Almenningsálitið og flugmódelflug

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Almenningsálitið og flugmódelflug

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Rakst á frétt á netinu um brotlendingu módels á flugsýningu.

Það er ekki ofsögum sagt af því hvað mikilvægt að vanda til módelflugs á opinberum sýningum (og yfirleitt alltaf). Það má ekkert út af bera svo almenningsálitið snúist ekki á móti íþróttinni okkar
Það var einmitt mjög ánægjulegt að sjá hvað vandað var til alls á sýningunni hér um daginn á óvinsælasta flugvelli landsins.

Svo er alltaf að fréttast af hótunum og yfirgangi gegn módelflugfólki.
Við munum eftir fótbolta-atvikinu á Hamranesi fyrir nokkru.

Hér er klausa klippt út þræði á "Flying Cirkus" Takið sérstaklega eftir síðustu setningunni:

According to stories in The Hawk Eye newspaper of Burlington, IA, a member of the Burlington Model Airplane Club was recently approached while flying his plane alone by an unidentified man who threatened "to shoot airplanes out of the sky." It is believed the man was upset by the noise made by the model airplane's engine.
Sheriff Mike Johnstone told the R/C pilot, Jack Polson, that police are investigating the matter. Anyone caught shooting down a model airplane would be charged with destruction of private property, Johnstone added.
The club has an airfield at nearby Big Hollow, an area that allows residents to fly their model airplanes.


In another incident believed to be separate from the initial shoot down threat, three other members of the Burlington club were approached by another man while one of them was flying his airplane, who threatened that "next time he would shoot it out of the sky."
"This guy came unglued and started ranting and raving about flying over his house," wrote member Bob Deggendorf in an email to club president Ted Francis.
Tom Berenger, who lives less than one-quarter mile from the club's airfield, said that he understands why residents would be concerned with dangers posed by model airplanes. Berenger, who boards about 20 horses and allows owners to ride on his property, recently filed a complaint with a county park ranger about the planes.
"What if one of those planes hits one of those people?" Berenger asked. "Whose insurance is going to pay for that? Who's responsible?" Horses and other livestock can be very easily spooked by any loud noise, including that from model airplanes.
According to conservation director Jeff Bergman, however, Berenger isn't believed to be the person who has made the shoot down threats.
The club has issued a notice to its members that for the time being, out of concern for its members' personal safety, no one should fly at the field alone.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Almenningsálitið og flugmódelflug

Póstur eftir Agust »

Við verðum að gæta þess vel að fá ekki almenningsálitið á móti okkur.

Nærri Hamranesi er vinsælt útivistarsvæði, auk fótboltavallarins. Þar er oft hestafólk og fólk sem er í göngutúr til að njóta útiverunnar. Við verðum að gæta þess vel að styggja ekki þetta fólk með ógætilegu flugi og hávaða.

Það þarf ekki nema að einn taugatrekktur fari með málið í blöðin til þess að við fáum almenningsálitið á móti okkur. Sem betur fer eru Íslendingar ekki eins byssuglaðir og Kaninn, en þeir kunna að berjast með stílvopninu.

Ég hef oft farið með betri helmningnum í göngutúr umhverfis Hvaleyrarvatn. Mig hefur oft undrað hve mikið heyrist frá sumum módelum. Sjálfum þykir mér þetta ekki óþægilegt hljóð, enda vanur því, en konunni finnst þetta hávaði. Er ástæða til að huga að hávaðanum frá módelunum?

Við verðum að gæta okkar vel þegar hestamenn eiga leið eftir veginum. Það er ekkert grín ef hestur fælist, og gætu þá spjótin beinst að okkur.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Almenningsálitið og flugmódelflug

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Hvað finnst ykkur um hávaðamælingar á módelum?

Eða jafnvel hávaðatakmarkanir???

Er ástæða til að klúbburinn taki upp eigið eftirlit og hjálpi mönnum að halda aftur af hávaða í módelum?
Eða jafnvel að ákveða rýmileg hávaðamörk á Hamranesi áður en einhver fer að kvarta alvarlega og við lendum í veseni???
Hættan er fyrir hendi, sumir klúbbar erlendis hafa jafnvel neyðst til að banna annað en rafmagnsflug svo þeir geti haldið áfram að fljúga.

Okkur finnst þetta kannski ekki tiltökumál og margir aðrir hávaðaframleiðendur í grennd við Hamranesið eins og mótorhjólin.

En með stækkandi vélum þá þarf kannski aðhald svo menn noti frekar góða hljóðkúta og hávaðaminni spaða.




Mynd
Svona decibellamælir kostar i uppáhaldsgræjubúðinni minni í Svíþjóð um 7000 kall.
Þar sem hávaðatakmarkanir eru í gildi er miðað við ákveðin desibell í ákveðinni fjarlægð frá módeli og ákveðnar mælingaraðferðir. Ætti að vera tiltölulega auðvelt í framkvæmd? Aðalvandamálið hér er að það má ekki vera mikill vindur þegar mælt er (3 ms/ eða minna) :)
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Almenningsálitið og flugmódelflug

Póstur eftir Sverrir »

Það er full ástæða til að taka til umræðu hávaða í módelum og varnir gegn honum
ekki bara út af almenningi heldur líka fyrir okkur.

En því miður segir db talan ekki allt :(

Þú getur verið með tvígengismótor sem mælist með lægri db tölu heldur en stór
benínmótor en hvað gerist svo? Jú um leið og þeir eru báðir í gangi þá hættirðu
að heyra í bensínmótornum fyrir hávaðanum úr tvígengismótornum þó hann sé
með lægri db tölu.

Hvorn ætti þá að gera athugasemdir við!?
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Almenningsálitið og flugmódelflug

Póstur eftir Björn G Leifsson »

:D
Sem svars-tilraun Sverrir, þá gæti maður kannski haft mismunandi viðmiðun við mismunandi tegundir hljóðs.
Ástæðan fyrir muninum er að hátíðnihljóð (2-gegis og þotumótorar) berast lengra og betur gegnum loftið.

Mér finnst nú reyndar ekki að við ættum að byrja á einhvers konar boða og bann-stefnu heldru spurning hvort leiðbeinandi mælingar og tilmæli væru ekki nóg, amk í fyrstu.
Miklu áhrifameira og vænlegra að sjá til þess að menn kunni hvað þarf til þess að byggja/útbúa hljóðlátari vélar.
Þarf að vekja menn til umhugsunar og hvetja til að athuga vel til dæmis hljóðkútamál og hvaða spaðar eru minna háværir. (Þriggja blaða spaða frekar en tveggja og alvöru hljóðkúta (Cannisters) á bensínvélarnar þó þeir séu eitthvað dýrari).
Mér fannst líka mjög athyglisvert sem Steve Holland og félagi kenndu, þetta með að taka innsogið innan úr skrokknum til að minnka hávaðann.

Ef menn eru meðvitaðir um svona og ákveðinn þrýstingur frá félögunum í gangi, þá reyna menn frekar að byggja hljóðlátar vélar,,,, er það ekki?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Almenningsálitið og flugmódelflug

Póstur eftir Agust »

Í desemberblaði Þyts 1991 er grein sem nefnist einfaldlega Hávaði.

Ég átti ljósrit af greininni í tölvunni og setti hér:

http://brunnur.rt.is/ahb/pdf/Havadi.pdf

Á síðari hluta 20. aldar var einhver með áhyggjur af hávaða á Hamranesi ...


Ég er hjartanlega sammála Birni varðandi mælingar til að vekja menn til umhugsunar, án þess að vera með boð og bönn.

Hafið þið tekið eftir því hve hljóðið frá flugmódelum með góðum marghólfa hljóðdeyfi er miklu skemmtilegra en hljóðið frá módelum sem eru með einföldum hljóðdeyfi? Þegar notaður er góður hljóðdeyfir, þá hverfur tvígengishljóðið (Trabanthljóðið) og alvöru flugvélahljóð heyrist frá spöðunum.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Almenningsálitið og flugmódelflug

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Gullmoli þessi grein.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Almenningsálitið og flugmódelflug

Póstur eftir Sverrir »

Fín lesning Ágúst.

Bretarnir miða við 82db í 7 metra fjarlægð.

[quote=BMFA Handbook](b) Except for competitive flying as described in c.(i)
and c.(ii) below, no model should be operated which
gives a noise measurement at 7 metres of more than
82 dB(A).[/quote]
Annars má finna margt annað fróðlegt í BMFA handbókinni.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Almenningsálitið og flugmódelflug

Póstur eftir Agust »

Líklega hefur slegið saman almennu kröfunum í Evrópu, 82 db í 7 metra fjarlægð og bandarísku AMA kröfunum sem eru 90 db í 9 feta fjarlægð. (Bls 23 hér: http://www.modelaircraft.org/PDF-files/Memanual05.PDF ).

Kröfurnar um 82 db í 7 metra fjarlægð er ekki ósvipaðar og kröfurnar um 90 db í 9 feta (~ 3 metra) fjarlægð:
Styrkurinn dofnar um 6 db við hverja tvöföldun fjarlægðar. Því jafngildir 90 db í 9 feta (~ 3 metra) fjarlægð 84 db í 18 feta (um 6 metra) fjarlægð, sem er ekki fjarri 82 db í 7 metra fjarlægð.

Í greininni hefði átt að standa 82db í 7 metra fjarlægð, eins og Sverrir benti á.


Sjá umræður hér:
[Flugmodel] Hávaði frá flugmódelum
http://groups.yahoo.com/group/Flugmodel/message/1218
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Almenningsálitið og flugmódelflug

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Vil minna á síðurnar sem Ágúst heldur úti...

Ágúst sem eiginlega ætti að bera sæmdarheitið "Stórgrúskari".
Gríðarlega gaman að fletta í grúsk síðunum hans, ekki bara módelgrúskinu.

Ég las módelgrúskið hans mest allt í gegn fyrir 2 árum þegar ég var að sýkjast af dellunni aftur en Nú er best að fara aftur vel í gegnum þetta. Etitthvað sýnist mér nú hafa bæst við....er það ekki?
Akkúrat núna er ég að blaða gegnum balsaryks-kaflana.
Mesti fróðleiksbrunnur!
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara