Arnarvöllur - 28.mars 2025
Póstað: 28. Mar. 2025 16:09:57
Arnarvöllur í dag tekinn snemma. Ég kom með Viper 90. Gústi kom með Eurofighter og flaug eins og herforingi enda með mesta orustuþotuflotann í klúbbnum. Þetta flýgur sér ekki sjálft. Lalli kom með dróna og myndavél. Gunni MX kom með Eflite Mustang og flaug líka eins og herforingi enda með nokkra stríðsfugla.