Re: Sænskir stórsmiðir
Póstað: 8. Okt. 2005 21:54:57
Olle og Walle eru tveir félagar í Stokkhólmi sem vert er að taka eftir.
Olle Sköld og Christoffer Wallstenius félagi hans halda úti sínum eigin sænska flugmódelvef
Það sem er sérstakt er að þeir tilheyra ættkvísl flugmódelfíkla sem hefur tekið mið á að smíða stórar farþegavélar.
Olle er að smíða hvorki meira né minna en Airbus 380 í skala 1/22.3 Sumir þekkja hann sem "Airbuzz" á RCGroups vefnum en þar hefur verið í gangi langur spjallþráður um A380 verkefnið hans. Mig minnir að við höfum rætt þetta hér fyrir allnokkru.
Olle er nýlega búinn að setja upp myndasafn af smíðinni. Síðan er dálitla stund að hlaðast inn svo hafið þolinmæði.
FLeiri svona verkefni er fjallað um á vefnum þeirra. Ég hef ekki sjálfur haft tíma til að skoða það allt en myndasíðan um A380 verkefnið er heillandi.
Hugsið ykkur... 3,6 metra vænghaf, öll límd saman úr tilskornum 3 mm Depron frauðplastplötum og heildarþyngd einhvers staðar kringum 4-5kílógrömm!!!!!
15 servó, 4 rafmótorar, smátölvustýrður lendingarbúnaður, starfhæfir Fowler-flapsar, fullur ljósabúnaður utan sem innan.
Þetta er ekki alveg út í bláinn hjá Olle því hann hefur gert fleira í svipuðum dúr áður
Hér eru myndir af A340 og á forsíðu vefsins er hægt að ná í vídeó af henni á flugi. Tær snilld!!!!
Fyrir ykkur sem ekki hafa búið allt of lengi í Svíþjóð eins og ég, eða af öðrum ástæðum skiljið ekki þetta hrognamál þá er hér enskar spjallsíður hjá þeim þar sem hægt er að hafa samband við félagana.
Olle Sköld og Christoffer Wallstenius félagi hans halda úti sínum eigin sænska flugmódelvef
Það sem er sérstakt er að þeir tilheyra ættkvísl flugmódelfíkla sem hefur tekið mið á að smíða stórar farþegavélar.
Olle er að smíða hvorki meira né minna en Airbus 380 í skala 1/22.3 Sumir þekkja hann sem "Airbuzz" á RCGroups vefnum en þar hefur verið í gangi langur spjallþráður um A380 verkefnið hans. Mig minnir að við höfum rætt þetta hér fyrir allnokkru.
Olle er nýlega búinn að setja upp myndasafn af smíðinni. Síðan er dálitla stund að hlaðast inn svo hafið þolinmæði.
FLeiri svona verkefni er fjallað um á vefnum þeirra. Ég hef ekki sjálfur haft tíma til að skoða það allt en myndasíðan um A380 verkefnið er heillandi.
Hugsið ykkur... 3,6 metra vænghaf, öll límd saman úr tilskornum 3 mm Depron frauðplastplötum og heildarþyngd einhvers staðar kringum 4-5kílógrömm!!!!!
15 servó, 4 rafmótorar, smátölvustýrður lendingarbúnaður, starfhæfir Fowler-flapsar, fullur ljósabúnaður utan sem innan.
Þetta er ekki alveg út í bláinn hjá Olle því hann hefur gert fleira í svipuðum dúr áður
Hér eru myndir af A340 og á forsíðu vefsins er hægt að ná í vídeó af henni á flugi. Tær snilld!!!!
Fyrir ykkur sem ekki hafa búið allt of lengi í Svíþjóð eins og ég, eða af öðrum ástæðum skiljið ekki þetta hrognamál þá er hér enskar spjallsíður hjá þeim þar sem hægt er að hafa samband við félagana.