Síða 1 af 1

Skáldalækur - 19.júlí 2025 - Fyrsta flugkoman

Póstað: 20. Júl. 2025 10:42:42
eftir Sverrir
Nokkur hópur áhugasamra flugmódelmanna kom á fyrstu flugkomuna á Skáldalæk. Fínasta veður var, hiti um 15°C en frekar lágskýjað svo flest flugin voru í flatari kantinum og frekar stutt upp í kófið. En það kom ekki að sök og tóku menn vel á pinnunum og þeyttu flugmódelunum um hvítt himinhvolfið. En eins og venjulega þá er flugið nú ekki nema brot af pakkanum og stór hluti er að hitta flugfélagana sem maður sér annars ekki nógu oft.

Ég náði ekki öllu á minniskort en hérna er eitthvað brot af því sem var á svæðinu.

Takk fyrir mig! 8-)