Tungubakkar - 16.ágúst 2025 - Síðasta flugkoman
Póstað: 17. Ágú. 2025 20:34:54
Til að fagna 40 ára afmæli Stórskalaflugkomunar var henni og Stríðsfuglaflugkomunni slegið saman en jafnframt er þetta í síðasta sinn sem Einar Páll heldur þessar flugkomur. Spáin var ekkert alltof góð þegar leið að helginni en fór þó batnandi og um miðja vikuna þá var þetta bara farið að líta þokkalega vel út. Eftir hamfararigningu og þrumuveður á föstudeginum og smá vætu aðfaranótt laugardags þá var frekar lágskýjað en blautt um morgunin en fór að þorna og létta til þegar leið að hádegi.
Viðstaddur flugmódelmenn tóku vel á því þegar færi gafst og var flogið stanslaust fram eftir degi af öllum skalanum. Listflugvélar, stríðsfuglar, þotur, svifflugur, þyrlur og ótalmargar aðrar gerðir af flugmódelum þeyttust um loftin hvítgrá. Gott ef ekki sást í bláan himinn og sól á tímabili þó það hefði mátt vara aðeins lengur.
Allt fór vel fram og engin óhöpp urðu á flotanum.
Með fylgja nokkrar myndir sem ég tók, Guðni var á stóru linsunni og ég efast ekki um að hann leyfir okkur að njóta afrakstursins af þeirri vinnu á næstunni.
Stórskalavélin sem hóf leikinn fyrir 40 árum síðan.
Flugvélapabbi kampakátur.
Flaggað í tilefni dagsins.
Þessi líka fína derhúfa!
Viðstaddur flugmódelmenn tóku vel á því þegar færi gafst og var flogið stanslaust fram eftir degi af öllum skalanum. Listflugvélar, stríðsfuglar, þotur, svifflugur, þyrlur og ótalmargar aðrar gerðir af flugmódelum þeyttust um loftin hvítgrá. Gott ef ekki sást í bláan himinn og sól á tímabili þó það hefði mátt vara aðeins lengur.
Allt fór vel fram og engin óhöpp urðu á flotanum.
Með fylgja nokkrar myndir sem ég tók, Guðni var á stóru linsunni og ég efast ekki um að hann leyfir okkur að njóta afrakstursins af þeirri vinnu á næstunni.
Stórskalavélin sem hóf leikinn fyrir 40 árum síðan.
Flugvélapabbi kampakátur.
Flaggað í tilefni dagsins.
Þessi líka fína derhúfa!