Síða 1 af 2

Re: IDP 35Mhz Frequency Checker

Póstað: 7. Okt. 2005 00:10:48
eftir Sverrir
Er einhver búinn að fjárfesta í þessari græju hér heima?

Mynd

[quote]Why risk flying without it? One crash and it would have payed for its self!

Automatically scans all R/C frequencies and identifies which ones are currently in use.
With a dedicated LED for each frequency and a single on/off switch, the frequency checker is extremely easy to use.
Being lightweight and about the size of a pack of cards, it fits into a pocket or flight box

Features:

- Each frequency has its own dedicated LED
- Automatically scans all frequencies when turned on
- Requires 3 x AAA batteries (not included)
- Range upto 300Ft as supplied
- Range up to 1000Ft with external antenna
- Small & Lightweight[/quote]

Re: IDP 35Mhz Frequency Checker

Póstað: 7. Okt. 2005 08:41:05
eftir Agust
Þetta kostar aðeins 45 pund hjá Steve Webbs

http://www.servoshop.co.uk/index.php?pid=FREEKCHECK35

Snjallt :)

Það væri fróðlegt að heyra reynslusögur.

Re: IDP 35Mhz Frequency Checker

Póstað: 7. Okt. 2005 10:00:36
eftir Sverrir
Meira að segja £ 51.42 með sendingarkostnaði :)

svo gróflega + 35% hér heima, tæpar 8000 krónur.

Re: IDP 35Mhz Frequency Checker

Póstað: 7. Okt. 2005 14:44:35
eftir Björn G Leifsson
Review á rcuniverse.com: niðurstaðan póstiív:
[quote]This frequency checker is well worth it's $49.99 price tag and nice addition to one's field box.[/quote]
Ekki hægt að kaupa í dollurum því þaðan fæst aðeins 72Mhz útgáfa.

Hlekkur á umfjöllunina: http://www.rcuniverse.com/magazine/arti ... cle_id=565

Mynd

Ef ég skil málið rétt þá er mikilvægt að taka fram að þessi dós sýnir hvaða tíðnir eru í notkun,,,,ekki truflanir nema þá að litlu leyti...er það ekki?

Re: IDP 35Mhz Frequency Checker

Póstað: 7. Okt. 2005 23:53:29
eftir Sverrir
Þú þarft að geta séð „hreyfingar“ á tíðninni yfir lengra tímabil til að geta metið hvort það eru truflanir að koma fram.

Re: IDP 35Mhz Frequency Checker

Póstað: 10. Okt. 2005 09:13:31
eftir Agust
Þytur á til ágætan skanna sem hefur verið lítið notaður. Hann hentar mjög vel til að leita að truflunum. Sjá http://www.rt.is/ahb/rc/ymislegt/truflun.html

Skanninn er þannig gerður, að hægt er að láta hann muna hvaða rásir komu fram, jafnvel þó svo að enginn sé á svæðinu. Það er hægt að hlusta á merkið og meta þannig hvers eðlis truflunin er.

Fyrsta árið eftir að skanninn var keytur (1999?) var hann töluvert notaður til að leita að truflunum. Nú er hann í geymslu einhvers staðar og aðeins tekinn fram á stórhátíðum.

Hvernig væri að koma honum varanlega fyrir í flugstöðinni á Hamranesi? Töskuna með tíðnispjaldinu má geyma annars staðar, og hafa skannann í hillu. Það má festa hann niður, þannig að hann fari síður á flakk.

Uppi á húsinu er loftnet (lóðréttur dípóll) sem ætlað er fyrir skannann, ef verið er að leita að veikum truflandi merkjum.


Vandamál er þó rafmagn. Ég hef áður lagt til að Þytur setji 50 watta sólarrafhlöðu á þakið á húsinu. Það er nóg til að halda rafgeymi fullhlöðnum, nema í allra svartasta skammdeginu.
Hvernig væri að safna fyrir nýjum 12V rafgeymi sem ætlaður er fyrir sólarrafhlöðu, og góðum, amk 50W sólarpanel?


Komin er ný útgáfa af skannanum með fleiri rásum. (kostar 165 pund)
Sjá http://www.smservices.net/acatalog/Test_Units.html
Nýja gerðin er með rásir 55-90, en skanni Þyts er með rásir 60-85.


(Litli vasaskanninn er góður til síns brúks og gott að eiga).

Ágúst

Re: IDP 35Mhz Frequency Checker

Póstað: 10. Okt. 2005 10:27:55
eftir Sverrir
Hvað geturðu ímyndað þér að sólarpanel og geymir kosti?

Re: IDP 35Mhz Frequency Checker

Póstað: 10. Okt. 2005 11:53:36
eftir Agust
Hjá Smith & Norland kostar 50W panell um 38.000 og spennustillir (með innbyggðum voltmæli) sem sér um að geymir haldist fullhlaðinn og ofhlaðist ekki um 7.000. Verðin eru með VSK.

Hvað rafgeyma varðar, þá er hægt að fá þá í ýmsum stærðum. Fyrir sumarbústaði og hjólhýsi eru notaðir rafgeymar sem gerðir eru fyrir hæga afhleðslu. Það þýðir að ekki er auðvelt að starta bíl með þannig geymi. Ending er þó skilst mér betri. Þessir rafgeymar eru stundum nefndir "leisure battery" eða frístundarafgeymar, og eru oft með handföngum til að gera þá meðfærilegri. Hjá Skorra kostar 75 amperstunda geymir 11.900 og 115 amperstunda geymir 15.900.

Mynd

Á myndinni má sjá mynd af 50W Siemens sólarpanel. Hleðslustillir og 12 volta frístundageymir eru í kassanum. Þetta var úti í móa árið um kring, fyrst til að hafa rafmagn í fellihýsi og síðan til að lýsa upp kofann þar til Rarik kom með niðurgrafna framlengingasnúru. Eftir það voru sólarrafhlaðan og geymirinn notuð til að knýja rafmagnsgirðingu. (Myndin er tekin 18. jan. 2002)

Re: IDP 35Mhz Frequency Checker

Póstað: 10. Okt. 2005 13:29:37
eftir Sverrir
Bjóst alveg við hærri tölu. Virðist ekki vera óviðráðanlegur kostnaður.

Re: IDP 35Mhz Frequency Checker

Póstað: 10. Okt. 2005 20:27:13
eftir Þórir T
Sælir, má til með að leggja orð í belg, setjum sem svo að ykkar ágæta bæjarfélagi Hafnarfjarðarbær, dytti nú í hug að auka enn frekar notagildi boltavallarins við flugbrautarendann ykkar, og lýsa hann upp svona í svartasta skammdeginu. Það er í raun baráttumál hjá ykkur að þeir lýsi upp völlinn.
Hvers vegna? jú þá er komin "framlengingarsnúra" eins og Ágúst kallar hana réttilega við bæjardyrnar ykkar. Þá eru heimtaugargjöld og málið dautt. Þau eru reyndar há, en samt þá er ekkert geyma og sólarsellu mál. Við í Smástund bíðum spenntir eftir því hvort bæjarfélagið okkar betrumbæti gámasvæðið innan við flugvöllinn okkar, þá er framlengingarsnúran við bæjardyrnar!

Pæling...

mbk
Tóti
Smástund