Vetur

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Vetur

Póstur eftir Ingþór »

Jæja strákar, hvað á að gera í vetur?
sjálfur ætla ég varla í smíðaverkefni og er jafnvel að spá í að fresta innanhúss rafmagnspælingum... en er soldið spenntur fyrir útiflugi og næturflugi í skammdeiginu. einhver sem ætlar að mæta á næturflugmót?
er einhver með einhver önnur spennandi plön?
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Vetur

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Næturflug??... neh...held ekki... ég er orðið í nógum vandræðum með að sjá vélarnar í dagsljósinu He-he... :D
Verð að fara og athuga með betri gleraugu.

Iss.... það verður nóg að gera í skúrnum

Það er á dagskránni að vera tilbúinn með (vetrar-)flughæft dót þegar veður og vinnuhlé gefa hagstætt færi.Eiginlega skammarlegt að væla um vetur og kulda þegar maður sér vídeó frá grönnum okkar sem eru að fljúga í fimbulfrosti.

Ef ég finn nýjar lappir undir Plast-Cardinalinn (braut nefgaffalinn og vinstri löppina smávegis í morgun) þá ætla ég líka að smíða skíði til að setja undir hana.

Svo liggur hér tvíþekja (tæplega þrítugt kit úr Gamla Tómó með nafninu "Wayfarer" frá Svenson ) hálfsmíðuð og bíður eftir að ég klári að koma upp nýju smíðaborði í ný uppgerðum bílskúrnum.
Ætli ég búi ekki til skíði til að setja á hana líka.

Svo liggur hérna vænglaus vél sem pabbi gamli bjó til upp úr sér einu sinni. Er að hugsa um að smíða á hana væng og fljúga henni en orgínalvængurinn brotnaði í samskiptum við ljósastaur á Hafnarfjarðarveginum kringum 1974-5 eða þar um bil.

Ætli draumarnir um skalamódel af Super Cup og Liberator verði ekki að bíða betri tíma.... og þó?...
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Vetur

Póstur eftir Sverrir »

Wayfarer er snilldarvél, ætti að vera til ein í hverjum klúbbi :)

Mynd

Ekkert ákveðið með vetrarverkefni en það er margt spennandi í athugun.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vetur

Póstur eftir Agust »

Varðandi næturflug: Einhvers staðar hef ég heyrt að lýsi hafi góð áhrif á nætursjónina. Hvað segir sérfræðingurinn?


Á vetrardagskránni hjá mér er skref númer eitt að taka til í bílskúrnum. Ef ég geri það ekki, þá get ég ekki tekið skref númer tvö, sem er að ljúka við að endursmíða gamla góða Ultra Hots / G62. Nánast bara eftir að pensla skrokkinn. Eða ætti ég að nota rúllu?

Hvenig finnst mönnum haustið hafa byrjað? Er ekki allt á kafi í snjó hjá flug-bóndanum fyrir norðan? Á laugardagsmorgun var hvít jörð fyrir austan fjall og bara fjandi kallt. Sex gráðu næturfrost í uppsveitum í fyrrinótt.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Vetur

Póstur eftir Sverrir »

Síðast þegar ég las utan á lýsisflösku þá stóð þar að A og D vítamín hafi góð áhrif á sjónina.
Skortur á A vítamíni geti valdið næturblindu þannig að þetta ætti að hafa einhver áhrif í þá veru.

Varist þó að drekka heila flösku í einu til að ná æskilegri nætursjón ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Vetur

Póstur eftir Björn G Leifsson »

He-he.
Lýsi....? Já þú segir nokkuð.

Ég hef reyndar verið að spekúlera í svona hlífðar/sól/sjá-betur/nörda-gleraugum sem maður sér suma alvöru flugmódelmenn með.
Sjálfur þarf ég margskipt gleraugu og er í vandræðum meðal annars með að ég tárast oft þegar ég er að fljúga og sé misóskýrt frá mér.
Gleymi reyndar alltaf að taka með og prófa skíðagleraugun fínu sem ég á sem passa utanyfir gleraugun.
Hvað segið þið hinir,,, einhver sem veit um hvar maður getur fundið svona gagnleg hlífðar/sólgleraugu???
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Vetur

Póstur eftir Sverrir »

Held að það sé erfitt að fá gleraugu sem gera bæði, þau sem magna upp birtuna eru yfirleitt í gulari kantinum og er oftast
ekki góð sem sólgleraugu einmitt af því að þau magna upp birtuna. Einn góður maður sem ég þekki á þessi fínu gulu
hlífðargleraugu sem fylgdu með flugeldapakka sem var keyptur um síðustu áramót og svínvirka þau í birtumögnunarskyni
eru meira að segja nógu stór til að fara yfir hefðbundin gleraugu.

Hins vegar er oft verið að auglýsa einhver svona gleraugu í módeltímaritunum, verður þú ekki bara að prófa þau fyrir okkur.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Vetur

Póstur eftir Björn G Leifsson »

:D Ætli ég verði ekki að fara að kaupa módelblöð aftur.... nú jæja.... sjá hvernig skíðagleraugun virka þegar ég bara loksins man eftir að prófa þau.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Vetur

Póstur eftir Sverrir »

Skíðagleraugu... það minnir mig dálítið á Austurríki ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Vetur

Póstur eftir Ingþór »

Já, í fluginu þá er bara sérstaklega með því að reykja ekki fyriri flug og lenda ekki í súrefnisskorti í næturflugi því augun þurfa víst fullt af súrefni til að sjá í mirkri og ef maður mætir ljósi þá er gott að loka öðru auganu, því það tekur hvort um sig um fimmtán mínútur að ná aftur sama ljósopi...
Þannig þekkir maður stórhuga módelflugmenn í myrkri, með súrefniskúta á bakinu, 14mz fjarstýringu með backlight skjá hangandi um hálsinn og með annað augað lokað og appelsínugult glerauga á hinu :) stundum vildi ég að ég gæti teiknað :D

Annars er ég að spá í að setja 'hvolpinn' í magaspeglun því ég finn ekki reflex dongulinn minn :(
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Svara