Top Flite Mustang

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Spitfire
Póstar: 412
Skráður: 6. Ágú. 2006 12:16:01

Re: Top Flite Mustang

Póstur eftir Spitfire »

Jæja, fyrst að maður er farinn að smíða fyrir alvöru, þá er kominn tími til að henda inn smíðalýsingu. Nú er það Top Flite Mustang í 1/7 skala sem fær að dúlla sér á smíðabrettinu næstu mánuði.

Helstu tölur:

Vænghaf: 1,65 m
Þyngd: 3,6 - 4,5 kg
Mótor: .61 - .90 tvígengis eða .91 - 1.20 fjórgengis

Ég get valið um að smíða hana sem sportrellu án flapsa og með föstum hjólabúnaði, en það er lítið fjör í því svo flöpsum og uppdraganlegum hjólum verður skellt undir. Hjólabúnaður verður Robart #606 HD, er að bræða með mér hvort stélhjólið verður uppdraganlegt, sjáum til með það.

Líklegast verður O.S 120 Surpass skellt undir húddið, ekkert fastneglt með það heldur.

Helstu breytingar verða að smíða hana sem B/C gerð, og á stjórnfletina verða settir svokallaðir "balance tabs" (sjá hér) Litaskema verður "Princess Elizabeth":

Mynd

Kassinn kominn á smíðabrettið:

Mynd

Mynd

Fyrsta vers var að moka öllu upp úr kassanum og athuga hvort innihaldið væri í óskemmt, sem betur fer var allt í góðu lagi. Þar næst var tekið til við að losa partana úr plötunum, merkja það sem þurfti og flokka eftir í hvaða part af módelinu hluturinn tilheyrði.

Vængrifin frelsinu fegin:

Mynd

Flokkun og skráningu lokið:

Mynd

Gat að sjálfsögðu ekki setið á mér að púsla aðeins með skrokkhlutana :D

Mynd

Byrjað á stélfletinum:

Mynd

Mynd

Ramminn fyrir stélflötinn klár:

Mynd

Næst er að snikka til og samlíma plötur í klæðninguna:

Mynd

Meira síðar.
Hrannar Gestsson, Patreksfirði

The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Top Flite Mustang

Póstur eftir Sverrir »

Glæsilegt, gaman að sjá nýtt smíðaverkefni fara af stað :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Top Flite Mustang

Póstur eftir Agust »

Gaman að sjá að menn eru að smíða í alvörunni. Í hugum margra kallast það að smíða flugmódel þegar vængurinn er skrúfaður á ARF módel, eða þannig :) Mann klæjar í puttana þegar maður sér svona balsa.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Spitfire
Póstar: 412
Skráður: 6. Ágú. 2006 12:16:01

Re: Top Flite Mustang

Póstur eftir Spitfire »

Takk fyrir hvatninguna piltar :)

Dagurinn var tekinn snemma þar sem loksins gafst veður og tími til að bruna út á völl. Þar sem ég er kominn viku á eftir smíðalýsinguna, er eins gott að spýta í lófana og klára að birta það sem komið er.

Plöturnar í klæðninguna snikkaðar í rétt form:

Mynd

Herbergið sem við flugfélagarnir leigjum undir módelin okkar var áður notað sem veiðarfærageymsla, og hafði einhver snillingur tekið sig til og rakið blý úr blýtein sem að sjálfsögðu var þjóðnýtt til að pressa niður plöturnar meðan límið var að þorna.

Mynd

Meðan límið á plötunum var að þorna var aðeins unnið í haginn með því að samlíma hlutana sem fara í frambrún á hliðarstýri og afturbrún á stélkamb:

Mynd

Þegar plöturnar voru klárar voru þær pússaðar, mun auðveldara að fá þær sléttar og fínar liggjandi flatar á brettinu en þegar þær eru komnar á sinn stað.

Þetta er fyrsta módelið mitt með alklæddan væng og stélfleti, svo það er ekki hægt að neita því að smá taugatitrings gætti þegar kom að því að líma plöturnar á grindina.
Og auðvitað kom fyrsta vandamálið upp þá. Þyngingarnar fínu tóku upp á þeim ósóma rúlla útaf, sem betur fer var ég bara að máta og prófa án líms :D
Þá var ekkert annað að gera en að redda sér með pinnum og gúmmíteygjum:

Mynd

Ekki annað að sjá en að trikkið hafi svínvirkað :cool:

Mynd

Mynd

Robart pinnalamir verða notaðar á alla stjórnfleti og voru því auka kubbar límdir við afturbrún. Út við endann má sjá viðbótina þar sem "balance tabs" (vantar kjarngott íslenskt orð yfir þetta :() á hæðarstýrunum koma.

Mynd

Myndavélin ákvað að yfirgefa partýið svo að ég á ekki til myndir af því þegar hin hliðin á klæðningunni fór á og frambrúnin var rúnnuð til.

Því næst voru heljarmiklir trjábolir límdir á endana. Þá þurfti að hefla og pússa, sem betur fer er ekki til betri afslöppun en að sitja með pússikubbinn og forma balsa :lol:

Mynd

Endinn grófpússaður:

Mynd

Þar með er staðan orðin 1:1 í smíðum og póstum, stélkambur næst.
Hrannar Gestsson, Patreksfirði

The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Passamynd
Sigurjón
Póstar: 86
Skráður: 22. Feb. 2007 00:10:23

Re: Top Flite Mustang

Póstur eftir Sigurjón »

Hefur þú hugsað út í allar þær breytingar sem þarf að gera til að þetta verði B gerð? Gæti reynst þrautin þyngri ef engar teikningar eru fyrir hendi.
Passamynd
maggikri
Póstar: 5881
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Top Flite Mustang

Póstur eftir maggikri »

Sæll
Veitti athygli á einni smiðamyndinni hjá þér voru 5-6 trainer flugvélar á gólfinu, ef þú átt þær sjálfur þá ertu búinn að toppa mig í trainer eign.
kv
MK
Passamynd
Gaui
Póstar: 3772
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Top Flite Mustang

Póstur eftir Gaui »

Maggi -- Ég held að þetta sé treinerafloti þeirra Patreksfirðinga.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
maggikri
Póstar: 5881
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Top Flite Mustang

Póstur eftir maggikri »

[quote=Gaui]Maggi -- Ég held að þetta sé treinerafloti þeirra Patreksfirðinga.[/quote]
Gaui-mér létti nú við það. Þetta minnir mig á felulitaflota þeirra norðanmanna. Nema þeir eru ekki geymdir á sama stað.
kv
MK
Passamynd
Spitfire
Póstar: 412
Skráður: 6. Ágú. 2006 12:16:01

Re: Top Flite Mustang

Póstur eftir Spitfire »

Sigurjón, það vill svo skemmtilega til að Top Flite er með breytikit yfir í B-gerðina fyrir þetta módel, sjá hér. Ég byrja ekki á skrokknum fyrr en ég er kominn með það í hendurnar.
Reyndar er einn galli á gjöf Njarðar, ég sit uppi með D vænginn, það er ekki bara vopnabúnaðurinn sem öðruvísi, vænglagið er einnig annað, eins sjá þessari mynd af Prinsessunni, samaborið við þessa mynd af D gerðinni.

Gaui hefur rétt fyrir sér Maggi, ég á bara 2 trainera :D Við flugfélagarnir hér fyrir westan leigjum aðstöðuna saman ;)
Hrannar Gestsson, Patreksfirði

The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Passamynd
maggikri
Póstar: 5881
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Top Flite Mustang

Póstur eftir maggikri »

[quote=Spitfire]Sigurjón, það vill svo skemmtilega til að Top Flite er með breytikit yfir í B-gerðina fyrir þetta módel, sjá hér. Ég byrja ekki á skrokknum fyrr en ég er kominn með það í hendurnar.
Reyndar er einn galli á gjöf Njarðar, ég sit uppi með D vænginn, það er ekki bara vopnabúnaðurinn sem öðruvísi, vænglagið er einnig annað, eins sjá þessari mynd af Prinsessunni, samaborið við þessa mynd af D gerðinni.

Gaui hefur rétt fyrir sér Maggi, ég á bara 2 trainera :D Við flugfélagarnir hér fyrir westan leigjum aðstöðuna saman ;)[/quote]
Ok flott aðstaða. Hvar eruð þið helst að fljúga.
kv
MK
Svara