Síða 1 af 1

Ripmax Trainer

Póstað: 20. Jan. 2025 16:29:03
eftir Júlíus
Ég leita ykkar ráða reynsluboltar,

Er með þennan líklega 17 ára gamla Ripmax Trainer sem mig langar til að klæða í nýjan dúk. Stélið límdi ég á sínum tíma með tveggja þátta epoxy og ég spyr, hvernig er best að ná þessu í sundur til að klæða á ný? Lumið þið á leynitrixum?

Kkv. PEJG
IMG_4483.jpg
IMG_4483.jpg (400.46 KiB) Skoðað 44 sinnum

Re: Ripmax Trainer

Póstað: 21. Jan. 2025 07:48:46
eftir Gaui
Frábært verkefni. Ég myndi byrja á því að nota hita. Rífðu filmuna af og notaðu svo hitablásara til að hita límið varlega upp. Lítill kíttisspaði er rétta verkfærið til að pota á mill. Ekki nota hníf, því hann getur bæði skorið balsann og mann sjálfan. Lykillinn er að fara sér hægt og taka góðan tíma í þetta.

Aftur á móti, ef stélið er vel fast, þá er spurning hvort það tekur því að losa það af. Það ætti ekki að vera erfitt að klæða módelið þó stélið sé á.

Re: Ripmax Trainer

Póstað: 21. Jan. 2025 23:47:57
eftir Júlíus
Takk fyrir góð ráð!