Síða 1 af 1

Re: Servó-feiti?

Póstað: 1. Okt. 2005 17:23:37
eftir Björn G Leifsson
Sælir.
Er einhver sem þekkir til þess hvaða feiti hægt er að nota þegar skipt er um plast/nylongíra í servói. Ég var að fá nýja gíra í nokkur micro-servó með brotnar tennur og fann út úr því fyrst núna að ég hefði átt að kaupa sérstaka feiti með.
Það er varað við að nota annað en sérstaka sílíkónfeiti því í versta falli gæti röng feiti gefið frá sér gufu sem sest á burstana í servómótornum og stöðvar hann að lokum.

Er einhver sem veit hvaða feiti hægt er að nota og hvar hún fæst.
Ég nenni ekki að panta þetta að utan nema ég þurfi.

Kveðja

Björn Geir

Re: Servó-feiti?

Póstað: 1. Okt. 2005 18:11:10
eftir Sverrir
Kannski þessi gæti gagnast > http://www.bakverk.is/SC-4.htm < Hef reyndar ekki notað hana sjálfur á servó :)