Bleikisteinsháls - 9.júlí 2025
Póstað: 9. Júl. 2025 22:42:31
Á leið minni að Hamranesi í kvöld sá ég kunnuglegan aðila vera að gera sig kláran í uppgöngu á Bleikisteinsháls. Hann var með eitt stykki Tragi á leið í frumflug eftir langan tíma í kústaskápnum og með nýjar græjur um borð. Ég gat náttúrulega ekki látið þetta tækifæri renna úr greipum og tók að mér að skutla djásninu fram af hæðinni og í opin dauðann... of dramatískt?... skutla djásninu fram af hæðinni og út í óvissuna!
Skemmst er frá því að segja að allt gekk að óskum og hafði vélin engu gleymt... flugmaðurinn ekki heldur.
Til hamingju með „nýju“ vélina Guðjón.
Flugkvöld í fullum gangi á Hamranesi.
Viðhald kvöldsins.
Skemmst er frá því að segja að allt gekk að óskum og hafði vélin engu gleymt... flugmaðurinn ekki heldur.

Til hamingju með „nýju“ vélina Guðjón.
Flugkvöld í fullum gangi á Hamranesi.
Viðhald kvöldsins.