Síða 1 af 1

Re: Eagle II - uppvakningur

Póstað: 28. Nóv. 2008 15:08:17
eftir Sverrir
Velkominn :)

Límið myndi ég endurnýja, filmurnar ættu að vera í lagi. Þú getur skorið út filmubút og bætt götin en það mun alltaf sjást svo það gæti kannski verið sniðugt að gera munstur í staðinn ef þú heldur að hitt angri þig eitthvað. Það er líka hægt að fá límfilmu, nú eða bara flotta límmiða. Svo kemur nú líka fyrir að venjulegt límband er notað, sérstaklega út á velli í hita leiksins.

Re: Eagle II - uppvakningur

Póstað: 28. Nóv. 2008 19:30:09
eftir Sverrir
Það er svo lítil þyngd í límmiðunum að það ætti ekki að skipta máli.

Það er notað svokallað glóðarbensín á þessa mótora, þú getur prófað að hafa samband við Þröst hjá Flugmodel.com (er í Eyjafjarðarsveit) og athuga hvort hann eigi eldsneyti fyrir þig að öðrum kosti þarftu að versla það hjá Tómstundahúsinu í Reykjavík.

Það er nú yfirleitt nóg að keyra mótorinn í sjálfu módelinu en það er svo sem allur gangur á því hvað menn gera. Þú ættir líka að komast af án prop balancer, svona fyrst í stað, en það er ekki vera að hafa aðgang að slíkri græju.

Re: Eagle II - uppvakningur

Póstað: 29. Nóv. 2008 11:33:28
eftir Gaui
Róbert

Hvar ertu á landinu. Þú segir að módelið sé á Akureyri. Ert þú hér þá líka? Ef svo er, þá er stutt í skúrinn á Grísará næsta fimmtudag. Það er alltaf gaman að hitta nýja félaga og þú gætir séð eitthvað sem vekur áhuga þinn.

Re: Eagle II - uppvakningur

Póstað: 30. Nóv. 2008 09:22:48
eftir Gaui
Ef veður er gott, þá fljúgum við á Melgerðismelum.