CompArf Extra 330L

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CompArf Extra 330L

Póstur eftir Sverrir »

Geri nú svo sem ekki ráð fyrir ítarlegum smíðaþráð hérna en eigandinn óskaði eftir nokkrum stiklum svo ég reyni að verða við því. :)

Herra Yfirstrumpsmiður.
Mynd

Kúturinn að nálgast endanlega staðsetningu, nú vantar bara að smíða eins og eina pústgrein.
Mynd

Búið að smíða þetta fína festingarkerfi inn í skrokknum svo kúturinn svífi mjúklega um.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: CompArf Extra 330L

Póstur eftir einarak »

Jólasveinninn hefur greinilega einhvað villst því ég átti að fá þessa. Hrikalega flott!
Passamynd
Flugvelapabbi
Póstar: 589
Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06

Re: CompArf Extra 330L

Póstur eftir Flugvelapabbi »

Nei jolasveinninn viltist ekki, hun var ekki i boði fyrir jolahatiðina. þessi vel kom i sumarpakkanum, þeir eru til goðir pakkar það
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: CompArf Extra 330L

Póstur eftir Messarinn »

Ég verð líklega að kíkja í heimsókn til yfirst... smiðsins um helgina og kíkja á þetta púst. :P :P :P
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CompArf Extra 330L

Póstur eftir Sverrir »

Sýnist það ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Flugvelapabbi
Póstar: 589
Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06

Re: CompArf Extra 330L

Póstur eftir Flugvelapabbi »

ja Guðmundur eg vona að smiðin verði samkvæmt þyskri nakvæmni. þeir felagar Þröstur og Sverrir liða vist ekkert annað en að það besta er nogu gott, gangi ykkur vel, Takk fyrir.
Passamynd
Fridrik
Póstar: 119
Skráður: 25. Okt. 2007 21:10:28

Re: CompArf Extra 330L

Póstur eftir Fridrik »

Meira hvað gengur hjá yfir......smiðnum ég verð að fara gefa í

kv
Friðrik
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CompArf Extra 330L

Póstur eftir Sverrir »

Sýnist það :D
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CompArf Extra 330L

Póstur eftir Sverrir »

Servólúgur í vænginn fóru í límingu í dag, Hysol-ið klikkar ekki.
Mynd

Búið að ganga frá kútnum og lakka hluta af eldveggnum.
Mynd

Þá var komið að því að ganga frá lúgunni í skrokkinn.
Mynd

Borað er fyrir festingaflipunum og þeir skrúfaðir í, því næst er lúgan sett á og smá Hysol sett á flipana. Þegar límið verður búið að taka sig á morgun verður hægt að líma alveg í kringum flipana, að því gefnu að allt passi saman(sem það ætti að gera).
Mynd

Það þurfti að opna samsetninguna að framan á lúgunni svo hún sæti nokkurn veginn rétt á skrokknum.
Mynd

Búið var til skapalón til að hjálpa við líminguna á stýrishornunum. CompArf fóru reyndar illa með okkur þar sem servógatið á öðrum vængnum var 4mm aftar svo snikka þurfti til skapalónið.
Mynd

Hornið stillt af og límt niður.
Mynd

Pinni í gegn hjálpar til við fínstillinguna.
Mynd

Voila + smá málning.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CompArf Extra 330L

Póstur eftir Sverrir »

Platan fyrir hliðarstýriservó og bensíntankinn hanga saman, eftir að hafa verið tyllt saman ofan í skrokknum þá var þeim kippt upp úr og límingarnar styrktar.
Mynd

Hér sést tankurinn á sínum stað, taka þurfti úr lokinu fyrir bensíntankinum.
Mynd

Smíða þurfti festingu fyrir bensíngjafarservóið.
Mynd

Farin að koma svipur á vélina. :)
Mynd

Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Svara