nálægt hundraðkallinum. Þeir hjá Belair nota laser og skurðurinn hjá þeim er mjög hreinn og þeir velja efnið af alúð svo maður fær ekki sendingu af grillkolum eins og frá sumum.

Ég skoðaði líka hvar best væri að kaupa balsa og mér sýndist besta verðið vera hjá Tower Hobbies í Ameríku. Þeir eru hugsanlega ekki ódýrastir, en þeir senda þó til manns þó maður búi ekki í USA. Það getur nefnilega verið handleggur að fá Ameríkana til að senda hluti út fyrir strendur landsins – kannski halda þeir að þeir séu ekki „peitríorrik“ ef þeir selja einhverjum óguðlegum útlendingum dótið sitt . Tower sendi mér heilan skóg af balsa.

Að síðustu vantaði mig harðvið í ákveðnum stærðum, sértaklega fyrir vængbitana. Þeir eru af undarlegri stærð: ¼“ x 5/8“ og enginn virtist vera með þá stærð á lager (eða sögðu þá ekki frá því á vefnum sínum). Eftir smá leit ákvað ég að senda póst á Slec UK Ltd. í Englandi (http://www.slecuk.com/) og spyrja þau hvort ég fengi þetta efni frá þeim. Þaðp var ekki mál og ég er nú búinn að fá mjög ilmsterkan við sem kallast á ensku Cyparis og er tegund af sedrusvið, mjög ljós með fínar og beinar æðar.

Ég umorða það sem kom fram í kvikmyndinni: „I love the smell of Cyparis in my workshop!“
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui »

Mótor kassinn:

Þar sem ég ætlaði að nota DA 50 mótor í þetta módel, þá fór ég á vef þeirra (http://www.desertaircraft.com/engines_d ... ge=DA-50-R) til að fá málin fyrir mótorinn svo ég gæti byrjað að búa til kassann undir hann. Þar komst ég að því að hann er 6,7 tommur eða 170 mm á lengd. Ég notaði þessi mál til að stækka kassann á teikningunni, sagaði niður nýja hluta og límdi þá saman:

Mynd

Þegar ég fékk mótorinn (Þröstur notaði tækifærið þegar Ali kom að fá hann til að koma með mótorinn), þá komst ég að því að mótorinn er ekki nema 160 mm langur, eða um 10 mm styttri en upp gefið mál segir. Til að færa mótorinn framar útbjó ég 12mm krossviðarplötu sem ég síðan límdi framan á kassann. Hún gefur mér líka gott pláss fyrir blöndunginn sem er aftan á mótornum.

Mynd

Það á að vera hægt að taka mótorkassann framan af og til þess eru settir þykkir ál vinklar á hliðar hans og síðan boltað á eldvegginn með M4 boltum og gaddaróm:

Mynd

Síðan er sérstakt gólf fyrir tankinn sett í til að halda honum. Hér sést hvernig þetta verður sett upp. Ég mun líkast til líma meiða í kassann og síðan skrúfa tankgólfið á þá. Þá er hægt að halda tankinum föstum með frönskum rennilásum:

Mynd
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui »

Skrokkurinn

Ég byrjaði skrokksmíðina á því að splæsa saman langbitana ofan og neðan. Ég nota stálbút sem er álíka þykkur og bitarnir til að halda þeim á meðan límið þornar:

Mynd

Fyrri hliðin er límd saman ofan á teikningunni:

Mynd

Sedrusviðurinn bognar auðveldlega þar sem er bogi á skrokknum. Næst setti ég límband ofan á allar límingar og byrjaði síðan að setja hina hliðina saman ofan á þeirri fyrri til að fá tvær nákvæmlega eins hliðar (mjög mikilvægt!).

Mynd

Hér eru tvær eins hliðar saman:

Mynd

Ég hef áður búið til sömu hliðina tvisvar, svo í þetta sinn var ég mjög meðvitaður um það sem ég var að gera þegar ég límdi styrkingar úr krossviði innan á báðar hliðarnar til að fá eina hægri og eina vinstri:


Mynd

Ýmis smá stykki eru síðan límd á hliðarnar áður en þær eru sameinaðar með eldvegg og öðrum stykkjum til að búa til skrokkinn:

Mynd
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Árni H »

Glæsilegt! Þetta er sko engin smásmíði..
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir kip »

Hlakka til að sjá þessa.
Þessir þykku álvinklar, þetta er sniðugt, er hægt að búa þá til á auðveldan hátt?, er beygjan gerð í skrúfstykki en hvernig ferðu að því?
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui »

Ég fékk þá á málmiðndeild VMA þar sem þeir voru beygðir í þar til gerðri maskínu.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3767
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui »

Nú skríður skrokkurinn saman.

Eldveggurinn er límdur vandlega niður á hliðina þannig að hann myndi 90 gráðu horn við hana.

Mynd

Síðan eru þverbitar límdir á frá eldveggnum aftur að aftara flugmannssæti og hin hliðin sett á þannig að þær séu algerlega samsíða og réttar.

Mynd

Þegar límið hefur harðnað eru skrokkhliðarnar teknar saman aftast og þverbitar og skábitar setti í. Að lokum er gólfið undir flugmönnunum límt á og skrokkurinn er orðinn stífur og góður. Þá er komið að miðjustífunum og tankinum.

Mynd
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara