FW-190D

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11503
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: FW-190D

Póstur eftir Sverrir »

Þessi er reyndar ekki í sama skala og vélin hans Guðjóns ;)

Þetta er kit frá ATS Mayneline en þeir eru m.a. með P51-D, Spitfire, Me-109 og Hurricane svo fátt eitt sé nefnt.
Ákvað að prófa að nota dope og tissue á vélina og sprauta hana svo.

Fylligrunnurinn og lakkið kemur frá Poulsen(þeir keyptu OSG fyrr á árinu) í Skeifunni en þar fá módelsmiðir góðan afslátt hjá Erling.
Langar að þakka Erling og Skildi fyrir aðstoðina í kringum þessa framkvæmd.

Næst á dagskrá er svo að ganga frá merkingunum á vélina. :cool:


Vélin fyrir ári síðan, var svona þangað byrjað var að setja tissue og dope á hana
Mynd

Tissue og dope á vænginn.
Mynd

Og á skrokknum.
Mynd

Fylligrunnur kominn á vélina og búið að pússa hann af og fylla upp í lægðir og holur, síðan sett annað lag á vélina og strokið yfir með fínum sandpappír.
Mynd

Blái liturinn kominn á botninn, takið eftir glansinum, það gleymdist að bæta möttunarefni í lakkið, mér að kenna ;).
Mynd

Hérna sést svo staðan fyrr í kvöld eftir að búið er að setja 3 liti á vélina.
Mynd

Og frá öðru sjónarhorni. Það er möttunarefni í gráa og græna litnum enda er allt annað að sjá þá.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11503
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: FW-190D

Póstur eftir Sverrir »

Felulitirnir eru svo góðir að vélin sést varla á rúminu :D
Mynd

Mynd

Mynd

Frekar spooky, eini liturinn sem þetta gerði, verð bara að pússa hann og fara aðra umferð og vona að þetta sé ekkert í sjálfu lakkinu.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11503
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: FW-190D

Póstur eftir Sverrir »

Jæja hér er hún í öllu sínu veldi. Þyngdist um ca. 60 grömm við málunina.
Ástæðan fyrir því að guli liturinn fór svona var sú að það kom of mikið af honum á of stuttum tíma, þynnirinn var ennþá að gufa upp.

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: FW-190D

Póstur eftir Þórir T »

Glæsilegt! Gaman að sjá ferilinn á svona aðgerð.

Til hamingju!

mbk
Tóti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11503
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: FW-190D

Póstur eftir Sverrir »

Takk.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11503
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: FW-190D

Póstur eftir Sverrir »

Annars er nýja ATS síðan komin upp > http://www.atsmayneline.com/
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3681
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: FW-190D

Póstur eftir Gaui »

Sverrir

Er ekki annar hakakrossinn hjá þér öfugur? Armarnir fara allir frá miðju og beygja síðan til hægri, bæði vinstra og hægra megin á stélkambinum.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11503
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: FW-190D

Póstur eftir Sverrir »

Hann er það, ég var bara að vona að engin tæki eftir því :D

Kennir manni að vera ekki að vesenast í hlutunum seint að nóttu.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Leifur
Póstar: 23
Skráður: 24. Sep. 2006 14:54:57

Re: FW-190D

Póstur eftir Leifur »

Hæ Sverrir
Hvernig var processinn með Tissueið framkvæmdur hjá þér?. Ég kann bara elgömlu aðferðina sem var notuð við fyrstu módelin mín svona heygrindur með teygjumótor, ef einhver man eftir þeim. Guillows hafa framleitt þannig dót úr liðónýtum balsa sem er alltaf allt of þurr. En svona lærði ég þetta sem pjakkur af leiðbeiningum sem fylgdu með módeli sem hét Frog Fawn Sennilega eitt af fáum balsamódelum dem sú plastmódelafabrikka framleiddi. En svona var þeta gert í den tid.: Maður sneið bút úr pergamentinu (tissueinu) sem fittaði á svæðið sem klæða átti. Næsta þrep var að þynna trélím eða svokallað Galdra grip út í næstum vatnskennda upplausn. Upplausnina bar maður á blákantinn á því sem klæða átt og strekkti svo lauslega í allar áttir til að rífa ekki efnið. þegar límið hafði tekið sig og var orðið þurrt, þá tók maður spraykönnu með volgu vatni og úðaði á tissueið þá hljóp það og varð þokkalega strekkt. Ef það var svona eldri strigaklædd vél sem verið var að klæða þá bar maður lím á rifin og fékk mjög svo flott strigaklæðingar look á módelið. Þegar þessi aðgerð var búin þá notaði maður glært strekkidóp frá Graupner og svo málaði maður allt á eftir. Þetta var hrikalega seinlegt en kom oft vel út. Er ekki komin betri aðverð við þetta í dag. Mér finnst alltaf einhver sjarmi við tissueklæðninguna og þessi 190a er mjög flott hjá þér. Ætla að apa þetta eftir á Aircoupeinn ( Jack Stafford) sem ég ætla að klára í vetur, og breyta honum í Ercoupe TF-ZZZ
Kveðja
Leifur
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11503
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: FW-190D

Póstur eftir Sverrir »

Sæll Leifur og velkominn á vefinn.

Já, eitt eða tvö Guillows voru sett saman í fyrndinni ;)

Borin var svokallaður sanding sealer á allt módelið fyrst, hann látinn þorna og svo strokið létt yfir með fínum sandpappír.
Sanding sealer er notaður til að koma í veg fyrir að viðurinn drekki allt lakkið(dope) í sig.
Næst var dúkurinn sneiddur niður í temmilega stærðir, vænghelminga, stélhluta, skrokkhliðar o.s.frv.
Dúkhlutarnir voru svo lagðir á sinn stað og lakkið borið á þá.

Dúkurinn sem ég var með var svokallaður non shrinking þannig að hann heldur stærð sinni og ekki þarf að nota strekkilakk.

Í dag er mikið notuð filma sem er straujuð á. Þá er lím á annari hlið hennar og þegar filman hitnar þá verður límið virkt og grípur í undirlagið, með því að hita filmuna svo áfram þá skreppur hún saman og strekkist á henni.
Einnig er hægt að fá svokallað tex dúk(Solartex er eitt vörumerki) sem er með strigaáferð og er hann líka straujaður á og svo má sprauta hann.
Ef þú ert með lokaða grind, vængur, stél og skrokkur klædd, þá er einnig hægt að fá sér trefjadúkk og festa hann niður með epoxy sem gefur þér níðsterkan grunn en hentar oftast ekki á minni vélar vegna þyngdar.

Líst ansi vel á Aircoupinn hjá þér, skemmtilegar vélar og ekki skemmir fyrir að nýja útlitið á ZZZ er mjög líflegt, gamla var alltof grátt ;)
Ziroli er líka með eina örlítið stærri sem er á listanum góða.

Leyfir okkur svo kannski að fylgjast með framganginum í vetur.
Icelandic Volcano Yeti
Svara