Bleikisteinsháls - 24.apríl 2025
Póstað: 24. Apr. 2025 16:37:22
Skrýtinn dagur, það blés um 10 m/s þegar við röltum upp á SA endann, svo fór hann upp í 15 m/s og undir lokin var hann komin um og yfir 20 m/s. Til að gera hlutina enn skemmtilegri þá var hann frekar krossaður á brekkuna þannig að þetta var óttalegur barningur en stórskemmtilegt og um að gera að nota tækifærið og æfa sig á bakkgírnum!
