Síða 1 af 1

Arnarvöllur - 15.júlí 2025 - Flotkvöld

Póstað: 15. Júl. 2025 22:11:43
eftir Sverrir
Elstu menn muna varla eftir annarri eins blíðu á flotkvöldi og brast á í kvöld, 18°C, sól og hægur andvari sameinaðist allt í að gera kvöldið eins gott og best var á kosið. Sjaldséðir hvítir hrafnar létu sjá sig á svæðinu og sumir tóku meira að segja flugið, bæði á láði og legi. Stjarna kvöldsins var þó óneitanlega Twin Otter-inn hans Gunna H.V. að öllum öðrum ólöstuðum.

Til gamans má geta þess að það er akkúrat ár upp á dag síðan Twin Otter-inn frumflaug.

Re: Arnarvöllur - 15.júlí 2025 - Flotkvöld

Póstað: 16. Júl. 2025 19:35:15
eftir maggikri