Arnarvöllur - 20.ágúst 2025 - Flugdagurkvöld
Póstað: 20. Ágú. 2025 21:53:36
Fyrstu menn voru mættir í kringum hádegið og síðan var stanslaus dagskrá fram undir klukkan 21 í þessari líka þvílíku bongóblíðu. Ófáum lítrum af þotudjús var brennt en einnig fengu rafeindirnar að kenna á því! Flottur dagur með félögunum og mættu þeir gjarnan vera fleiri yfir sumarið af þessu tagi. Mér tókst að taka ekki mynd af Gunna MX og Steina en þeir eru á vídeói og mun það birtast á næstunni þegar tími gefst til.